Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 19
Fyrrverandi leikkonan og fyrir-sætan Tippi Hedren er andlit nýjustu auglýsingaherferðar Gucci. Hedren er orðin 88 ára gömul, en hún var fyrirsæta á 6. áratug síðustu aldar og er meðal annars þekkt fyrir leik í kvikmyndunum Marnie og The Birds eftir Alfred Hitchcock. Auglýsingaherferðin er fyrir skart- gripi og úr og í henni leikur Hedren spákonu sem er að lesa í lófa, kristalskúlur og steina fyrir ungar fyrirsætur. Ráðning Hedren virðist vera hluti af breyttum áherslum í tískuheimin- um, þar sem verður sífellt algengara að sjá eldri fyrirsætur. Gucci hefur líka ráðið leikkonuna Vanessu Redgrave, sem er 79 ára, í auglýsinga- herferð og á síðasta ári lék Lauren Hutton, sem er 73 ára, í auglýsingum fyrir nærföt frá Calvin Klein. Hedren er móðir leikkonunnar Melanie Griffith og amma leikkon- unnar Dakota Johnson, en Johnson hefur einmitt líka verið í auglýsinga- herferð fyrir Gucci. 88 ára Gucci módel Fallegu konungbornu blómabörnin. Tvö eldri börn Vilhjálms her-toga og Katrínar hertogaynju, þau Georg sem er 4 ára og Charlotte sem er 3 ára verða þátt- takendur í konunglegu brúðkaupi frænda síns, Harrys, á morgun. Alls verða tíu börn á aldrinum tveggja til sjö ára brúðarmeyjar og -sveinar. Fyrir utan frændsyst- kinin verða systurnar Remi, 6 ára, og Rylan, 7 ára, brúðarmeyjar. Þær eru dætur Benitu sem er ein besta vinkona Meghan auk þess sem hún er guðmóðir þeirra. Þá eru einnig á listanum Ivy, 4 ára, Brian og John, 7 ára en þau eru börn kanadíska fatahönnuðarins Jessicu Molroney. Loks eru Florence, 3 ára, dóttir Alice og Nicholas van Cutsem, Zalie, 2 ára, hún er dóttir Zoe og Jake Warren, og Jasper, 6 ára, sonur Amöndu og Mark Dyer. Börn Vilhjálms og Katrínar tóku þátt í brúðkaupi fyrir ári þegar frænka þeirra, Pippa Middleton giftist James Matthews. Konungleg blómabörn Á sunnudagskvöldið næst-komandi er góð ástæða til að taka fram dansskóna og góða skapið því það kvöld mun Háskóladansinn standa fyrir svo- kölluðu sunnudanskvöldi á Sólon. Fjörið byrjar kl. 20.30 og mun dansinn duna fram eftir kvöldi. Ætlunin er að taka hressilegan snúning í swing & rock ’n’ roll og boogie-woogie dansi. Allir sem áhuga hafa á að dansa af hjartans lyst eru velkomnir og ekki þarf að taka dansfélaga með. Aðgangur er ókeypis en dansarar eru beðnir um að styrkja staðinn með því að kaupa sér drykkjarföng á barnum. Háskóladansinn, sem er dansfélag fyrir háskólanema, stendur reglu- lega fyrir danskvöldum þar sem þátttakendur mæta og æfa sporin saman. Dansað á Sólon Háskólanemar taka sporið á Sólon á sunnudagskvöldið. haust@haustrestaurant.is | borðapantanir í síma 531 9020 | haustrestaurant.is Haust Restaurant er staðsett á Fosshotel Reykjavík, Þórunnartúni 1 Gæðastund með vinum og fjölskyldu Brunch allar helgar verð 3.950 kr. á mann Alltaf frítt fyrir 5 ára og yngri Hálft ve rð fyrir 6-1 2 ára Alla daga frá 18-21 á Haust Restaurant Kvöldverðarhlaðborð Verð 6.990 kr. á mann FÓLK KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 1 8 . m a í 2 0 1 8 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D 5 -A E 6 8 1 F D 5 -A D 2 C 1 F D 5 -A B F 0 1 F D 5 -A A B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.