Feykir - 20.04.2016, Page 8
8 15/2016
Guðbrandur Magnússon
gegndi starfi ritstjóra
Feykis á tímabilinu
1982-1985. Hann segir
Feykisárin hafa verið
viðburðarík og skemmtileg
en jafnframt erilsöm.
Meðal eftirminnilegs
umfjöllunarefnis í Feyki
nefnir hann göngur
á Eyvindarstaðaheiði
með úrvalsfólki úr
Lýtingsstaðahreppi, viðtal
á bökkum Ströngukvíslar
við „uppreisnarmenn“
úr röðum hrossabænda
og fleira.
-Tildrög þess að ég var ráðinn
ritstjóri Feykis voru að ég var á
þessum tíma starfandi hjá
Prentverki Odds Björnssonar á
Akureyri, en þar var Feykir
brotinn um og prentaður fyrstu
árin. Ég fylgdist vel með þessum
byrjunarskrefum. Ritnefndin
sem þá var hafði mikil afskipti af
útgáfu blaðsins og ég þekkti alla
ritnefndarmennina eitthvað.
Þetta voru þeir séra Hjálmar
Jónsson, Jón Hjartarson skóla-
meistari, Hilmir Jóhannesson,
Árni Ragnarsson og Jón
Ásbergsson, sem ásamt Baldri
Hafstað fyrsta ritstjóra blaðsins
komu gjarnan norður. Þeir
höfðu greinilega mjög gaman af
þessu stússi sem fylgdi. Sú
hugmynd fæddist svo einhvern
tímann, að ég myndi flytja aftur
heim á Krók og setja upp tæki
Fylgdist með byrjunarskrefum Feykis og
flutti á Krókinn til að starfa við blaðið
Fyrrum ritstjórar rifja upp Feykisárin Guðbrandur Magnússon ritstjóri 1982-1985
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
og aðstöðu til að brjóta um
blaðið þar, ásamt því að ég tæki
að mér að ritstýra blaðinu. Þetta
varð úr og ég kom mér fyrir í
bæjarstjórnarsalnum í gamla
barnaskólanum.
Ég veit ekki hvernig þetta er
núna á Feyki, en þá sá ég um allt
sem fylgir svona blaðaútgáfu.
Tók myndirnar, skrifaði fréttir,
seldi auglýsingar og braut um
blaðið og skipulagði dreifing-
una. Þetta var erilsamt en
skemmtilegt. Kvöldið fyrir
útgáfudag var unnið frameftir
og umbrot og prófarkalestur
blaðsins klárað. Hjalti Pálsson
sá um prófarkalesturinn. Ég
endaði kvöldið eða nóttina með
því að keyra með umbrotnar
síður heim til Magnúsar
Svavarssonar, sem þá keyrði
reglulega milli Sauðárkróks og
Akureyrar. Hann fór með blaðið
í prentsmiðjuna og á meðan
hann var að keyra á milli
fyrirtækja á Akureyri var blaðið
prentað og svo kom hann með
það að kvöldi tilbúið.
Eftir að vinnsla blaðsins
fluttist til Sauðárkróks var hægt
að vera með nýrri fréttir í
blaðinu en áður hafði verið
mögulegt. Fyrst og fremst
skapaðist þó við það ákveðin
festa, blaðið hafði ritstjórnar-
skrifstofu sem allir vissu hvar
var og var opin alla daga. Rit-
nefndin hittist reglulega í
hádeginu á mánudögum í
Hressingarskálanum, en þar að
auki átti ég mest samskipti við
séra Hjálmar, sem var með
skrifstofu í Safnaðarheimilinu
hinum megin við Aðalgötuna.
Við fengum okkur gjarnan kaffi
og vínarbrauð síðdegis.
Uppbyggingu Stein-
ullarverksmiðjunnar
og endalausar deilur
um riðuveiki efst
á baugi
Ég var ritstjóri Feykis í um
fjögur ár. Þetta var skemmti-
legur tími og ég kynntist mörg-
um. Fór vítt um Norðurland
vestra á fundi og mannfagnaði, í
göngur og fjallaferðir til að taka
myndir og viðtöl. Svo komu til
liðs við mig einnig þeir Magnús
Ólafs-son á Sveinstöðum og
Hávar Sigurjónsson, sem tók
svo við ritstjórninni þegar ég
flutti burtu.
Meðal þeirra mála sem efst
voru á baugi á þessum árum má
nefna uppbyggingu Steinullar-
verksmiðjunnar, endalausar
deilur um riðuveiki, viðkvæmar
kosningar um áfengisútsölu á
Króknum og deilur meðal
framsóknarmanna, sem end-
uðu með sérframboði svokall-
aðra göngumanna. Á Sauðár-
króki lífgaði Sumarsæluvika
uppá tilveruna, Tindastóll
komst upp í aðra deild í fót-
bolta, Skagfirðingabúð opnaði
og svona mætti lengi telja.
Minnisstæðar eru göngur á
Eyvindarstaðaheiði með úrvals-
fólki úr Lýtingsstaðahreppi,
viðtal á bökkum Ströngukvíslar
við „uppreisnarmenn“ úr röð-
um hrossabænda sem ráku
hross sín gegn vilja stjórnvalda á
Auðkúlu- og Eyvindarstaða-
heiðar og mikil fundahöld og
eftirmálar um beitarþol. Á þess-
um tíma var einnig merkilegur
viðtalsflokkur um konur í
Skagafirði og fleira mætti nefna.
Fjölmargir lögðu leið sína
inn á ritstjórnarskrifstofuna.
Fremstur í flokki var Gvendur
dýri, síungur og skemmtilegur.
Sömuleiðis var hressandi að fá
Björn á Sveinsstöðum gust-
mikinn inn á gólf til sín, og þá
ekki síður Þorberg Þorsteinsson
léttmildan. Geirlaugur Magnús-
son, ljóðskáld og kennari bjó í
suðurendanum í gamla barna-
skólaum. Ég varð reyndar lítið
var við Geirlaug, en þó fór vera
hans í húsinu ekki fram hjá
neinum, því lyktin af frönsku
sígarettunum hans smaug um
alla bjálka hússins.
Guðbrandur á góðum degi. MYND: ÚR EINKASAFNI
Nokkrar klippur frá ritstjórnartíma Guðbrands Magnússonar.