Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 24
Uppgangur tónlistarleikhúss á Íslandi síðustu ár ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Óperur hafa vissulega verið mis- jafnlega vinsælar síðustu ár en þegar best tekst til er þjóðin sólgin í þær. Í því sambandi má nefna sýningar á borð við Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson fyrir um fjórum árum. Þó að algengara sé að óperur íslenskra tónskálda séu frumfluttar í útlöndum rata þær stundum hingað á klakann, landanum til ómældrar gleði. Stóru leikhúsin keppast um að setja upp glæsilegar söngleikja- sýningar og virðist eftirspurn oftast vera meiri en framboð. Á söngleikjasýningum grunnskóla og framhaldsskóla er meira að segja fullt út úr dyrum. Sjálfstæðir leikhópar láta ekki sitt eftir liggja og ráðast í uppsetningar á söng- leikjum og barnasýningum þar sem söngur og tónlist er í aðalhlutverki. Ætti öllum að vera í fersku minni sú mikla athygli sem stórsýning TMB viðburða á söngleiknum Phantom of the Opera í Hörpu hlaut. Sjálfur gleðst ég mjög yfir gróskunni enda stýri ég skóla sem hefur á síðustu árum m.a. lagt áherslu á samruna listgreinanna leiklistar og tónlistar. Í haust var stofnaður kór á vegum skólans með nemendum einsöngsdeildar og söngleikjadeildar til að syngja í Phantom of the Opera. Fengu nemendurnir ómetanlega reynslu með þátttöku í þessu metnaðar- fulla verkefni. Nemendurnir komu á óvart en þó ber að hafa í huga að stór hluti af starfi SSD hverfist um að setja upp sýningar á óperum og söngleikjum. Það væri ósk okkar að skólanum yrði gert kleift að auka leiklistarkennslu til að ná betra jafnvægi í kennslu og auka þar með leikni nemenda í leiklistar- hlutanum. Stefnan er að bjóða nemendum undirbúning fyrir atvinnumennsku á leiksviði og til þess þarf að for- gangsraða rétt í skólastarfinu. Breytingar í heimi tónlistarleikhúss á síðustu áratugum valda því að auknar kröfur eru gerðar um leik- listarkennslu. Bregðast háskólar víða í Evrópu við í takt við þessar kröfur og við verðum einnig að gera það hér á landi. Á Íslandi er hægt að undirbúa nemendur fyrir nám í erlendum háskólum enn betur. Á dögunum  heimsótti ég kon- unglega konservatoríumið í Ant- werpen þar sem fimm útskrifaðir nemendur úr SSD stunda nú nám. Árangur þeirra er góður því þau gegndu öll veigamiklum hlutverk- um í uppfærslu skólans á Töfra- flautu Mozarts. Þessir nemendur voru vel undirbúnir en hefðu getað verið enn betur í stakk búnir til að takast á við námið ytra og það sem því fylgir. Væntanlega þurfum við ekki að efast um mikilvægi fjölbreytileika í íslenskri menningu. Um áhuga Íslendinga fyrir tónlistarleikhúsi þarf ekki að fjölyrða og augljóst er að hér á landi er hæfileikafólk hvert sem litið er. Við eigum alþjóðlega listamenn sem gera garðinn frægan allt árið um kring en til þess að við getum áfram verið í fremstu röð þurfum við sem menntum fólk fyrir framtíðina skilning stjórnvalda og aukið svigrúm fyrir menntun sem er í takt við nútímann. Framtíðin felst í menntun – líka í tónlistarleikhúsi Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda (FA) hefur gengið öðrum harðar fram í því að gagnrýna að ríkið bjóði upp tollkvóta sem leyfa tollfrjálsan inn- flutning kjöts meðal annars með nýjum tollasamningi við EB sem mun auka innflutt kjöt til landsins um nálægt 2.600 tn á ári. Málflutningur FA hefur gengið út á að heildsalar vilja fá kvótana gef- ins því að þannig muni þeir skila ávinningi af þeim til neytenda sem núverandi kerfi geri ekki. Það má álasa undirrituðum að hafa ekki svarað fyrr þeirri rökleysu sem í málflutningi FA felst. U p p b o ð á t a k m ö r ku ð u m gæðum, í þessu tilfelli innflutnings- kvóta, er mjög skilvirk og gegnsæ leið þar sem allir sitja við sama borð. Hver aðili býður það gjald sem hann telur