Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 26
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Þekking - Þoski - Þóun - Þátttaka STÚDENTSNÁM: • Alþjóðabraut • Félagsgreinabraut • Raungreinabraut • Viðskiptabraut • Opin braut • Framhaldsskólabraut KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.MK.IS OG Á FACEBOOK SÍÐU SKÓLANS INNRITUN STENDUR YFIR TIL 8.JúNí Menntaskólinn í Kópavogi Sími: 594 4000 GRUNNDEILD MATVÆLA OG FERÐAGREINA: • Bakari • Framreiðslumaður (þjónn) • Kjötiðnaðarmaður • Matreiðslumaður (kokkur) eða starfa í ferðafljónustu Ég er með rassinn og appels-ínuhúðina hennar mömmu. Hún er sú kona sem ég elska mest í heiminum. Af hverju ætti mér þá að finnast hann ljótur? Mér finnst það þvert á móti yndisleg gjöf,“ segir Margrét Erla Maack, bur- lesque-drottning Íslands. Hún lærði þetta heilbrigða viðhorf í burlesque- heiminum og segist hafa þurft á því að halda. „Maður fæðist ekki með sjálfs- öryggi í farteskinu heldur er það stöðug æfing. Fullt af fólki og fyrir- tækjum græða á því að okkur líði illa með sjálf okkur og oftar en ekki er reynt að selja mér eitthvað vegna þess að ég er ekki nógu góð. Það fær mann til að efast um manneskjuna í speglinum, þessa einu sem fylgir manni ævina út, en maður græðir ekkert á því að þykja ekki vænt um hana, alveg sama hvernig hún kemur og er.“ Margrét er fagureygð og málar augun til að draga fram fegurð þeirra. „En það er sitt hvað að gera eitt- hvað til að draga fram góða eigin- leika og að laga sig og fela, eins og með því að fara í aðhaldsbuxur til að minnka á sér rassinn. Mig langar alveg að kaupa mér tískufatnað í búðum en fötin passa bara ekki á mig. Þá getur verið niðurdrepandi að fara í mátunarklefann, en í stað þess að bugast hugsa ég: „Takk fyrir og bless! Ég ætla ekki að gefa þessari búð peningana mína. Þessir verslunareigendur eru ekki nógu klárir í viðskiptum til að skilja að konur eins og ég eiga mun meira fé en þær sem yngri eru og grennri.“ Á hverjum degi þarf ég að pæla í þessu og halda mér við því ég vil miðla þessu viðhorfi til dansnemenda minna sem eru stundum uppfullir af afsökunum um sjálfa sig, að þær séu of feitar, bakveikar eða gamlar, en þá spyr ég: „Hvenær er síðasti söludagur að geta lært eitthvað nýtt, svo ég geti nú örugglega gert það á meðan tími gefst til“.“ Brjóstadúskarnir vinsælir Margrét kennir burlesque-dans í Kramhúsinu og er stofnandi hins geysivinsæla Reykjavík Kabarett. „Í níu af hverjum tíu gæsapartíum sem ég kenni er beðið um burlesque og flestar þrá þær að læra brjósta- dúskatækni. Ég ver því laugardög- unum í hópi kvenna sem allar eru á túttunum að sveifla brjóstadúskum í hláturskasti. Konur elska bur- lesque, að finna sinn eigin þokka og að máta sig ekki í fyrirfram gefnu formi. Þær eru farnar að gefa skít í komplexana sína, sem er dásamlegt að verða vitni að, og fyrir vikið verða þær enn þokkafyllri fyrir sjálfar sig, þótt öðrum sé velkomið að baða sig í ljóma þeirra líka.