Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 28
Svefnherbergið þarf að vera hljóðlátt, þægilega svalt og dimmt. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Um 85% af nýrri eyðslu Net­flix fer nú í að framleiða nýtt efni fyrir streymisveituna, segir yfirumsjónarmaður efnis á Netflix, Ted Sarandos. Á þessu ári stendur til að setja alls átta milljarða dollara í nýtt efni. Ekki var gefið upp hvernig sá kostnaður skiptist á milli efnis sem Netflix kaupir sýningarrétt að og þess sem veitan framleiðir sjálf, en meirihlutinn fer í eigin fram­ leiðslu. Í lok ársins verður Netflix með um eitt þúsund titla sem koma frá veitunni sjálfri, en tæpur helmingur af þeim titlum verður frumsýndur fram að áramótum, samkvæmt Sarandos. Hann sagði líka að meira en 90 prósent við­ skiptavina Netflix horfi reglulega á efni sem veitan framleiðir sjálf. Margt spennandi á leiðinni Netflix hefur tilkynnt ýmislegt spennandi upp á síðkastið. Nýlega var gerður samningur við Óskars­ verðlaunahafann Guillermo del Toro sem ætlar að búa til hryll­ ingsþáttaröð, Barack og Michelle Obama, fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, eru að framleiða efni fyrir veituna, Matt Groening, höfundur The Simpsons og Futurama, er að fara að byrja með nýjan þátt á Netflix og Michael Bay, Ryan Reynolds og handrits­ höfundar Deadpool eru að gera kvikmynd saman fyrir Netflix, svo fátt eitt sé nefnt. Þannig að það eru mörg spennandi verkefni fram undan, bæði stór og lítil, sem áskrifendur geta hlakkað til. „Höfundarnir sem við erum að tala við horfa á Netflix og vilja vera á stöðinni okkar,“ segir Sarandos. „Við tryggjum okkur þetta efni með því að hafa gott orðspor meðal listamanna, vera með vöru­ merki sem fólk vill vera tengt við og skila reglulega góðu efni.“ Netflix hefur gert stóra samn­ inga við afkastamikla höfunda sjónvarpsþátta, eins og Ryan Murphy, sem er á bak við Amer­ ican Crime Story, American Horror Story og Nip/Tuck og Shona Rhimes, sem er á bak við Grey’s Anatomy og Scandal. Það sem dregur slíka höfunda að Netflix er að þeir geta prófað sig áfram í ólíkum verkefnum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af áhorfs­ tölum. Sarandos segir að fleiri slíkir höfundar gætu gengið til liðs við veituna og fyrirtækið sé að leita að fólki sem vill búa til hágæða efni sem hefur menningarlega skír­ skotun. Alls ætlar Netflix að gefa út 80 kvikmyndir í ár, af mismunandi stærðargráðum. Þó sumar þeirri fái kannski takmarkaða athygli horfa samt sem áður milljónir á þær, þannig að lítil verkefni finna stóran áhorfendahóp inni á Net­ flix. Græða mest á eigin efni Netflix leggur mesta áherslu á að framleiða sitt eigið efni því það skilar meiri gróða en að kaupa sýningarrétt á efni frá sjónvarps­ stöðvum og kvikmyndafyrir­ tækjum og af því að það er gert ráð fyrir að önnur stór fjölmiðlafyrir­ tæki setji á endanum aukinn kraft í sínar eigin streymisveitur. Sarandos sagði einmitt að hann væri hissa á hvað það hefur tekið Disney langan tíma að koma sinni eigin streymisveitu í gang, en hún fer í gang á næsta ári og þá hætta Disney kvikmyndir að fara inn á Netflix. Netflix framleiðir af krafti Streymisveitan Netflix ætlar að eyða átta milljörðum dollara í nýtt efni á árinu og gefa út hundruð titla. Um 85% af eyðslu fyrirtækisins fer í framleiðslu á eigin efni, sem mesta áherslan er lögð á. Ted Sarandos með aðalleikur- unum í The Crown, Claire Foy og Matt Smith. Netflix framleiðir The Crown, sem eru mjög vinsælir þættir. NORDICPHOTOS/ GETTY Matt Groening skapaði The Simp- sons og Futurama og er að gera nýjan þátt, Disenchantment, fyrir Netflix. NORDICPHOTOS/GETTY Barack og Michelle Obama eru að gera efni fyrir Netflix. NORDICPHOTOS/GETTY Sumir glíma við þann vanda að geta ekki sofið, bæði í skemmri og lengri tíma. Hér eru nokkur ráð sem gætu hjálpað. l Svefnherbergið þarf að vera hljóðlátt, þægilega svalt og dimmt og rúmið ætti bara að vera notað til að sofa í (eða stunda kynlíf ). Ekki fara í bólið fyrr en syfjan kemur og geymdu tölvur og snjallsíma í öðru her­ bergi. l Ef þú liggur andvaka í hálftíma geturðu prófað að standa upp og gera eitthvað rólegt sem þarf ekki sterka birtu í 40 mínútur. Þá skaltu aftur reyna að sofna og ef það virkar ekki endur­ tekurðu leikinn. Farðu á fætur á venjulegum tíma og endurtaktu þetta næstu nótt. Flestir finna svefninn skána á 7 til 10 dögum. l Reyndu að halda þig frá koffíni, nikótíni og áfengi á kvöldin. Þetta truflar svefninn og minnkar gæði hans. l Magnesíum getur hjálpað, því það vinnur gegn streituhorm­ ónum, hjálpar við vöðvaslökun og binst við boðefnið GABA, rétt eins og svefnlyf. l Um það bil tvær og hálf klukku­ stund af hreyfingu á viku ætti að bæta svefninn, en gefðu líkam­ anum 3­4 klukkustundir til að jafna sig eftir æfingu áður en þú reynir að sofna. l Svefnlyf geta svo gagnast þeim sem glíma við langvarandi svefnleysi, en þau geta verið ávanabindandi og valdið auka­ verkunum, svo það ætti að nota þau varlega. Ráð gegn svefnleysi Svefnleysi getur skert lífsgæði verulega og valdið ýmsum kvillum. En það eru til ráð sem geta hjálpað. NORDICPHOTOS/GETTY NÝTT Í TÍSKUNNI Mikið úrval af vönduðum bómullar skyrtum 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . M A í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 6 -B 2 8 4 1 F E 6 -B 1 4 8 1 F E 6 -B 0 0 C 1 F E 6 -A E D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.