Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 14
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Þar vilja áhrifaöfl í verkalýðs- hreyfing- unni, stýrt af byltingar- fólki með takmarkað umboð á bak við sig, efna til átaka við allt og alla og tefla á tæpasta vað. Núverandi stefna í húsnæðis- málum hefur beðið skip- brot. Það er kominn tími til að leysa húsnæðis- vandann, það er kominn tími til að breyta. Á síðustu fjórum árum hefur húsnæði í Reykja-vík hækkað um 50% í verði. Leiguverð fylgir kaupverði. Þrjú þúsund leiguíbúðum var lofað fyrir fjórum árum, íbúðum fyrir „venjulegt fólk“. Í dag eru 50 m2 íbúðir leigðar á 200 þúsund krónur. Og þakíbúð í fjölbýli er til sölu fyrir 400 milljónir króna. Já, 400 milljónir. Hvernig eiga þeir sem enga íbúð eiga að komast inn á markaðinn? Hvernig eiga kjósendur að treysta núverandi meiri- hluta fyrir því að vinda ofan af þeim vanda sem hefur orðið á þeirra vakt. Ungt fólk á betra skilið Það er aðeins ein leið til að sporna við þess- ari þróun sem heldur áfram ef ekkert breytist í kosningunum eftir rúma viku. Það er að auka framboð á lóðum borgarinnar til bygginga. Undan- farið hefur aðallega verið byggt á lóðum sem voru í eigu bankanna. Reykjavíkurborg úthlutaði afar litlu. Við munum breyta þessu. Bjóða fram spenn- andi búsetukosti í Örfirisey, BSÍ, og á Keldum. Þá munum við jafnframt klára hverfin. Þannig verður aftur hægt að líta á Reykjavík sem raunhæfan val- kost fyrir fyrstu kaup. Búa hjá foreldrum Ungt fólk í Reykjavík býr í vaxandi mæli í foreldra- húsum. Þannig er því farið með tvo frambjóð- endur okkar sem skipa 4. og 9. sæti lista Sjálfstæðis- flokksins. Þessir verðandi borgarfulltrúar eru báðir háskólamenntaðir en hafa þurft að búa hjá for- eldrum sínum lengur þar sem húsnæðiskostnaður er of hár. Núverandi borgarstjóri hefur ráðið ríkjum síðustu átta ár. Raunar er hann búinn að vera borgarfulltrúi í 16 ár. Núverandi stefna í húsnæðismálum hefur beðið skipbrot. Það er kominn tími til að leysa hús- næðisvandann, það er kominn tími til að breyta. Borgarbúar eiga betra skilið. Tími til að leysa húsnæðisvandann Eyþór Arnalds skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðis- manna í Reykjavík Aðalfundur ÍFR 2018 Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 2.júní. 2018 kl. 14.00 í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórnin Sprungin blaðara? Vonbrigðastuna hægrisinnaðra smáborgara bergmálaði um internetið í gær. Spenntir höfðu þeir beðið komu Tommy Robin- sons sem ætlaði að messa yfir þeim um skaðsemi fjölmenn- ingar í gærkvöld. Hann mætti þó ekki til leiks. Fyrst að sögn vegna þess að sprungið dekk kostaði hann flugfarið. Síðar vegna andláts í fjölskyldunni. Tæpum sólarhring áður en ráð- stefnuhaldið rann út í sandinn hafði hlakkað í væntanlegum gestgjöfum hans þar sem fyrir- hugaðar pallborðsumræður féllu niður þar sem enginn fjölmenn- ingarsinni „treysti“ sér til að mæta Robinson. Allt féll þetta um sjálft sig og að lokum hló „góða fólkið“ hæst. Appelsínugul Stormviðvörun Veðurfréttamaðurinn ástsæli Siggi stormur leiðir lista Mið- flokksins í Hafnarfirði hvar illar tungur eru komnar á kreik og segja Sigga hafa verið í dular- fullu veikindaleyfi frá kennslu í Víðistaðaskóla í allan vetur en sé furðubrattur í kosningabarátt- unni í vor. Segja má að fokið hafi í Storminn sem sagði við Frétta- blaðið.is í gær að þetta væru dylgjur örfárra andstæðinga hans. „Það er verið að gera lítið úr og draga í efa að ég hafi veikst í baki í haust. Mér finnst þetta svo mikil lágkúra að ég á ekki orð,“ sagði Siggi stormur í gær. thorarinn@frettabladid.is Þetta var aðeins spurning