Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 36
„Ég veit ekki betur en að þetta sé fyrsta bókin á íslensku um Kanaríeyjar sem hefur verið uppáhalds áfangastaður Íslendinga í öll þessi ár. Það eru ekki margar ferðamannahandbækur á íslensku,“ segir Snæfríður Ingadóttir sem hefur gefið út bókina Ævintýraeyjan Tenerife, stór ævintýri á lítilli eyju. Bókin er 144 blaðsíður og er uppfull af fróðleik og skemmtilegum hugmynd­ um að ýmsu áhugaverðu sem vert er að skoða og upplifa á Tenerife. Snæfríður hóf að venja komur sínar til Kanaríeyja fyrir um fimm árum í gegnum íbúða­ skipti en hún er einmitt nýbúin að gefa út bók um þann valkost. „Þetta er sjöunda bókin sem ég gef út, önnur á þessu vori og sú fyrsta sem er á íslensku um Tenerife að því er ég best veit,“ segir hún kát. Kanaríeyjar eru sjö talsins en Snæ­ fríður og fjölskylda hennar hafa heillast sérstaklega af Tenerife og ætla þau að dvelja þar allan næsta vetur. „Börnin fara í skóla og við hjónin ætlum að læra spænsku og lenda í ævintýrum,“ segir Snæfríður og heldur áfram: „Undanfarin fimm ár höfum við alltaf farið til Kanarí­ eyja í minnst mánuð í einu. Við byrj­ uðum að fara í gegnum íbúðaskipti sem er sérlega hagstætt fyrir barnafólk því þá er ekkert greitt fyrir gistingu. Á þessum ferðalögum höfum við gist á öðrum stöðum en hinn venjulegi ferðamaður og erum oftast innan um heimamenn. Þá höfum við líka oft fengið skemmtileg tips frá heimamönnum á þessum ferða­ lögum okkar. Handbókin um Tenerife er byggð á þessum upplifunum okkar og segir frá því sem mér finnst vert að deila áfram til annarra Íslendinga sem vilja upplifa pýramída, regnskóg, góðar gönguleiðir, flóamarkaði, náttúrulaugar og annað skemmtilegt sem þessi eyja hefur upp á að bjóða.“ benediktboas@365.is Heillaðist af eyjunum Snæfríður kominn með bókina í hendur en hún byrjaði að fara til Tenerife fyrir um fimm árum í gegnum íbúðaskipti. Leyndardómar Tenerife eru kynngimagnaðir og ekki allir sem njóta hennar til fulls. Bókin er sú fyrsta á íslensku um Tenerife. Út er komin ferðamanna- handbókin Ævintýraeyjan Tenerife eftir Snæfríði Inga- dóttur en þetta er fyrsta bókin á íslensku um eyjuna sem Íslendingar eru svo sólgnir í. Þetta er önnur bókin hennar á þessu vori og sú sjöunda alls. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Þórarinn Sveinsson tæknifræðingur og fyrrverandi forstjóri Stálvíkur, Garðabæ, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 18. maí. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 31. maí nk. kl. 13. Þuríður Hjörleifsdóttir Þórunn Jónsdóttir Jóhannes T. Halldórsson Sveinbjörg Jónsdóttir Gunnar Jóhann Birgisson Jón Þórarinn, Hulda Steinunn og Jón Björgvin Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ingibjörg Karlsdóttir (Inba Kalla) áður til heimilis að Selvogsgötu 13, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 28. maí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg Hilmarsdóttir Guðmundur Björnsson Sigrún Hilmarsdóttir Kristján Hringsson Jónas Hilmarsson Ágústa Ragnarsdóttir Guðríður Hilmarsdóttir Gunnar Ólafur Eiríksson Ágústa Guðný Hilmarsdóttir Valur Helgason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Sigurjónsdóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, áður að Sjafnargötu 12, Reykjavík, lést á Hrafnistu að morgni 23. maí. Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju fimmtudaginn 7. júní kl. 13.00. Edda G. Björgvinsdóttir Birgir Björgvinsson Ásta Edda Stefánsdóttir Áslaug Högnadóttir Páll Haraldsson Andri Björn Birgisson Johanna Velásquez Brynja Dóra Birgisdóttir Ragnar B. Ragnarsson Týr Fáfnir Stefánsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Gunnarsson Hraunbæ 66, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 19. maí. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 30. maí klukkan 13. Gunnar Kristjánsson Oddný Bára Ólafsdóttir Unnur Kristjánsdóttir Þórir Björgvinsson Sigríður Kristjánsdóttir Guðmundur Hilmarsson Páll Kristjánsson Sinéad McCarron barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Fjólu Pálsdóttur Heiðargerði 42, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum 10. apríl síðastliðinn. Pálmar Kristinsson Hallfríður Frímannsdóttir Halldór Kristinsson Gunnar S. Kristinsson Gréta Vigfúsdóttir Sævar Kristinsson Ólöf Kristín Sívertsen barnabörn og barnabarnabörn. 2 5 . m a í 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U R28 T í m a m ó T ∙ F R É T T a B L a ð i ð tímamót 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E 6 -D A 0 4 1 F E 6 -D 8 C 8 1 F E 6 -D 7 8 C 1 F E 6 -D 6 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.