Fréttablaðið - 18.05.2018, Page 20

Fréttablaðið - 18.05.2018, Page 20
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Slagorð Comma er fallegt, fágað og töff,“ segir Karen Ómarsdóttir, verslunarstjóri í Comma, þar sem búðin er full af sumarlegum klæðnaði við öll tæki- færi; kjólum, drögtum og fallegum toppum sem auðvelt er að mixa saman. „Comma hefur „mix & match“ í hávegum. Öll snið og efni eru svo kvenleg og falleg og flíkurnar til þess hannaðar að konur geti dressað þær upp og niður eftir mis- munandi tilefnum lífsins. Þannig geta þær klæðst flottum Comma- kjól í vinnunni og dressað hann upp eftir vinnu til að fara sem glæsilegastar í kokteilboð,“ segir Karen innan um lillableika, græna og fjólubláa litatóna sem eru hæst- móðins í sumar, í bland við svart og hvítt. „Maístraumnum fylgir litagleði, blóm og sumar, og allt er jafn mikið í tísku, hvort sem það er sumarkjóll eða dragt. Því er konan vel sett ef hún á eina góða dragt og einn fallegan satíntopp sem hún getur blandað saman við aðrar flíkur og alltaf litið út eins og hún sé í nýju dressi,“ upplýsir Karen og gefur góð ráð til að blanda og breyta dragt og satíntoppi. „Þannig er hægt að mixa dragt- ina við toppinn, dragtarbuxur við galla- eða leðurjakka, dragtarjakka við sparilegan kjól, satíntopp við gallabuxur og þannig útfært eigin stíl hverju sinni. Aðalmálið er að konur njóti þess að nota fötin sín vel og leyfi hugmyndafluginu að ráða, því oftar en ekki kaupa þær spariflík fyrir stór tilefni og nota svo ekki aftur fyrr en við næsta tilefni. Það er kolröng hugsun. Kauptu þér frekar hvíta sumarlega strigaskó og notaðu við kjólinn til að vera vel og fallega klædd en samt töff,“ segir Karen í Comma, sem er verslun fyrir tískumeð- vitaðar og kraftmiklar nútíma- dömur sem vilja bera af í fallegum, fáguðum og töff fötum á vinnustað sem og á viðburðum. „Þessa dagana koma til okkar konur á öllum aldri í leit að fal- legum flíkum fyrir útskriftir vors- ins og brúðkaup sumarsins, og við fáum nýjar vörur vikulega og nýjar tískulínur í hverjum mánuði, í stærðunum 34 til 46. Comma sækir nú markvisst til yngri kvenna og hannar elegant tískulínur fyrir ungar konur á framabraut sem eru að uppfæra sig í gæðum og verðum,“ segir Karen. Fallegt, fágað og töff Er útskrift eða brúðkaup fram undan? Sumarið er komið í Comma og sjón er sögu ríkari þar sem boðorð þýska tískurisans er „Mix it! Wear it! Love it!“ og að skapa sinn eigin persónulega stíl. Comma er á 2. hæð í Smáralind. Comma er líka á Facebook. Litadýrð Kjóll 21.490 kr. Toppur 8.990 kr,. Buxur – svartar 12.900 kr. Glamúr Kjóll með perlum 21.490 kr. Peysujakki 11.990 kr. Buxur hvítar chino 14.990 kr. Hálsmen 4.490 kr. Veðurspáin næstu daga býður varla upp á löng ferðalög þrátt fyrir langa helgi. Margir hugsa sér því gott til glóðarinnar og ætla að taka til í geymslunni, enda eru þær flestar fullar af bráðnauðsynlegum óþarfa sem hefur safnast upp í gegnum tíðina. Mikilvægt er að ganga skipulega til verks og það fyrsta sem þarf að losa sig við er sam- viskubitið. Það er allt í lagi að losa sig við dót sem þú hefur hvorki not fyrir né ánægju af. Erfðagóss í endurvinnslu Margir fá samviskubit yfir því að henda eða losa sig við dót sem þeir hafa fengið í arf eftir frænkur eða frændur, eða í jólagjöf frá vinum og vandamönnum. Þetta geta verið hlutir á borð við styttur, matar- stell, bolla og blómavasa. Þótt þessir hlutir falli í þinn hlut þarf það ekki að þýða að þú verðir að finna þeim stað á þínu heimili. Í staðinn fyrir að setja erfðagóss- ið inn í geymslu er betra að losa sig við það strax. Heimilið er jú þitt og það á að vera fullt af munum sem veita þér gleði en ekki óánægju. Barnadót og -föt Flestar geymslur eru fullar af barnadóti og -fötum sem fólk heldur að komi einhvern tímann öðrum að notum, eða að börnin hafi áhuga á þessum hlutum þegar þau verða fullorðin. Margir geyma til að mynda allt skóladót barnanna sinna fram eftir öllu en með tímanum verður þetta ógurlegur stafli sem erfitt er að ráðast í. Það er algjör óþarfi að geyma hverja einustu skólabók eða teikningu eftir barnið. Betra er að ákveða hversu mikið á að geyma eftir hvert skólaár og losa sig jafn- óðum við hitt. Það gæti t.d. verið ein bók úr hverju fagi og fimm teikningar sem þið barnið veljið í sameiningu. Hvað barnaföt varðar eru afar litlar líkur á að barnabörnin eigi eftir að klæðast þeim. Barnafata- tískan breytist, gamlir blettir koma fram og nást ekki úr og þessi föt dagar því oft uppi. Hægt er að selja fötin eða gefa þau áfram og halda aðeins eftir því sem er ykkur sér- lega kært, svo sem handprjónaða heimagallanum eða peysunni frá langömmu. Ein bók út fyrir hverja nýja Bækur eru eitt af því sem fáir vilja henda en það er hægt að gefa bókum lengra líf með því að gefa þær öðrum eða á markaði eins og Góða hirðinn. Bækur sem þú hefur aldrei lesið og sérð ekki fram á að lesa eru betur komnar hjá öðrum sem hafa áhuga á þeim. Það má t.d. ákveða að fyrir hverja nýja bók sem kemur inn á heimilið fari önnur út. Bækur sem eru í kössum inni í geymslu koma engum að notum og ætti umsvifalaust að losa sig við. Ónotað frístundadót Margir eiga ónotað golfsett, línu- skauta, veiðigræjur eða skíði sem minna aðeins á fögur fyrirheit um holla hreyfingu en hafa þess í stað fengið að safna ryki. Það er miklu auðveldara að sanka að sér frístundadóti en að nota það reglu- lega. Mikið samviskubit getur fylgt því að losa sig við nýtt eða nær ónotað frístundadót, ekki síst af því að það hefur sannarlega kostað skildinginn. Það má því hugsa, hvað ef það þyrfti að borga leigu undir þetta dót? Er það ekki betur komið hjá einhverjum sem hefur not fyrir það? Ef það reynist óyfirstíganlegt verkefni að fara í gegnum dótið í geymslunni gæti verið ráð að fá aðstoð frá fólki sem tekur að sér að skipuleggja slík verkefni. Á að taka til í geymslunni um helgina? Geymslan er gjarnan full af bráðnauðsynlegum óþarfa. NORDICPHOTOS/GETTY Hvað dót á að halda upp á og hvað á að losa sig við þegar tekið er til í geymslunni? Það getur verið snúið að finna út úr því en ýmislegt er hægt að gera til að spara sér tíma og fyrirhöfn. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . m A í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 5 -A 9 7 8 1 F D 5 -A 8 3 C 1 F D 5 -A 7 0 0 1 F D 5 -A 5 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.