Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 16
Svarið við erfiðustu spurningu dagsins er ... .. . S p ín at k jú lli 498 kr.stk. Mjólka fetaostur m/kryddolíu 2199 kr.kg Krónu kjúklingafile 349 kr.pk. Krónu Spínat, 200 g 233 kr.kg Sætar kartöflur Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Þú finnur uppskriftina á kronan.is/ uppskriftir Fótbolti Sandra María kom inn í Pepsi-deildina með miklum látum og skoraði þrennu í fyrsta leik gegn Grindavík. Síðan hafa komið tvö mörk, gegn HK/Víkingi og ÍBV. Sandra var lánuð til Slavia Prag í vetur þar sem hún upplifði ný ævintýri á hverjum degi. „Maður græðir alltaf á því að kom- ast í nýtt umhverfi og fá aðra sýn á fótboltann. Þetta ævintýri gaf mér mikið og hefur hjálpað mér að ná þessari góðu byrjun,“ segir hún. Slavia Prag er sigursælt félag, hefur unnið 19 titla, meðal annars deildina fjögur ár í röð. „Liðið er virkilega sterkt. Umgjörðin, þjálfunin og æfingarn- ar voru til fyrirmyndar og ég ákvað strax að gera það sem ég gæti gert til að byggja ofan á þannig að ég hugsaði vel um mig utan vallar,“ segir Sandra María. „Ég æfði mikið og leikjaprógram- ið í Tékklandi er þétt svo ég spilaði marga leiki og spilaði í nýjum stöð- um, var ekki bara föst á kantinum. Ég spilaði á miðjunni og var fremst meðal annars. Við spiluðum líka mörg kerfi svo ég fékk nýja innsýn í fótboltann og tel að það sé hollt að vera ekki alltaf í sama pakkanum og með sömu áherslurnar.“ Hún viðurkennir að það hafi verið smá stress að labba inn í klef- ann í fyrsta sinn enda eini útlend- ingurinn í liðinu og lítið um ensku á æfingasvæðinu. „Það er ein frá Slóv akíu þarna en hún er búin að búa í Prag í nokkur ár þannig að ég var sú eina sem talaði ekki tungumálið. Stelpurnar kenndu mér tékknesku og ég kann núna slatta í tungumálinu og ég var fljót að komast inn í hópinn,“ segir Sandra María. „Það tók mig smá tíma að koma mér inn í tungumálið en liðið tók vel á móti mér og ég var ekkert lengi að komast inn í hlutina.“ Sandra segir að það sé öðruvísi að koma inn í mótið sem ríkjandi Íslandsmeistari. „Það er alltaf meiri pressa en við erum að gera það sem við erum góðar í. Þetta er verkefni sem við erum að tækla og við erum búnar að vera að gera það vel að mér finnst.“ benediktboas@frettabladid.is Mikið ævintýri en gott að vera komin heim frá Tékklandi Sandra María hefur verið komið á skotskónum eftir að hún kom heim frá Tékklandi. nordicphoToS/GeTTy Liðið er virkilega sterkt. Umgjörðin, þjálfunin og æfingarnar voru til fyrirmyndar og ég ákvað strax að gera það sem ég gæti gert til að byggja ofan á þannig að ég hugsaði vel um mig utan vallar. Sandra María Jessen Sandra María Jessen, leikmaður Íslands- meistara Þórs/KA, er þegar búin að skora fimm mörk í Pepsi-deild kvenna. Hún var í Tékk- landi í vetur og spilaði þar með Slavia Prag þar sem ný ævintýri biðu hennar á hverjum degi. ÍBV - Fh 29-22 ÍBV: Róbert Aron Hostert 8, Agnar Smári Jónsson 7, Elliði Snær Viðarsson 3, Sigur- bergur Sveinsson 3, Theodór Sigurbjörns- son 2/1, Grétar Þór Eyþórsson 2, Friðrik Hólm Jónsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 1, Dagur Arnarsson 1. Fh: Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Ágúst Birgis- son 5, Einar Rafn Eiðsson 5/2, Ísak Rafnsson 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 2.. Nýjast olís-deild karla, úrslit Fylkir - ÍBV 2-1 1-0 Steven Lennon, víti (48.), 2-0 Brandur Olsen (69.), 2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson (80.), 3-1 Lennon (85.).. Fh - KA 3-1 1-0 Steven Lennon, víti (48.), 2-0 Brandur Olsen (69.), 2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson (80.), 3-1 Lennon (85.). efri Breiðablik 9 FH 9 Valur 5 Víkingur R. 5 Grindavík 4 neðri KA 4 Stjarnan 2 Fjölnir 2 Heflavík 1 ÍBC 1 pepsi-deild karla Handbolti ÍBV vantar aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í hand- bolta karla. Eyjamenn unnu 29-22 sigur á FH-ingum á heimavelli í gær og leiða einvígi liðanna 2-1. Fjórði leikur þeirra fer fram í Kaplakrika á morgun. Eyjamenn voru sterkari aðilinn í leiknum og leiddu allan tímann. FH-ingar urðu fyrir miklu áfalli um miðjan fyrri hálfleik þegar Andri Heimir Friðriksson braut gróflega á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni sem tók ekki frekari þátt í leiknum. ÍBV hélt FH alltaf í hæfilegri fjar- lægð. Sóknarleikur FH-inga var stirður og aðeins fimm leikmenn liðsins komust á blað. Á endanum munaði sjö mörkum á liðunum, 29-22. – iþs Eyjamenn sigri frá titlinum 1 8 . m a í 2 0 1 8 F Ö S t U d a G U R16 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð sport 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 5 -9 A A 8 1 F D 5 -9 9 6 C 1 F D 5 -9 8 3 0 1 F D 5 -9 6 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.