“ Viðurnefnið Burlesque-drottning Íslands festist við Margréti þegar hún var kynnt á svið sem slík á skemmtistaðnum Slipper Room í New York. „Ég datt alveg óvart inn í þessa senu þegar ég sótti masterclass í magadansi í New York. Þegar heim kom aftur saknaði ég hennar mikið og sá gat í skemmtanasenu Reykja- víkur. Því gerði ég nokkrar full- orðinssýningar með Sirkus Íslands fyrstu árin en kúplaði mig út fyrir tveimur árum til að stofna Reykja- vík Kabarett,“ útskýrir Margrét en uppselt hefur verið á allar sýningar kabarettsins hingað til. „Við verðum í Tjarnarbíói í sumar og gætum hæglega farið yfir í enn stærra rými vegna eftirspurnar en þá missum við mikilvæga nánd við áhorfendur því sjarminn felst líka í því að spila á salinn.“ Kabarettsýningar eru bannaðar börnum enda umfjöllunarefnið fullorðins. „Burlesque-sýningar eru þokka- fullar ásýndum og snúast um sjálfs- öryggi því ekkert er eins þokkafullt og fólk sem er öruggt í eigin skinni, sama hvernig holdafarið er. Líkam- inn er enda dásamlegt sköpunarverk og fallegur í öllum sínum myndum. Því þykir áhorfendum hressandi upplifun að horfa á kvenlíkamann fyndinn og sniðugan en ekki bara viðkvæman og sexí fyrir aðra en manneskjuna sem sýnir hann. Í bur- lesque er mikið um yfirlýsingar og einn af mínum uppáhalds skemmti- kröftum er Hjössa, sterkur og brussulegur karakter Ragnheiðar Maísólar, í sexí hlébarðabikiníi og slær sér á magann og urrar. Það er kannski sjokkerandi fyrir marga en í senn bæði fyndið og fallegt.“ Dans hefur fylgt Margréti frá blautu barnsbeini. Hún æfði ballett frá sex ára aldri þar til hún varð átján ára, lengst af í Listdansskóla Íslands. „Þar var miklu oftar sagt við mig að ég yrði aldrei dansari út af holda- fari mínu og trúðu mér, ég var ekki svona þá. Ég hugsa reglulega um hvað þessir kennarar segðu í dag ef þeir vissu að dansinn væri mitt aðal- starf, því nú hef ég verið starfandi danskennari til fjórtán ára, er með vinsælar kabarettsýningar og dansa í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu. Pressan á að vera grönn var mikil í ballettskólanum en sem betur fer hefur þetta breyst.“ Aldrei þótt erfitt að bera sig Sem burlesque-dansari fækkar Mar- grét fötum á sviði. „Mér hefur aldrei þótt það erfitt en er löngu hætt að vera í korsiletti því það er ómögulegt að dansa í því. Ég hef sannarlega verið mjög fáklædd á sviði þótt ég hafi séð létt- klæddara fólk á Stóra sviði Þjóðleik- hússins,“ segir Margrét sem í upp- hafi hafði áhyggjur af því að trekkja að dónakalla á kabarettsýningarnar. „Það hafa tveir dónakallar komið en þeir bökkuðu út þegar þeir sáu fullan sal af kellingum á mínum aldri. Meirihluti áhorfenda eru konur sem vilja sjá aðrar konur njóta sín. Allir líkamar eru sýnilegir í burlesque, ekki bara mjóa, hvíta stelpan,“ útskýrir Margrét sem eftir sýningar fær oft að heyra að hún sé hugrökk vegna þess að hún þori að fækka fötum í sínum holdum. „Auðvitað er það meint sem hrós, og ég tek allt hrós og set inn í hjartað, en þetta á til að fara öfugt ofan í mig. Er ég með svona óæski- legan líkama og mikla appelsínuhúð að ég ætti ekki að sjást? Ég svara því oftast að ég sé langt í frá hugrökk því úti sé fullt af hetjum að gera merki- legri hluti, en miklu fremur vildi ég fá hrós fyrir hversu atriðin mín voru falleg eða skemmtileg.