Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 6
Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is Íbúar í Reykjavík 1. janúar 2014 121.230 1. janúar 2018 126.041 Skuldir á hvern íbúa 2.356.793kr. Skuldahlutfall nú* 187% Skuldahlutfall árið 2014 216% *Samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Reykjavík2018 Úrslit sveitarstjórnar- kosninga 2014 Dögun og umbótasinnar 1,4% Alþýðufylkingin 0,4% Sjálfstæðisflokkurinn 4 fulltrúar 25,7% Samfylkingin 5 fulltrúar 31,9% Framsókn 2 fulltrúar 10,7% Vinstri græn 1 fulltrúi 8,3% Björt framtíð 2 fulltrúar 15,6% Píratar 1 fulltrúi 5,9% WWW.GÁP.IS GÁP | FAXAFEN 7 | 108 REYKJAVÍK | 520-0200 KRAKKAHJÓL Í MIKLU ÚRVALI Fjöldi íbúða eftir sveitarfélögum í lok hvers árs. Taldar eru þær matsein- ingar sem hafa íbúðanotkun og eru komnar á matsstig fjögur eða hærra. Fjöldi íbúða í Reykjavík Ár Fjöldi íbúða Fjölgun ár frá ári 2008 49.638 2009 49.721 83 2010 50.149 428 2011 50.155 6 2012 50.251 96 2013 50.502 251 2014 50.896 394 2015 51.158 262 2016 51.793 635 2017 52.115 322 Fjölgun íbúða frá 2008-2017 2477 Heimild: Þjóðskrá 16 stjórnmálahreyfingar bjóða fram lista í kosningunum um helgina. B - Framsókn Ingvar Mar Jónsson C - Viðreisn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir D - Sjálfstæðisflokkur Eyþór Laxdal Arnalds E - Íslenska þjóðfylkingin Guðmundur Karl Þorleifsson F - Flokkur fólksins Kolbrún Baldursdóttir H - Höfuðborgarlistinn Björg Kristín Sigþórsdóttir J - Sósíalistaflokkur Íslands Sanna Magdalena Mörtudóttir K - Kvennahreyfingin Ólöf Magnúsdóttir M - Miðflokkurinn Vigdís Hauksdóttir O - Borgin okkar - Reykjavík Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir P - Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir R - Alþýðufylkingin Þorvaldur Þorvaldsson S - Samfylkingin Dagur B. Eggertsson V - Vinstri hreyfingin – grænt framboð Líf Magneudóttir Y - Karlalistinn Gunnar Kristinn Þórðarson Þ - Frelsisflokkurinn Gunnlaugur Ingvarsson Oddvitar í Reykjavík Á morgun ganga Reykvíkingar að kjörborðinu og velja sér 23 borgar- fulltrúa til næstu fjögurra ára. Í kosningabaráttunni hafa valkostir borgarbúa kristallast í því að meiri- hlutinn hefur myndað blokk sem vill starfa áfram næstu fjögur árin. Borgarfulltrúum fjölgar um átta eftir þessar kosningar og þarf nú 12 borgarfulltrúa til að mynda meiri- hluta, frá átta sem nú er. Frá árinu 2008 hefur íbúðum í Reykjavík fjölgað um tæplega 2.500. Á þessu kjörtímabili hefur þeim fjölgað um 1.613. Á sama tíma hefur íbúum í Reykjavík fjölgað um tæp- lega fimm þúsund. Húsnæðismál hafa verið ofarlega á baugi í kosn- ingabaráttunni í Reykjavík. Eitt helsta kosningamál Sam- fylkingarinnar fyrir kosningarnar árið 2014, svokallaður húsnæðis- pakki, var að hefja uppbyggingu á 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðum á næstu árum. Til að mynda átti að byggja um eitt þúsund stúdenta- íbúðir. Ljóst þykir að þetta kosningafyrir- heit Samfylkingarinnar hefur ekki verið efnt að fullu. Eru allir flokkar sammála um að skortur sé á hús- næði innan borgarinnar og verð á íbúðarhúsnæði hefur hækkað mikið. Svo mikið hefur fasteigna- verð hækkað að einstaklingar og fjölskyldur hafa flúið borgina og keypt sér eignir, eða leigt sér íbúðar- húsnæði, í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Átta flokkar buðu fram fyrir fjór- um árum, sextán nú. „Það getur vel verið að þetta póli- tíska landslag sé komið til að vera í