um tíma. Hinn gríðarmikli uppgangur í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta ár frá ári, var ósjálfbær og hlaut að taka enda fyrr en síðar. Það sem kemur hins vegar kannski á óvart, þvert á spár flestra greinenda, er hversu hratt vöxturinn er núna farinn að hægja á sér á skömmum tíma. Þótt það eigi að fara varlega í að draga of víðtækar ályktanir þá er hægur leikur að teikna upp mynd sem gefur til kynna að það séu blikur á lofti í atvinnugreininni – og þá um leið í íslensku efnahagslífi. Hagtölur sem birst hafa sýna meðal annars að ferðamönnum fækkaði í apríl frá fyrra ári í fyrsta sinn í átta ár, þeir dvelja skemur og eyða minna, gistinóttum á hótelum fer lítillega fækkandi, fyrirtæki eru að draga saman seglin með færri ráðningum á starfsfólki og þá er einnig uppi óvissa með framgang sumra stórra hótelverkefna. Nánast ekkert ríki á jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Greinin skapar orðið meira en 40 prósent af útflutningstekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ef ekki hefði verið fyrir vaxandi útflutningsverðmæti þessarar nýju gjaldeyris- skapandi atvinnugreinar væri búinn að vera talsverður halli á viðskiptum við útlönd síðustu ár. Það er því ekki að ástæðulausu að sumir eru farnir að óttast þau neikvæðu efnahagslegu áhrif sem mögulegur samdráttur í ferða- þjónustu kann að hafa, einkum á fasteignamarkaðinn með tilheyrandi verðlækkunum, í ljósi mikilvægis hennar fyrir þjóðarbúið. Er því ástæða til að örvænta? Tæplega. Það er ekkert kerfishrun í vændum. Ólíkt árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 eru stoðir hagkerfisins í dag mun traustari. Ísland er með jákvæða eignastöðu við útlönd, gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur um 700 milljörðum og fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja hefur sjaldan verið betri. Þótt bankarnir yrðu fyrir miklum útlánatöpum við alvar- legt bakslag í ferðaþjónustu þá er eigið fé þeirra nægjanlegt til að standa af sér meiriháttar efnahagsáfall. Þá er rétt að hafa það í huga að ferðaþjónustan er ung atvinnugrein, með of mikið af litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru rekin af reynslulitlum stjórnendum sem hafa aðeins upplifað góðæristíma. Greinin mun á næstu árum aðlaga sig breyttum aðstæðum – og þó fyrr hefði verið. Gengis- styrking krónunnar, sem hefur unnið sitt verk við að koma í veg fyrir meira ójafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, þýðir að ferðaþjónustan hefur engan annan valkost en að leita leiða til hagræðingar, einkum með sameiningum fyrirtækja í miklu stærri einingar. Sú þróun er þegar hafin. Staðan í þjóðarbúskapnum er samt um margt brot- hætt um þessar mundir. Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Þar spilar ekki síst inn í sú staðreynd að launakostnaður fyrirtækja, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira en í öðrum OECD-ríkjum frá 2010. Afleiðingin er sú að samkeppnisstaða útflutningsgreina, meðal annars ferðaþjónustunnar, hefur rýrnað stórkost- lega. Niðurstaða komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði mun ráða miklu um hvort framhald verði á þessari ískyggilegu þróun. Þar vilja áhrifaöfl í verkalýðs- hreyfingunni, stýrt af byltingarfólki með takmarkað umboð á bak við sig, efna til átaka við allt og alla og tefla á tæpasta vað. Nái þau sínu fram þarf ekki að spyrja að leikslokum. Afsakið hlé 1 8 . m a í 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U R14 S k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 5 -8 6 E 8 1 F D 5 -8 5 A C 1 F D 5 -8 4 7 0 1 F D 5 -8 3 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.