Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 12
Rafvirkjar LED flóðkastarar Endursöluaðilar um land allt Snjöll lýsing! OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið að þínum þörfum með Appi Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 olafsson.is ÚKRAÍNA Fjölþjóðlegt rannsóknar- teymi, sem Hollendingar leiða, greindi í gær frá því að rannsókn teymisins hefði leitt í ljós að rúss- nesk eldflaug var notuð til að skjóta niður flug MH17 yfir austurhluta Úkraínu árið 2014 þegar vélin var á leið frá Amsterdam til Kúala Lúmpúr. Alls fórust 298 almennir borgarar þegar flugvélin var skotin niður, 283 farþegar og fimmtán manna áhöfn. Enginn lifði árásina af en Hollendingar voru stærstur hluti hinna látnu, alls 193. Rússar hafa lengi verið sakaðir um að bera ábyrgð á málinu. Fljót- lega eftir árásina sökuðu meðal ann- ars Þjóðverjar og Bandaríkjamenn þá um að hafa komið að málinu. Öryggismálastofnun Hollendinga greindi frá því árið 2015 að rúss- nesk Buk-eldflaug hefði grandað vélinni. Henni hafi verið skotið frá svæði undir stjórn aðskilnaðar- sinna, hliðhollra Rússlandi, í Aust- ur-Úkraínu. Ári síðar komst fyrr- nefnt rann sóknar teymi (JIT) að því að eldflaugakerfið hefði komið frá Rússlandi og til Úkraínu sama dag og flugvélin var skotin niður. Samkvæmt yfirlýsingu JIT frá því í gær hefur teymið nú staðfest að Buk-eldflaugin kom frá 53. loft- varnaherdeild rússneska hersins. „Öll farartækin í bílalestinni sem flutti eldflaugina tilheyrðu rúss- neska hernum,“ sagði Wilbert Paulissen, einn rannsakenda. Rússar tóku illa í yfirlýsinguna og höfnuðu allri aðkomu sinni að málinu. Varnarmálaráðuneytið hvatti rannsóknarteymið til þess að skoða „raunverulegar staðreyndir“ um málið. „Ekki ein einasta loftvarnareld- flaug úr eldflaugakerfi rússneska hersins hefur farið yfir landa- mærin við Úkraínu. Aldrei nokk- urn tímann,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytisins. Þá sagði þar enn fremur að rússneski herinn hefði áhyggjur af þeim ásetningi rannsóknarteymisins að réttlæta fullyrðingar sínar með því að reiða sig á myndir af samfélagsmiðlum sem hefði verið átt við með mynd- vinnsluforritum. „Það veldur okkur áhyggjum að rannsakendur hundsi og hafni vitnisburði fólks úr nærliggjandi samfélögum í Úkraínu. Vitnis- burðurinn hefur bent til þess að eldflaugaskotið hafi komið af yfir- ráðasvæði úkraínska hersins,“ sagði í yfirlýsingu Rússa aukinheldur. Rannsóknarteymið hefur hins vegar greint frá því að fjöldi vitna hafi séð umrædda bílalest rússneska hersins koma til Úkraínu. Rússar lögðust á sínum tíma gegn því að Sameinuðu þjóðirnar myndu skipa rannsóknarteymi, beittu sum sé neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu. Í kjölfarið var hið óháða rannsóknar- teymi skipað og samanstendur það af rannsakendum frá Austurríki, Belgíu, Malasíu, Hollandi og Úkra- ínu. – þea Rússar hafi átt eldflaugina sem grandaði flugi MH17 Buk-eldflaugakerfi til sýnis í Moskvu, höfuðborg Rússlands. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA NORÐUR-KÓREA Ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að aflýsa leiðtogafundi sem átti að halda með Kim Jong-un, einræðis- herra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní, olli alþjóðasamfélag- inu vonbrigðum í gær. Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, var einn af þeim sem lýstu vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Ég hvet alla aðila málsins til þess að halda áfram viðræðum og finna réttu leiðina að friðsamlegri og sann- reynanlegri kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga,“ sagði Guterres í yfir- lýsingu. Undir þetta tók meðal ann- ars utanríkisráðuneyti Singapúr. Ákvörðunin varð til þess að Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, boðaði þjóðaröryggisráð sitt á fund í forsetabústaðnum, hinu svokall- aða Bláa húsi. Ljóst er að Moon þótti liggja á fundinum enda var boðað til hans í kringum miðnætti að suður- kóreskum tíma. Sagði hann svo fjölmiðlum að hann hvetti til þess að fundurinn færi fram. „Kjarnorku- afvopnun á Kóreuskaga og varan- legur friður eru sögulega mikilvæg verkefni sem má ekki slá á frest.