að hann geti lagt á vöruna við sölu og því kaupendur á markaði sem að lokum greiða til- boðsgjaldið. Ríkissjóður fær gjaldið sem innflytjendur bjóða. Það ætti öllum að vera ljóst að ríkissjóður er ekkert annað en samnefnari allra Íslendinga og þar með allra neytenda landsins. Núverandi fyrirkomulag tryggir því gegnsæi og hámarks skilvirkni og að allur ávinningur skilar sér til neytenda. Það er svo ríkisvaldsins að ákveða hvernig þessum ávinn- ingi er komið til einstakra neyt- enda. Það má gera með því að lækka svokallaðan matarskatt, með því að efla heilbrigðiskerfið eða með annarri ráðstöfun sem nýtist almenningi í landinu. Krafa Félags atvinnurekenda um að hætt verði að bjóða út innflutn- ingskvóta er því krafa um að færa verulega fjármuni frá neytendum til heildsala. Formgallar voru á framkvæmd útboða tollkvóta í nokkur ár og fyrirkomulagið dæmt sem ólögleg skattheimta. Vegna þess hefur ríkis sjóður endurgreitt innflytj- endum um 3.000 milljónir króna eins og fram kemur í fréttabréfi FA hinn 8. febrúar síðastliðinn. Þessar 3.000 milljónir eru neyt- endur landsins búnir að greiða innflytjendum í verði þeirra vara sem fluttar voru inn. Það eru ekki allir innflytjendur félagsmenn í Félagi atvinnurek- enda en flestir heildsalar eru það og má áætla að þeir hafi fengið a.m.k. helming þeirra 3.000 millj- óna sem ríkissjóður og þar með neytendur landsins hafa endur- greitt innflytjendum. Það hlýtur að vera brýnt verkefni framkvæmdastjóra Félags atvinnu- rekenda að sjá til þess að heildsalar í félagsskap hans endurgreiði neyt- endum þá miklu peninga sem þeir hafa fengið frá neytendum með endurgreiðslunum. Þetta má gera með ýmsum hætti en einfalt að endurgreiða ríkissjóði sem er full- trúi allra neytenda landsins. Ef þetta er ekki gert þá er skýrara en á björtum sumardegi að mál- flutningur Félags atvinnurekenda snýst ekki um hagsmuni neytenda heldur um hagsmuni heildsala. Hvenær skila kjötinnflytjendur 3.000 milljónum króna til neytenda? Við eigum alþjóðlega lista- menn sem gera garðinn frægan allt árið um kring en til þess að við getum áfram verið í fremstu röð þurfum við sem menntum fólk fyrir framtíðina skilning stjórn- valda og aukið svigrúm fyrir menntun sem er í takt við nútímann. Gunnar Guðbjörnsson skólastjóri Söng- skóla Sigurðar Demetz Ákallið um sniðgöngu Ísra-els, ásamt viðskiptabanni og fjárlosun (e. Boycott, Divestment and Sanctions) átti uppruna sinn í samfélagi Pal- estínumanna (í gegnum hundruð frjálsra félagasamtaka) fyrir þret- tán árum síðan. Ákallið barst víða að; frá palestínsku samfélagi, frá Ísrael, hinum hernumda Vestur- bakka og umsetna Gazasvæðinu ásamt samfélagi palestínskra flótta- manna víðsvegar um heiminn. Ástæður ákallsins eru augljósar. Þjóðarhreyfing Palestínumanna fór í gegn um tvö stig í baráttu sinni fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar í kjölfar hörmung- anna (Nakbah) eftir stríðið 1948, þar sem land Palestínumanna var tekið eignarnámi af hreyfingu Síon- ista og helmingur þjóðarinnar var hrakinn burt frá sínu heimalandi í kerfisbundnum þjóðernishreins- unum ásamt því að helmingur pal- estínskra þorpa voru þurrkuð út. Fyrsta skrefið var einkennandi fyrir baráttuna gegn nýlendu- stefnunni sem hófst um 1950-1960 og var það vopnuð andspyrna sem mistókst (nema í því að halda þjóð- ernishreyfingunni á lífi og beina kastljósi heimsins að málinu). PLO, Frelsissamtök Palestínu, tóku við kyndlinum á níunda áratugnum með diplómatískum aðferðum sem gáfu af sér Óslóarsamkomu- lagið árið 1993. Ekki einungis brást Óslóarsamkomulagið algjörlega, heldur  reyndist það vera bragð Ísraelsstjórnarinnar til að koma á óbeinni herstjórn á Vesturbakk- anum og Gaza. Í þessu friðarferli fengu Ísraelsmenn friðhelgi til að framkvæma nýlendustefnu sína á hernumdu