Reykjavík og að framboðin verði mjög mörg í borginni eitthvað inn í framtíðina,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmála- fræði við viðskipta- og raunvísinda- deild Háskólans á Akureyri. „Það er lægri þröskuldur nú með auknum fjölda borgarfulltrúa. Einnig verður það að segjast að það er auðveldara að fara af stað núna og bjóða fram lista með auðveldum boðleiðum til fólks í gegnum netið. Þetta gefur minni framboðum aukna von. Því gætum við séð að þetta landslag sé komið til að vera í Reykjavík.“ Það gæti haft mikil áhrif á fram- tíð meirihluta Reykjavíkurborgar hvernig litlum framboðum reiðir 2.500 nýjar íbúðir frá hruni í borginni Skýrir valkostir hafa myndast fyrir borgarbúa í komandi sveitarstjórnarkosningum. Minni framboðin gætu stuðlað að falli meirihlut- ans. Reykvíkingar geta valið um sextán mismunandi framboðslista. Húsnæðismál í borginni eru ofar á baugi en mörg önnur málefni. af, að mati Grétars Þórs. Hann segir litlu framboðin í raun vera meiri ógn við meirihlutann en Sjálfstæðis- flokkurinn er. „Minni framboðin geta haft mikil áhrif á það hvort meirihlutinn haldi velli. Ef minni framboðin, sem eru í raun með lítið fylgi, ná inn mönnum með tæplega fjögurra prósenta fylgi gæti það fellt meirihlutann. Það er líklega meiri ógn en virðist stafa af Sjálfstæðisflokknum sem er ekki að stækka í könnunum þegar á líður,“ segir Grétar Þór. Samfylkingin fékk um 32 pró- sent atkvæða í kosningunum fyrir fjórum árum og Sjálfstæðisflokkur- inn tæp 26 prósent. Flokkarnir tveir hafa verið að mælast á svipuðu róli að undanförnu. Framsóknarflokk- urinn fékk 10,7 prósent síðast en virðist nú vera að berjast um að ná inn manni. Einnig fékk Björt fram- tíð rúmlega fimmtán prósenta fylgi síðast og það fylgi mun leita á náðir annarra flokka að þessu sinni. Grétar nefnir að fylgi Sjálfstæðis- flokksins nú, sem breytist lítið frá því fyrir fjórum árum, sýni að flokkurinn sé að fá svipað fylgi í Reykjavík og á landinu öllu. „Þeir fengu 25,7 prósent síðast og árið 2010 fékk flokkurinn 33 prósent þrátt fyrir innkomu Besta flokksins og Jóns Gnarr. Það virðist fylgjast svolítið að, fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og fylgið á landinu öllu. Á sama tíma mælist Framsóknar- flokkurinn langt undir kjörfylgi til Alþingis og Samfylkingin er að mælast mun hærri en á landinu öllu,“ segir Grétar. Grétar sér fyrir sér spennandi kosninganótt í Reykjavík. „Ef meiri- hlutinn er til að mynda að mælast aðeins of hátt getur þetta orðið hörkuspennandi. Einnig hvort litlu framboðin nái inn mönnum og felli þannig meirihlutann. Það gæti stefnt í það á endanum að meiri- hlutinn standi og falli með því hvort nýju framboðin nái inn eða ekki.“ Stærsti sigurvegari þessara kosninga, ef spár rætast, gæti orðið Miðflokkurinn, sem einnig státaði af afar góðu gengi í Alþingiskosn- ingunum síðastliðið haust. „Stóra fréttin gæti verið að litast upp þann- ig að Miðflokkurinn verði sigur- vegarinn og gæti vel endað með um tíu sveitarstjórnarmenn á landinu öllu. VG er nú á svipuðu róli og Björt framtíð náði inn 11 mönnum síðast. Það yrði gott veganesti fyrir Miðflokkinn en þeir bjóða fram í 12 sveitarfélögum,“ segir Grétar Þór að lokum. 2 5 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K N Ý. p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 6 -C 1 5 4 1 F E 6 -C 0 1 8 1 F E 6 -B E D C 1 F E 6 -B D A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.