“ Trump greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem hann sendi Kim og gerði svo sjálfur opinbert. Var ákvörðunin tekin eftir að Norður- Kóreumenn sögðust hafa sprengt kjarnorkuvopnatilraunastöð sína í Punggye-ri. Í bréfinu sagði Trump ákvörðunina tekna vegna „þeirrar miklu reiði sem mátti greina í nýj- ustu yfirlýsingu“ einræðisríkisins. „Þið talið um kjarnorkuvopnabúr ykkar, en okkar er svo stórt og öflugt að ég bið til drottins um að aldrei þurfi að nota það. Mér fannst eins og undursamlegt samband væri að byggjast upp á milli okkar. Einhvern daginn mun ég aftur hlakka mikið til þess að hitta þig en í millitíðinni vil ég þakka þér fyrir að sleppa bandarískum gíslum sem nú eru komnir heim til fjölskyldna sinna,“ sagði í bréfi Trumps. Trump bætti því við að ef Kim snerist hugur ætti hann að hafa samband. Hegðun Norður-Kóreu- manna hafi gert það að verkum að heimurinn, og sérstaklega Norður- Kórea, hafi misst af gullnu tækifæri til að tryggja frið og velsæld. Yfirlýsingin sem Trump vísaði til var gefin út fyrr í gær. Choe Son-hui, einn varautanríkismálaráðherra Norður-Kóreu, sagði þar að ríki sitt myndi ekki grátbiðja um viðræður og varaði við kjarnorkustyrjöld ef viðræðuleiðin gengi ekki upp. Vitn- aði Choe einnig til nýlegra ummæla Mike Pence, varaforseta Bandaríkj- anna, um að það gæti farið eins fyrir Norður-Kóreu og fór fyrir Líbýu. Muammar Gaddafi, einræðis- herra Líbýu, var drepinn í áhlaupi uppreisnarmanna árið 2011. Banda- ríkin studdu uppreisnarmennina í gegnum NATO en átta árum áður hafði Líbýa gefið kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn, líkt og vonast er til að Norður-Kórea geri nú. „Þar sem ég er viðriðinn mál- efni Bandaríkjanna get ég ekki sagst hissa á þessum fávíslegu og heimskulegu ummælum sem vella úr kjafti bandaríska varaforsetans. Hvort sem Bandaríkin vilja hitta okkur við fundarborðið eða á kjarn- orkuvígvellinum veltur á ákvörð- unum og hegðun Bandaríkjanna sjálfra,“ sagði Choe. Eftir kúvendingu Norður-Kóreu í upphafi árs og farsælan fund með Moon á landamærasvæðinu á Kóreu skaga á dögunum hefur togstreitan aukist aftur á síðustu dögum. Svo virðist sem ummæli Johns Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, um hina svoköll- uðu líbýsku leið, hafi vakið Norður- Kóreumenn til reiði. Hótuðu þeir skömmu eftir að ummælin féllu að aflýsa fundinum en nú er ljóst að Trump varð fyrri til. Þá hefur einnig verið tekist á um hvað felst í kjarn- orkuafvopnun og hefur Norður- Kórea sagt ómögulegt að ríkið losi sig einhliða við sprengjur sínar. „Svo virðist sem við séum aftur farin að uppnefna og hóta kjarn- orkustríði, stuttu áður en fundur- inn átti að fara fram. Sumir gætu sagt að þetta sé sígilt einkenni um umræðuhefð Norður-Kóreumanna en þessa þróun hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir,“ sagði Laura Bicker, blaðamaður BBC í Suður- Kóreu, í fréttaskýringu sinni í gær. Sagði Bicker að viðkvæmar við- ræður krefðust þess að menn vönd- uðu sig þegar þeir töluðu og þótti henni ljóst að Norður-Kóreumönn- um fyndist ríkisstjórn Trumps ekki nógu öguð í málflutningi sínum. Að mati Bicker er hins vegar áhugavert að norðurkóreskir erind- rekar hafi ekki enn ráðist persónu- lega á Trump í yfirlýsingum sínum heldur beint sjónum að þeim sem standa forsetanum nærri. Gæti það bent til þess að Norður-Kórea vilji ekki enn útiloka að leiðtogafundur- inn geti farið fram. thorgnyr@frettabladid.is Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fund- inum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. Allra augu hafa beinst að þeim Donald Trump og Kim Jong-un undanfarna daga og vikur, meðal annars augu þessa suðurkóreska hermanns. Nú er ljóst að ekkert verður af fundi þeirra, að minnsta kosti í bili. NORDICPHOTOS/AFP TÆKNI Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónu- legra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. Fyrr- verandi sprotafyrirtækið Six4Three ber upp þessar ásakanir en The Guardian greindi frá málinu, sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár, í gær. Málið var upphaflega höfðað í lok 2015 þegar Facebook lokaði á aðgengi notenda að gögnum vina sinna á samfélagsmiðlinum. Hafði Six4Three þá varið um 25 millj- ónum króna í að þróa hið afar umdeilda app Pikinis. Appið var hægt að nota til þess að finna mynd- ir af vinum notandans á Facebook þar sem umræddir vinir voru í sund- fötum einum klæða. Umfang máls- ins hefur hins vegar vaxið mikið á undanförnum vikum. Í síðustu viku fékk dómari í San Mateo afhenta tölvupósta og skilaboð sem gengu á milli toppa Facebook, meðal  annars Zucker- bergs sjálfs, þar sem rætt var um að „vopnvæða“ persónuupplýsingar. Guardian greindi svo einnig frá því í gær að Facebook sé sakað um að hafa notað miðla sína og forrit til þess að safna upplýsingum um bæði notendur samfélagsmiðlanna og vini þeirra, jafnvel þá sem ekki höfðu skráð sig á Facebook eða tengda miðla. Er Facebook gefið að sök að hafa lesið sms-skilaboð, fylgst með staðsetningu notenda og skoðað myndir á snjallsímum notenda sem ekki hafði verið hlaðið upp á miðilinn. – þea Segja Facebook stunda persónunjósnir Mark Zuckerberg stendur í ströngu þessa dagana vegna bresta í meðferð per- sónulegra upplýsinga notenda Facebook-miðilsins. NORDICPHOTOS/GETTY Öll farartækin í bílalestinni sem flutti eldflaugina tilheyrðu rússneska hernum. Wilbert Paulissen, einn rannsakenda 2 5 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 6 -B C 6 4 1 F E 6 -B B 2 8 1 F E 6 -B 9 E C 1 F E 6 -B 8 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.