“ Margréti liggur margt á hjarta þegar kemur að því að styrkja konur í gegnum burlesque. „Það kom mér á óvart hversu breið flóra kvenna sótti í dansinn til mín og af mismunandi ástæðum. Sumar sögðust ekki hafa fallegan líkama og vildu læra að finna eigin þokka, aðrar sögðust ekki þekkja líkama sinn eftir barnsburð eða höfðu lent í erfiðum sambandsslitum og þurftu að klappa sér á bakið. Staðreyndin er sú að það er ekki til nein ein tegund af fegurð en það eru til margar leiðir að fegurðinni eins og sést berum augum þegar fólk býr til atriðin sín sem eru uppfull af frjósemi, hug- myndaauðgi og íslenskum húmor, sem er svo mikilvægt krydd,“ segir Margrét um unga og frjóa burlesque- senuna hér á landi. „Íslenskt burlesque er á himin- háu plani í samanburði við París og Berlín þar sem meirihlutinn snýst um hvítar, mjóar stelpur sem fara allar eins úr hönskunum. Við erum líkari New York-burlesque-i þar sem alls konar líkamar eru vegsamaðir og umfjöllunarefnin eru feminísk eins og líkamshár og blæðingar, stórar konur og fatlaðar, sem vilja auðvitað líka fá að vera sexí.“ Fann ástina á Tinder Í kabarettsýningum heimsins er algengast að konur sjái um skemmtiatriðin og fari úr fötum á meðan karlkyns kynnir fer ekki úr neinni spjör. „Þessu langaði mig að breyta og fékk til liðs við mig Lalla töframann sem er sá besti og alltaf til í að fara úr fötunum. Við höfðum bæði unnið lengi í bransanum en gátum ekki alltaf gert allt sem við vildum því ég var alltaf ráðin á settlegar árshátíðir og hann í barnaafmæli. Nú getur Lalli farið úr buxunum til að sýna bestu spilin og prumpblaðra fær annan og meiri sess í boylesque-inu hjá Lalla,“ segir Margrét. Það eru ekki bara konur sem stunda burlesque – karlmenn stunda boylesque og í sumar koma meðal annarra fram kærasti Mar- grétar, Tómas Steindórsson, sem bjó til atriði fyrir sína heittelskuðu þegar þau Gógó Starr náðu markmiðum sínum fyrir fyrirhugaðan Evróputúr. „Atriðið er mjög fallegt en þar stúderar Tómas karlmennsku og uppvask. Það verður sýnt 22. júní en þegar hann prófaði atriðið á sýningu ætlaði allt um koll að keyra,“ segir Margrét um aðdráttarafl Tómasar sem á sviði kallar sig listamanns- nafninu Kjöthöllin. „Það er mikið kjöt á Kjöthöllinni og loks fann ég þann eina rétta. Ég hef lent í því áður að menn falli fyrir mér af því ég sé svo sniðug og skemmtileg en það hefur einmitt drepið samböndin þegar þeir þoldu ekki að ég væri sniðug og skemmti- leg við aðra en þá. Tómas hefur gaman af þessu öllu og er minn helsti gagnrýnandi. Hann er oft spurður hvort honum þyki erfitt að ég dansi fáklædd á sviði en það þykir honum ekki frekar en mér þykir ekki erfitt að hann sé léttklæddur, sveittur og sexí að spila körfubolta. Ég á mig. Hann fær að vera með í því partíi.“ Þau Tómas fundu hvort annað á stefnumótaforritinu Tinder. „Það fyrsta sem hann Tómas sagði var: „Guð minn góður! Ég trúi þessu ekki! Þú ert að „matcha“ við helsta aðdáandann þinn í Útsvari!“ Um leið var hann búinn að vinna mig og á fyrsta stefnumótinu horfðum við saman á Útsvar yfir risastóru blandi í poka og hann hefur ekki farið heim síðan,“ segir Margrét sæl. Lengri útgáfa af viðtalinu er á frettabladid.is. Sjá úrval sýninga sumarsins á reykjavikkabarett.is. Hér má sjá Margréti Erlu fara á kostum í frækinni sýningu Reykjavík Kabaretts á Akureyri. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 6 -C 6 4 4 1 F E 6 -C 5 0 8 1 F E 6 -C 3 C C 1 F E 6 -C 2 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.