svæðunum. Lífsgæði Palestínumanna, beggja vegna Grænu línunnar, versnuðu til muna eftir að friðarferlið mistókst. Staða flóttamanna var jafn slæm og lausnin varð enn fjarlægari eftir atburðina í Sýrlandi (palestínsku flóttamannabúðirnar í Yarmuk voru nánast þurrkaðar út). Palestínumenn á Gaza reyna enn að veita vopnaða mótspyrnu, og þar til nýlega jafnvel með sjálfs- morðssprengjum. Aftur á móti er trúin á sterka, óvopnaða og frið- sama andspyrnu sterkari í palest- ínsku samfélagi, með sniðgönguna að vopni og að sú aðferð sé heilla- vænlegust til árangurs til að stöðva hörmungarnar (Nakbah) sem dynja á þjóð þeirra. Það er því gild ástæða til að styðja sniðgönguna, hún er rétta svarið við ákalli kúgaðs samfélags um alþjóðlega samstöðu og aðstoð í baráttunni. Stuðlar að óróa nær og fjær Önnur ástæðan er sú, að hernámið heldur ekki aðeins áfram, það versnar dag frá degi. Við verðum að stöðva eyðileggingu Palestínu og Palestínumanna, fyrst og fremst vegna Palestínumanna sjálfra en einnig vegna Ísraela og Miðaustur- landa og alls heimsins í raun. Hinn skelfilegi raunveruleiki Palestínu veldur uppnámi í múslima- og arabaheiminum og stuðlar að óróa nær og fjær. Þriðja og síðasta ástæðan er að sniðganga er friðsöm aðgerð sem hver maður með sómakennd ætti að styðja, einnig þeir sem vilja ekki standa aðgerðalausir hjá og ósnortnir af þjáningum þjóðar sem hafa staðið í meira en eina öld. Við vitum of vel hvað er að gerast til að vera hlutlaus og láta sem við séum ómeðvituð um ástandið. Beiðnin til okkar er því sú að við notum sömu meðul sem gögnuðust suðurafrísku þjóðinni í baráttu hennar til að binda enda á aðskilnaðarstefnuna. Margir þeir sem upplifðu aðskiln- aðarstefnuna í verki í Suður-Afríku, leiðtogar eins og Nelson Mandela og Desmond Tutu, hafa staðhæft að kerfislæg kúgun Ísraelsmanna sé mun skelfilegri en það sem þeir upplifðu á myrkustu tímum Apart- heid. Sniðgangan bar árangur þar, hún ætti að bera árangur í Ísrael og Palestínu líka. Ég er ísraelskur gyðingur og geri mér fulla grein fyrir áhrifamætti þess að hvetja til sniðgöngu og við- skiptabanns gegn ríki mínu. Ég hef búið í Ísrael allt mitt líf og er sann- færður um að réttindamálin þrjú, sem sniðgönguáætlunin gengur út á og þrýstir á Ísraela um að virða og uppfylla, séu heilög hverjum heiðvirðum manni burtséð frá trú þeirra eða þjóðerni. Þetta er líka ástæða þess að svo margir gyðingar út um allan heim styðja sniðgönguáætlunina. Það verður að verja rétt Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza til að losna undan hernaðarlegri ánauð og ofbeldi, rétt Palestínumanna í Ísrael til að öðlast sömu borgaraleg réttindi og aðrir þegnar Ísraels og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur heim. Við viljum því senda þau skilaboð að á meðan Ísrael virðir ekki þessi réttindi eru Ísraelar útilokaðir frá alþjóðasam- félaginu. Ég er ísraleskur gyðingur – ég styð sniðgöngu gegn Ísrael Ilan Pappe prófessor í sagn- fræði við há- skólann í Exeter Við vitum of vel hvað er að gerast til að vera hlutlaus og láta sem við séum ómeðvit- uð um ástandið. Beiðnin til okkar er því sú að við notum sömu meðul sem gögnuðust suður-afrísku þjóðinni í baráttu hennar til að binda enda á aðskilnaðarstefnuna. Steinþór Skúlason varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa Það hlýtur að vera brýnt verkefni framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að sjá til þess að heildsalar í félagsskap hans endur- greiði neytendum þá miklu peninga sem þeir hafa fengið frá neytendum með endur- greiðslunum. 2 5 . m a í 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U R24 S k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 6 -D A 0 4 1 F E 6 -D 8 C 8 1 F E 6 -D 7 8 C 1 F E 6 -D 6 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.