Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 22
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Microsoft hefur tilkynnt útgáfu nýs stýripinna fyrir Xbox leikjatölvuna, sem ber heitið „Xbox Adaptive Con troller“. Hann er hannaður til að fleiri ein- staklingar með fötlun geti spilað tölvuleiki og gerir notendum kleift að tengja alls kyns aukahluti sem bæta aðgengi og setja stýringar leikja upp eins og þeim hentar. Milljónir manna um allan heim kjósa að spila tölvuleiki, sem bjóða upp á mun meiri gagnvirkni en önnur vinsæl afþreying eins og kvik- myndir, sjónvarpsþættir og bækur. Til að fleiri geti notið listformsins hefur Microsoft hannað þennan nýja stýripinna, en hefðbundnir stýripinnar geta verið óhentugir fyrir fólk með fötlun og jafnvel hindrað þau í að spila, því þeir eru hannaðir þannig að það þarf að halda um þá með báðum höndum og hreyfa alla fingurna til að nota takkana. Stjórnborð með marga möguleika Nýi stýripinninn er hannaður til að tengjast alls kyns aukahlutum sem eru þegar á markaðnum. Það eru til Xbox stýripinni fyrir fatlaða Tölvufyrirtækið Microsoft hefur tilkynnt nýjan stýripinna fyrir Xbox leikjatölvuna sem er hann- aður sérstaklega fyrir einstaklinga með fötlun. Stýripinninn kemur á markað seinna á þessu ári. Það er hægt að tengja aukahluti við stýripinnann til að leysa af alla venjulegu takkana. MYND/XBOX.COM ýmis fyrirtæki sem selja aukahluti til að hjálpa einstaklingum með fötlun að spila tölvuleiki sem margir eiga nú þegar og tengin á nýja stýripinn- anum eru hönnuð til að passa fyrir þann aukabúnað, svo það sé ekki þörf á að kaupa nýja aukahluti fyrir þessa græju. Nýi stýripinninn virkar líka ekki bara fyrir Xbox One leikja- tölvuna, heldur einnig á PC tölvum sem nota Windows 10. Í raun mætti kalla þetta stjórn- borð frekar en stýripinna. Græjan er ferhyrningslaga og um 30 cm á lengd og framan á henni eru tveir stórir hringlaga takkar sem er hægt að stilla til að virka sem hvaða takki sem er á hefðbundnum stýripinna. Aftan á henni er röð af tengjum og hvert þeirra samsvarar takka á hefð- bundnum stýripinna. Í þau er hægt tengja alls kyns aukahluti sem henta hverjum og einum og setja þann- ig stýringarnar upp eins og manni hentar. Svo eru USB tengi á hliðun- um þar sem er hægt að tengja stýri- pinna sem fylla í skarðið fyrir vinstri og hægri pinnann á hefðbundnum stýripinna. Það verður svo hægt að vista nokkrar mismunandi upp- setningar í minni stýripinnans, ef þörf er á. Það er líka hægt að nota nýja stýripinnann ásamt hefðbundnum stýripinna með því að hafa hluta af stýringunum á þeim nýja og hluta þeirra á hefðbundnum stýripinna, sem er þægilegt fyrir þá sem geta ekki notað báðar hendur. Tölvuleikir eiga að vera fyrir alla Tölvuleikjaheimurinn hefur ekki verið sérlega aðgengilegur fyrir einstaklinga með fötlun til þessa. Það hafa verið stigin skref í rétta átt á síðustu árum, en að mestu leyti hafa stórfyrirtækin sem mala gull á leikjavélum og því sem þeim fylgir látið smærri fyrirtæki sjá um að hanna og framleiða vörur sem auka aðgengið. Þessi nýi stýripinni er skýrasta merkið um að Micro- soft vilji þjónusta einstaklinga með fötlun. Fræinu að nýja stýripinnanum var sáð árið 2015. Nokkrir starfsmenn Microsoft ákváðu að reyna að bæta aðgengi fyrir tölvuleiki og smíðuðu frumgerð, sem var svo þróuð lengra árið eftir. Það ár tilkynnti Phil Spencer, forstjóri tölvuleikjadeildar Microsoft, að tölvuleikir ættu að vera fyrir alla og að það yrði lögð aukin áhersla á að skilja og mæta þörfum einstaklinga með ólíka líkamlega getu. Í fyrra var svo ákveðið að gera frumgerðina að söluvöru í samstarfi við ýmsa hópa sem þekkja vel þarfir einstaklinga með fötlun. Þessari nýju þróun er fagnað. Það er talið til marks um breytingu á tölvuleikjaiðnaðinum að stórfyrir- tæki eins og Microsoft vilji gera sitt besta til að sinna þörfum einstakl- inga með fötlun og það má sterklega gera ráð fyrir að Sony, framleiðandi PlayStation leikjatölvunnar, reyni að hanna svipaða lausn fyrir sína vél. Nýi stýripinninn mun kosta um 10 þúsund krónur í verslun Microsoft og kemur á markað seinna á árinu. Nýi stýripinninn er nokkurs konar stjórnborð sem hægt er að tengja alls kyns aukabúnað við og þannig stilla stýringarnar að eigin þörfum. MYND/XBOX.COM Hefðbundinn Xbox One stýri- pinni hentar ekki öllum. NOR- DICPHOTOS/GETTY Opnunartímar: 1. maí – 30. sept. alla daga kl. 11 - 18 eða eftir samkomulagi Sími: 483 1504 & 483 1082 | husid@husid.com | www.husid.com HÚSIÐ Á EYRARBAKKA Byggðasafn Árnesinga er staðsett í Húsinu, sögufrægum bústað kaupmanna sem var byggt 1765. Húsið er eitt elsta hús landsins og glæsilegur minnisvarði þess tíma er Eyrarbakki var einn helsti verslunarstaður landsins. Þar eru margar og áhugaverðar sýningar um sögu og menningu Árnessýslu, fornfrægt píanó, herðasjal úr mannshári og koppur kóngsins eru meðal sýningargripa. Hlýlegur og heimilislegur andi er aðalsmerki safnsins. Húsið á Eyrarbakka Stendur undir nafni 99x100 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . M A í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 5 -9 5 B 8 1 F D 5 -9 4 7 C 1 F D 5 -9 3 4 0 1 F D 5 -9 2 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.