Fréttablaðið - 25.05.2018, Page 2

Fréttablaðið - 25.05.2018, Page 2
Veður Útlit fyrir suðvestanátt með skúrum en bjartviðri á norðaustanverðu landinu með morgninum. Það styttir þó upp víðast hvar fyrir hádegi. Síðdegis snýst smám saman í vaxandi suðaustanátt og fer að rigna, en áfram er þó þurrkur norð- austan til. SJÁ SÍÐU 32  Alþjóðlegi rathlaupsdagurinn haldinn í gær Alþjóðlegi rathlaupsdagurinn var haldinn við Snælandsskóla í gær. Þá var vígð ný föst braut í Fossvogsdal sem var kosin í Okkar Kópavogur. Brautin inniheldur 20 pósta og þátttakendur reyna að finna sem flesta þeirra. Ekki var annað að sjá en að krakkarnir hefðu skemmt sér vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin • 4 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveikja í öllum tökkum • Tvöfalt einangrað lok • Stór posulínshúðuð efri grind • Gashella - Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Fáanlegt með niðurfellanlegum hliðarborðum - Nr. 12952 - Svart • Grillflötur 65 x 44 cm 89.900 • Afl 14,8 KW Frá Þýskalandi Opið skírdag 12-16 Laugardag 11-16 Fáanlegt með niðurfellanlegum hliðarborðum Nr. 12952 - Án gashellu - Svart Þýsk gæði í 50 ár ÁRNESHREPPUR Þjóðskrá hefur lokið við að yfirfara lögheimilisskráning- ar átján einstaklinga í Árneshreppi sem þóttu vafasamar. Skráningar þeirra þriggja einstaklinga sem eftir stóðu voru allar felldar niður í gær. „Við höfum lokið okkar athug- un á þessum málum átján ein- staklinga sem voru til skoðunar,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri á stjórnsýslusviði Þjóð- skrár. „Þessar þrjár síðustu tilkynn- ingar um skráningu lögheimilis í Árneshreppi voru felldar niður í dag,“ segir Ástríður og viðkomandi hafa því aftur verið skráðir á fyrra heimilisfang. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Hrafn Jökulsson, einn þessara átján, hafi fengið bréflega staðfest- ingu þess að rétt lögheimili hans væri í Árneshreppi. „Nú get ég loksins sungið glaður ég er kominn heim,“ sagði Hrafn í samtali við Fréttablaðið í gær. „Og ég er glaður og þakklátur yfir að réttlætið skyldi ná fram að ganga.“ – þþ Þrír gerðir afturreka en Hrafn fær að halda heimili Hrafn Jökulsson rithöfundur. LÖGREGLUMÁL Ógreiddar sektir vegna umferðarlagabrota frá árinu 2008 nema rúmum 633 milljónum króna. Þar af eru rúmar 418 millj- ónir til komnar vegna áranna 2015- 2017. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Miðflokksmannsins Birgis Þórarinssonar. Fyrirspurnin sneri að því hve stór hluti sektanna ætti rætur sínar að rekja til erlendra ferðamanna en ekki var unnt að svara því hve há sú upphæð var þar sem sektir eru ekki flokkaðar eftir þjóðerni. Í frétt Fréttablaðsins í nóvember í fyrra kom fram að varlega áætlað næmi upphæð ógreiddra sekta fyrir árið 2016 um 180 milljónum. Upp- hæð fyrir það ár stendur nú í tæpum 134 milljónum. – jóe Hálfs milljarðs umferðarsektir óinnheimtar UTANRÍKISMÁL „Sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi bað um fund vegna undirskriftasöfnunarinnar og þess- arar pressu hér á landi um að Ísland taki ekki þátt í Eurovision-keppn- inni í Ísrael á næsta ári og eins og kurteisra manna er siður þá urðum við við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenskra Eurovision-fara. Felix sat fundinn í fjarveru Skarp- héðins Guðmundssonar, dagskrár- stjóra RÚV, sem er erlendis, en fund- inn sat einnig framkvæmdastjórn Eurovision-keppninnar á Íslandi. Um 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland taki ekki þátt í Eurovison í Ísrael á næsta ári. „Okkar hlutverk á þessum fundi var nú fyrst og fremst að hlusta á og heyra hans sjónarmið í málinu en svo höldum við bara áfram að vinna að málinu hér innanhúss eins og áður,“ segir Felix. Hann segir að ef ákveðið yrði að Ísland taki ekki þátt í keppninni yrði sú ákvörðun ekki tekin fyrr en í haust. „Við munum taka okkur þann tíma sem við þurfum til að fara í gegnum málið og hlusta á þá sem vilja við okkur tala,“ segir Felix. „Þetta var afslappaður og ágætur fundur. Þau hlustuðu á mín sjónar- mið og gerðu mér grein fyrir því að formlegur ferill við ákvörðun um þátttöku í keppninni væri ekki hafinn en gáfu mér engin fyrirheit um ákvörðun í því, hvorki jákvæð né neikvæð,“ segir Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, og bætir við: „En það var mikilvægt fyrir mig að koma því á framfæri að Ísrael myndi bíða þeirra án tillits til þess í hvaða borg keppnin fer fram. Sendiherrann boðaði til blaða- mannafundar í Reykjavík í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhorni Ísraelsmanna. Í yfirlýs- ingu hans á fundinum kom fram að, eins og umræðan hér á landi blasti við honum virtust íslenskir fjöl- miðlar hafa þau viðhorf til átakanna á Gasa að Ísraelar hefðu viljandi og af blóðþorsta drepið fjölda frið- samra mótmælenda fyrr í mánuð- inum. Hann sagði þetta eins langt frá sannleikanum og hugsast gæti. adalheidur@frettabladid.is Segir fréttaflutning frá Gasa mjög villandi Sendiherra Ísraela gagnvart Íslandi fundaði með RÚV í gær vegna þrýstings á að Íslendingar sitji heima þegar Eurovision fer fram á næsta ári. Hann segir Ísraela ekki hafa viljandi drepið friðsama mótmælendur fyrr í mánuðinum. Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhóli Ísraelsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Okkar hlutverk á þessum fundi var nú fyrst og fremst að hlusta á og heyra hans sjónarmið í málinu. Felix Bergsson, farastjóri íslenskra Eurovision-fara 2 5 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 6 -9 9 D 4 1 F E 6 -9 8 9 8 1 F E 6 -9 7 5 C 1 F E 6 -9 6 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.