Muninn - 01.01.1903, Blaðsíða 32

Muninn - 01.01.1903, Blaðsíða 32
30 íslendingar. UM ÁPENGI. I. þarvaldur Thoroddsen Professor (Tímar. Bók- mfél. VII. 289). „í . . . Kynlyn-fjöllum að sunnan . . . eru Mongólar . . . sem eru bæði latir og óþrifnir. Kitt sinn köypti hanu (Prschewalski, rússneskur land- könnunar-maður) smjör hjá mongóla einum, og átaldi hann fyrir að bæði væri ull og skarn í smjörinu. Þá svaraði mongólinn: ’Hverjum rétttrúuðum ber að lifa eins og Guð vill. Guð sendir oss skarnið eins og ann- að, og þvi ættum vér þá ekki að taka við því eins og öðru?’ Þetta er alveg sama eins og sumir drykkju- menn segja að Guð hafi skapað brennivínið, og því sé ekki neitt á móti því að drekka þaö“ Friðrik J. Bergmann prestur (ísland um alda- mótin bls. 285—286). „Það er ósköp . . . . að svo fá- tækt land skuli eyða jafnmiklu ógrynni fjár til áfengis- kaupa. En því miður hafa höfðingarnir lengi gengið þar á undan, og alþýðan fylgt illu eptirdæmi þeirra . . . . . Vonandi er, að bráðum verði áfengissala öll, og aðflutningur áfengis bannað með lögum.“ Páll Briem amtmaður (Andvari 1889 bls. 19). „Drykkjurútar . . . eru alveg eins mikið átuinein fyrir mannfélagið cg margirafbrotamenn, og það á að typta þá.“ Sigurður Sívertsen prestur (Tvær ræður 1875 bls. 5), „á minni skömmu lífstíð hefi ég séð marga verða að herfangi þessarar svívirðilegu drykkjuskaparástríðu, og að siðustu að herfangi dauðans fyrir tímann; margir vírðast ekki hafa lært mikið af óförum þeirra, sem of- drykkjan sviftir lífinu.“

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/1285

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.