Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 30
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Það erfiðasta við að byrja hlaup er að koma sér upp úr sófanum og reima á sig hlaupa skóna. Margir drífa sig ekki út vegna þess að þeir nenna ekki í æfingagall­ ann. En það eru til einfaldar ráðlegg­ ingar til að koma fólki í hlaupa­ gírinn. Með ákveðnu markmiði og skipulagi er auðveldara að setja á sig hlaupaskóna. Hér eru nokkur góð ráð. Byrjið á því að setja ykkur markmið til að fara eftir. Ágætt er að gera æfinga- plan. Samt þarf að byrja hægt og hlaupa rólega í fyrstu. Takið til æfingafötin sem væntanlega liggja inni í skáp þegar þið ákveðið að hefja hlaup. Leggið fötin á stól þar sem þau eru tilbúin þegar þið komið heim úr vinnu eða skóla. Útrýmið neikvæðum afsökunum úr huganum eins og að maður sé of þreyttur til að hlaupa eða eitthvað þess háttar. Ef þú ætlar að hlaupa á bretti í líkams- ræktarsal farðu beint þangað eftir vinnu. Það er mun hentugra en að fara fyrst heim enda er þá meiri hætta á að festast í einhverju öðru. Gott að hafa hlaupafélaga Ef þú ætlar út að hlaupa þegar þú kemur heim úr vinnunni farðu þá strax í hlaupafötin. Samviskan leyfir ekki annað en að svitna svo- lítið þegar þú ert kominn í gallann. Fyrir marga er gott að eiga félaga sem hleypur með manni jafnvel þótt ekki sé mikið talað á hlaup- unum. Það er hvetjandi að hafa einhvern með sér og rekur á eftir því að fólk hreyfi sig. Ef þú ert að fara að hlaupa í fyrsta skipti skaltu fyrst taka einn tíma hjá sjúkraþjálfara til að læra ýmsar reglur sem nauðsynlegt er að kunna og sömuleiðis eitt og annað sem þarf að forðast. Það getur nefnilega verið auðvelt að meiða sig á hlaupum ef maður ber sig ekki rétt að. Auk þess ætti að huga að líkamsástandi áður en hlaupið er af stað. Fyrst í stað á einungis að hlaupa stuttar vega- lengdir en lengja þær smátt og smátt eftir því sem hlauparinn nær betri árangri. Það er ekki gott að taka of löng skref á hlaupum né heldur að halda öxlunum uppi eins og sumir gera. Þess vegna er nauðsynlegt að fá góð ráð með eigin hlaupa- stíl. Meðal annars þarf maður að vita hvernig á að hafa höfuðið á hlaupum og sömuleiðis hendur. Ekki hentar öllum það sama. Ganga og hlaup Hlaupið getur tekið á fyrst og þess vegna er ágæt regla að hlaupa og ganga til skiptis meðan þolið er byggt upp. Það minnkar hættuna á meiðslum. Því betur sem þú þjálfar fæturna í hlaupum þeim mun betri árangri nærðu. Margir reyndir hlauparar ganga og hlaupa á víxl. Ef þér líður ekki vel á hlaupinu skaltu fara heim eftir tíu mínútur. Ef þér tekst ekki að hita upp í tíu mínútur ættir þú að huga að ann- arri líkamsrækt. Kannski hentar þér ekki að hlaupa. Mundu að lítil hreyfing er þó betri en engin. Hafa skal í huga að mikill þungi hvílir á fótum, hæl, hné, mjöðmum og baki þegar fólk hleypur. Þess vegna er afar mikilvægt að vera í góðum hlaupaskóm með högg- deyfingu. Best er að fá leiðsögn í sérverslunum með hlaupaskó. Réttir skór gera þig að betri hlaup- ara. Þeir sem eru að byrja í hlaupi ættu að æfa annan hvern dag, gefa líkamanum frí á milli. Ofþjálfun fer illa með líkamann. Athugið að nauðsynlegt er að teygja vel eftir hlaup. Þegar fólk er orðið þokka- lega gott í hlaupi og ætlar að taka þátt í keppni eða maraþoni þarf að æfa í hvernig veðri sem er. Hlaup eru ódýr íþrótt, einungis þarf að fjárfesta í skóm og íþrótta- fötum en það kostar ekkert að fara út að hlaupa. Langar þig út að hlaupa? Það verður enginn góður hlaupari nema byggja sig upp og æfa. Það þarf samt að fara rólega fyrst til að forðast meiðsli. NORDICPHOTO/GETTY Þeir sem gera hlaup að lífs-stílsvenju þurfa að huga að mataræðinu. Til að halda orkunni í jafnvægi er mikilvægt að velja góð hráefni því líkaminn brennir miklu á hlaupum. Þótt margir vilji forðast kolvetni þá eru þau engu að síður mikilvæg fyrir hlaupara. Rótargrænmeti er mjög gott, hafrar og kínóa. Nauðsynlegt er að auka inn- töku á prótíni í máltíðum en það gefur vítamín, steinefni og aðra næringu sem er nauðsynleg. Eitt soðið egg er góður kostur fyrir hlaup. Borða skal tveimur klukku- stundum áður en hlaupið hefst. Máltíðar ætti að neyta stuttu eftir hlaupið. l Morgunmatur ætti að samanstanda af hafragraut með mjólk og blá- berjum. Eitt soðið egg. l Á milli mála er gott að fá sér kota- sælu með epli og kanil. l Hádegismatur gæti verið kjúklinga- bringa, wok-grænmeti og hnetur. l Ávexti eins og mangó er gott að borða á milli mála. l Kvöldmaturinn gæti þá verið lax, soðnar kartöflur, spergilkál og smá olía. Hlauparar ættu alltaf að hafa vatn við höndina, að minnsta kosti ef hlaupið er í klukkustund eða lengur. Þjálfunin verður að vera sam- setning æfingar, hvíldar og góðs mataræðis svo hægt sé að byggja líkamann upp til frambúðar. Mataræði hlaupara  Góð og holl fæða er nauðsynleg fyrir hlaupara. Fæst í apótekum og heilsuverslunum, Hagkaup, Melabúðinni Fræinu, Fjarðarkaupum auk valdra útsölustaða um land allt. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . m A í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E 6 -B 7 7 4 1 F E 6 -B 6 3 8 1 F E 6 -B 4 F C 1 F E 6 -B 3 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.