Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 44
Ævintýralegir brúðarkjólar Konungleg brúðkaup – fyrir þá sem hafa áhuga á kóngafólki og öllu því tilstandi sem því fylgir þá er fram undan ákveðin gósen­ tíð en á morgun gengur Harry Bretaprins að eiga bandarísku leikkonuna Meghan Markle við hátíðlega athöfn í Lundúnum. Ævintýralegir kjólar með mörg hundruð metrum af silki, blúndum og tjulli hafa liðið um kirkjugólfin í gegnum tíðina og Glamour rifjar hér upp nokkra flotta. Grace Kelly Bandaríska leik­ konan Grace Kelly gekk að eiga Prince Rainier III af Món­ akó árið 1956. Hún klæddist kjól frá búningahönnuðin­ um Helen Rose og var kjóllinn gjöf frá MGM kvikmynda­ verinu sem Kelly vann hjá. Kjóllinn var í 10 hlutum, allt frá undirkjól að slöri. Rúmlega 300 metrar af efni voru notaðir í kjólinn sjálfan. Mary, krónprinsessa í Danmörku Hin ástralska Mary gekk að eiga Friðrik krón­ prins af Danmörku árið 2004. Hún valdi danska hönnuðinn Uffe Stark til að hanna kjólinn sem var einfaldur úr beinhvítu silki. Mary lét sauma giftingarhring móður sinnar inn í kjólinn svo hann væri nálægt hjartanu. Þá var Mary með slör sem krónprinsessa Svíþjóðar, Margrét, hafði áður notað. Kórónan var svo gjöf frá Mar­ gréti Danadrottningu og Hinrik prins. Elísabet BretadrottningÞegar Elísabet Bretadrottn­ing gekk að eiga Filippus prins, hertoga af Edinborg, árið 1947 var hún í kjól úr smiðju hönnuðarins Normans Hartnell. Kjóllinn var úr silki, með 4 metra slöri og yfir 10 þúsund ísaumuðum perlum og demöntum. Díana prinsessa Það er ekki hægt að hafa svona úttekt án þess að fjalla um brúðarkjól Díönu prinsessu, sem hún klæddist er hún gekk að eiga Karl Bretaprins árið 1981. Púffermar, kóróna og risa­ vaxinn brúðar­ vöndur. Kjóllinn er úr smiðju þeirra Davids og Elizabeth Emanuel með rúm­ lega 250 metrum af perluskreyttu efni. Katrín, hertogaynja af Cambrigde Katrín og Vilhjálmur Bretaprins giftust árið 2011 og fékk hún mikið lof fyrir brúðarkjólinn sem Sarah Burton hjá Alexander McQueen hannaði. Kjólnum þótti svipa til þess sem Grace Kelly klæddist. Kjóllinn var úr silki og blúndu og bara slörið 210 metrar af efni. Erdem. Þessir hönnuðir teljast líklegir til að hanna brúðar­ kjólinn. Stella McCartney. Ralph & Russo. Farðu inn á Glamour.is og fáðu daglegar fréttir úr heimi hönnunar, lífsstíls og tísku. l Facebook l Instagram l Twitter Hver hannar fyrir Meghan? Markle getur líklega valið á milli helstu tískuhúsa í heim- inum þegar kemur að hönnun brúðarkjólsins en ástralska hönnunartvíeykið Ralph & Russo er talið verða fyrir val- inu. Merkið er í uppáhaldi hjá Markle sem klæddist einmitt kjól frá þeim þegar þau Harry tilkynntu trúlofun sína. Ralph & Russo eru þekktir fyrir að hanna kjóla sem hæfa rauða dreglinum vel og eru í uppáhaldi hjá stjörnum á borð við Angelinu Jolie og Gwyneth Paltrow. Það er samt ekkert staðfest í þessum efnum en aðrir hönnuðir og tískuhús sem hafa verið nefnd í þessu samhengi eru Burberry, Stella McCartney, Erdem og Roland Mouret. 1 8 . M a í 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U R28 l í F i ð ∙ F R É T T a B l a ð i ð Lífið 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D 5 -9 F 9 8 1 F D 5 -9 E 5 C 1 F D 5 -9 D 2 0 1 F D 5 -9 B E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.