Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 23
Safnadagurinn F Ö S T U DAG U R 1 8 . m a í 2 0 1 8 Helga Maureen Gylfadóttir, formaður FISOS, og Guðný Dóra Gestsdóttir, formaður ICOM, standa að kynningu á Alþjóðlega safnadeginum sem er í dag. Íslensk söfn um allt land taka þátt. MYND/ SIGTRYGGUR ARI Íslensk söfn iða af lífi alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn í dag undir yfirskriftinni Ofurtengd söfn: Ný nálgun, nýir gestir. alls taka þátt 35.000 söfn í yfir 140 löndum. FíSOS, Félag íslenskra safna og safnmanna, og ICOm, íslandsdeild alþjóðaráðs safna, standa saman að kynningu á deginum. ➛2  Það er gaman að kíkja á safn. Við förum á söfn þegar við erum í fríi til að upplifa eitt­ hvað skemmtilegt, fræðast og sjá áhugaverða hluti. Í huga margra hvílir drungi yfir orðinu „safn“ en það á alls ekki við. Íslensk söfn iða af lífi,“ segir Guðný Dóra Gests­ dóttir, formaður ICOM, Íslands­ deildar Alþjóðaráðs safna. Helga Maureen Gylfadóttir, formaður FÍSOS, Félags íslenskra safna og safnmanna, tekur í sama streng en ICOM og FÍSOS kynna Safna­ daginn sem haldinn er í dag. „Söfn eru frábær og lifandi vettvangur til stefnumóta og þekkingar. Við viljum hvetja landsmenn til þess að heimsækja söfn, Safnadaginn sem aðra daga. Markmið okkar er að gera heim­ sókn á safn jafn eðlilega og að fara í sund,“ segir Helga. „Á söfnum er blásið til ýmissa viðburða, fræðslu fyrir börn, haldnir tónleikar og settar upp smiðjur. Hönnunar­ safnið í Garðabæ er gott dæmi um það en þar eru haldnar reglulegar hugmyndasmiðjur fyrir krakka. Söfnin eru rík af viðburðum sem hægt er að kynna sér á heima­ síðum þeirra.“ Ná til fleiri gesta Helga segir íslensk söfn fylgjast vel með kröfum gesta og standi til að mynda framarlega á heimsvísu hvað varðar tækninýjungar. Eitt af því sem einkenni íslensk söfn sé framsetning sýninga á fleiri en einu tungumáli. Kynningarblað 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D 5 -8 6 E 8 1 F D 5 -8 5 A C 1 F D 5 -8 4 7 0 1 F D 5 -8 3 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.