Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 8
TA K M A R K A Ð M AG N B Í L A Á T I L B O Ð S V E R Ð I HVERN KÝST ÞÚ? Jeep ® is a registered trademark of FCA US LLC. jeep.is CHEROKEE FRÁ KR. 6.390.000 TILBOÐ FRÁ: KR. 5.690.000 GRAND CHEROKEE FRÁ KR. 8.690.000 TILBOÐ FRÁ: KR. 7.690.000 RENEGADE FRÁ KR. 4.390.000 TILBOÐ FRÁ: KR. 3.790.000 WRANGLER NÝR BÍLL VÆNTANLEGUR COMPASS FRÁ KR. 5.490.000 ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF · UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI · WWW.JEEP.IS ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.ISBAND.IS · OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 · LAUGARDAGA 12-16 SAMFÉLAG Myndbandaveitunni YouTube má líkja við frumskóg. Notendur eru 1.300.000.000 tals- ins og allt að 300 klukkustundum af myndbandsefni er hlaðið inn á síðuna á hverri mínútu. Myndbönd af ýmsum toga er þar að finna en einnig teiknimyndir og efni sem ætlað er börnum. Sumt er óvið- eigandi efni með afbrigðilegum og kynferðislegum undirtóni sem og ofbeldisfullt efni. Foreldrar hafa sérstaklega orðið varir við mynd- bönd sem sýna ofurhetjuna Spi- derman og Elsu, úr Disney-teikni- myndinni vinsælu Frozen, eiga samskipti og hegða sér á vægast sagt undarlegan hátt. Þá hefur hin geysivinsæla Peppa pig verið endurgerð í óþægilegri útgáfu og önnur ofbeldisfull myndbönd, sem virðast sakleysisleg í fyrstu, leggjast þungt á ungar sálir. Hrefna Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir SAFT netöryggisverk- efninu, segir YouTube hafa verið til umræðu meðal foreldra. „Foreldrar kvarta yfir því að þar séu óviðeig- andi myndbönd og efni á rásum fyrir börn sem þau eru þá að rekast óvænt á. Foreldrar halda að barnið sé að horfa á barnaefni en bregður þegar raunin er önnur,“ segir Hrefna. „Það sem foreldrar geta gert er að sýna ábyrgð og fylgjast með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.“ Hægt er að sía út óæski- legt efni með því að haka við „rest- ricted mode“ eða „safety mode“. Um er að ræða flipa sem takmarkar aðgang að efni sem aðrir notendur eða YouTube sjálft hefur merkt við.“ YouTube er aðeins ætlað börnum 13 ára og eldri en fyrirtækið viður- kenndi hins vegar þennan vanda og stofnaði fyrir ári YouTube Kids. Sú rás átti eingöngu að innihalda efni sem væri við hæfi barna og færi í gegnum síu. Raunin varð hins vegar sú að bíræfnir notendur á YouTube náðu sínum myndböndum í gegn- um síuna á YouTube Kids. Hrefna segir að hagsmunasamtök til verndar börnum víða um heim láti reglulega til sín taka. „Við erum í stöðugu sambandi við forsvars- menn stærstu samfélagsmiðlanna, þ. á m. YouTube. Þau hafa gert ráð- stafanir og vinna hörðum höndum að því að gera síðuna öruggari. Nú þegar er búið að gera einhverjar breytingar, þar sem foreldrar geta handvalið stöðvar sem börnin þeirra eru að horfa á. En þetta verður aldrei fullkomið. Netið er umfangsmikið og erfitt að sía burt allt óviðeigandi efni. Foreldrar verða að vera vakandi fyrir þessu. Sérstaklega hjá yngri börnum. Við myndum ekki skilja litla barnið okkar eftir á einhverj- um leikvelli, þetta er eins. For- eldrar þurfa að fylgjast með hvað börnin eru að gera í snjalltækjum og tölvum og hafa umsjón með því. Þetta er líka spurning um tíma, að láta þau ekki hanga þarna tímunum saman. Við þurfum í rauninni öll að vinna saman að þessu; hið opin- bera, skólakerfið, iðnaðurinn og fjölskyldur,“ segir Hrefna. „Til þess að þau geti lært að forðast hætturn- ar og umgangast þessa helstu miðla þurfa þau að vera meðvituð og öðl- ast gagnrýna hugsun. Við þurfum að kenna þeim hvernig þau eiga að haga sér á netinu og í samskiptum. Þetta er orðið hluti af uppeldinu í dag.“ gunnthorunn@frettabladid.is Klámfengnu efni sérstaklega beint að börnum á YouTube Ofbeldisfullt og klámfengið myndefni sem ætlað er börnum finnst víða á YouTube. Fyrirtækið hefur einsett sér að taka veituna í gegn en það hefur reynst þrautin þyngri. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að foreldrar þurfi að kynna sér málið enda sé fræðsla um internetið orðin hluti af uppeldi barna í dag. Á þetta myndband með Elsu og Spiderman hefur verið horft oftar en fjórum milljón sinnum. SKJÁSKOT/YOUTUBE STJÓRNMÁL Stuðningur við ríkis- stjórnina mælist 49,8 prósent í nýrri könnun MMR sem birt var í gær. Í síðustu könnun var stuðningur við ríkisstjórnina um 52,8 prósent. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn á Alþingi, þó fylgi flokksins dragist saman um tæpt prósentustig milli kannana. Fylgi Vinstri grænna mælist 12 prósent en var 13,7 prósent síðast. Fram- sóknarflokkurinn mælist með 10,1 prósent en hafði áður 8,2 prósent. Samfylkingin er næststærsti flokk- urinn á Alþingi með 14,6 prósenta fylgi sem er jafn mikið og flokkurinn fékk í síðustu könnun. Stuðningur við Pírata mælist rúm 14 prósent og flokkurinn bætir við sig rúmu prósentustigi. Þá styðja 9,8 prósent Miðflokk. Alls sagðist 7,1 prósent styðja Við- reisn og 5,6 prósent Flokk fólksins. Aðrir flokkar mældust með þrjú prósent samanlagt. Könnunin var gerð dagana 16. til 22. maí en 929 einstaklingar, 18 ára og eldri, voru valdir handahófs- kennt úr hópi álitsgjafa MMR. – ósk Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur á Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 5 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 6 -D 5 1 4 1 F E 6 -D 3 D 8 1 F E 6 -D 2 9 C 1 F E 6 -D 1 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.