Fréttablaðið - 18.05.2018, Síða 28

Fréttablaðið - 18.05.2018, Síða 28
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Konunglegt brúðkaup kallar á athygli heimsins. Flestum finnst áhugavert að horfa á fræga fólkið koma prúðbúið til kirkju en gefnar hafa verið út mikilvægar leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að standa fyrir utan kapelluna á laugardag. Fólk þarf að vera vel klætt, myndavélar og stórar töskur eru bannaðar í nærliggjandi umhverfi. Búist er við miklum mannfjölda fyrir utan Windsor á laugardaginn og mikil öryggisgæsla er á svæðinu. Sýnt verður beint frá brúðkaupinu á RÚV og hefst dagskráin kl. 10.10. Margir bíða spenntir eftir að sjá brúðarkjól Meghan en ekki er vitað hvernig hann mun líta út. Konunglegir brúðarkjólar eru eftirsótt umfjöllunarefni fjölmiðla um allan heim. Líklegast er það mörgum enn í fersku minni þegar Díana prinsessa gekk að eiga Karl Breta- prins 29. júlí 1981. Heimsbyggðin fylgdist með í beinni útsendingu þegar Díana gekk inn kirkju- gólfið í gríðarlega skreyttum og miklum brúðarkjól. Sjaldan hefur brúðkaup vakið jafnmikla athygli. Díana er móðir Vilhjálms og Harry, sem nú stendur í sporum föður síns þá. Díana lést í bílslysi 31. ágúst 1997. Karl prins kvæntist aftur Camillu Rosemary Shand í Windsor 9. apríl 2005. Bróðir Harrys, Vilhjálmur, kvæntist Katrínu Middleton 29. apríl 2011 í Westminster Abbey. Þá var mikið um dýrðir í Lundúnum og heimurinn allur fylgdist með í beinni útsendingu. Brúðkaup þeirra Vilhjálms og Katrínar þótti afar glæsilegt. Þau hjónin eiga nú þrjú börn. Það eru þó ekki bara konungleg brúðkaup í Bretlandi. Hákon, krónprins Noregs, gekk að eiga Mette-Marit 25. ágúst 2001. Þá var kátt í norsku höllinni í Ósló og fjöldi gesta fylgdist með. Mette- Marit var einstæð móðir þegar þau Hákon kynntust og voru margir Norðmenn á móti þessum ráðahag. Þau eiga tvö börn saman. Friðrik, krónprins Danmerkur, gekk í heilagt hjónaband með Mary Elízabeth Donaldson þann 14. maí 2004 í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn. Þar með fékk hún nafnbótina krónprinsessa en hún verður drottning Danmerkur þegar Friðrik tekur við af móður sinni. Mary er frá Tasmaníu þar sem hún var alin upp á borgara- legan hátt. Danir hafa ávallt verið ánægðir með val Friðriks en þau Mary eiga fjögur börn. Viktoría krónprinsessa í Svíþjóð giftist Daniel Westling 19. júní 2010. Þau kynntust þegar hann var einkaþjálfari hennar. Daniel fékk nafnbótina prins þegar hann kvæntist Viktoríu og var gerður að hertoga af Vestur-Gautlandi. Þau hjónin eiga tvö börn. Það voru margir farnir að efast um að Albert, prins af Mónakó, myndi ganga út. Það kom því mörgum skemmtilega á óvart þegar hann trúlofaði sig í júní 2010 og bauð síðan í brúðkaupsveislu Heimurinn horfir til Bretlands Það verður stór dagur í Bretlandi á morgun þegar Harry prins og Meghan Markle ganga í hjóna- band í St George’s kapellu í Windsor kastala. Athöfnin hefst kl. 11 að íslenskum tíma. 1. Karl prins og Díana giftu sig 29. júlí 1981. Karl prins og Camilla Parker Bowles giftu sig 9. apríl 2005. Katrín og Vilhjálmur prins giftu sig 29. apríl 2011. MynDir/nOrDiCPHOTOS/GETTy Friðrik krónprins og Mary Donald- son giftu sig 14. maí 2004. Hákon, krónprins noregs, og Mette- Marit giftu sig í Ósló 25. ágúst 2001. 2. Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, og Daníel giftu sig í Stokkhólmi 19. júní 2010. 3. Charlene og Albert ii, prins af Mónakó, giftu sig 2. júlí 2011. sína og Charlene Wittstock í júlí 2011. Það var tveggja daga veisla í höllinni og sjaldan verið jafnmikið tilstand í Mónakó eða frá því að móðir hans, Hollywood-stjarnan Grace Kelly, gekk að eiga föður Alberts, Rainier prins. Þau hjónin eignuðust tvíbura í desember 2014. 1 2 3 Þann 14. júní n.k. mun stórglæsilegt sérblað um HM í knattspyrnu fylgja Fréttablaðinu. Áfram Ísland Blaðið kemur út sama dag og flautað er til leiks á mótinu. Fyrsti leikur Íslands er tveim dögum síðar, gegn ljón sterku liði Argentínu. Í blaðinu er að finna eitthvað fyrir alla. Gallharðir fótboltaáhugamenn fá sinn skammt af áhugaverðum viðtölum og fróðleik. Auk þess er slegið á léttari strengi fyrir þá sem hafa almennt minni áhuga á boltanum en eru að sjálfsögðu gallharðir stuðningsmenn íslenska liðsins. Í blaðinu verður einnig að finna stórt leikjadagatal sem auðvelt er að kippa út úr blaðinu og færa inn úrslit leikja jafnóðum á meðan á mótinu stendur. Áhugasamir auglýsendur geta fengið nánari upplýsingar í síma 512 5402 eða með því að senda póst á netfangið serblod@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 8 KynninGArBLAÐ FÓLK 1 8 . M A í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D 5 -9 A A 8 1 F D 5 -9 9 6 C 1 F D 5 -9 8 3 0 1 F D 5 -9 6 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.