Póstblaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 2

Póstblaðið - 01.04.1916, Blaðsíða 2
2 3. Með því að innborgunarverð póstávxsana breytist svo oft og símskeyti um þær breytingar tefjast á leiðinni frá útlöndum, skulu pöstafgreiðslumenn láta sendendur póstávísana vita, að þeir verði að sætta sig við, að greiða þá upphæð, sem þarf, eftir gildandi verði póstávísana, þótt póstafgreiðslumaður viti eigi um það með vissu, þegar ávísunin er innborguð. 4. Af því að sumir póstafgreiðslumenn halda hjá sér póstkröfusendingum óhæfi- lega lengi og svara fyrirspurnum um þær bæði seint og ógreinilega, skulu þeir allir með hverjum mánaðarreikningi senda skýrslu um allar póstkröfusendingar, sem hjá þeim liggja I lok hvers mánaðar og hafa legið hjá þeim í hálfan mánuð eða lehgur. A skýrslu þess- ari skal tilfæra hvaða mánaðardag sendingin er komin á póstafgreiðslustaðinn. j. Sumarið 1914 segir stýrimaðurinn á »Flóru«, að hafi verið afhentur á ein- hverjum viðkomustað hér við land böggull nr. 108 frá Kreyns & Co. I Rotterdam til Páls Bergssonar í Ólafsfirði, en innihald böggulsins hafi verið vindlar. Póstmenn eru því beðnir um að athuga, hvort slíkur böggull kynni að vera í óskilum hjá þeim, og senda hann þá til pósthússins á Akureyri, en tilkynna það hingað. 6. Nýjar póstafgreiðslur h ifa verið settar á stofn á Hoýsós og Reyðarfirði. Póst- afgreiðslan í Hofsós skiftist á póstsendingaskrám við sömu staði og áður, en Fell og Haganesvík leggjast undir póstafgreiðsluna I Hofsós og skiftást á skrám innbyrðis og við næstu póstafgreiðslur og bréfhirðingsr þær, sem liggja þar á milli. Póstafgreiðslan I Reyðarfirði skiftist á póstsendingaskrám við sömu staði og áður og auk þess við póst- stofuna í Reykjavík. 7. Póstafgreiðslumenn hafa verið skipaðir: í Hofsós: kaupmaður Ólafur H. Jensson, á Reyðarfirði: kaupmaður Rolf Johatisen og cand. jur. Björn Pálsson á Seyðis- firði, frá i. júli þ. á. 8. Hinn 1.—28. október næstkomandi að báðum dögum meðtöldum, skal á hverjum póststað á landinu telja allar sendingar og senda póststofunni I Reykjavík skýrsl- ur um þær, alveg eins og gert var I maí f. á. Auk þess skal og senda skýrslu um bók- færðar sendingar 1915 eftir sömu reglum og áður, sjá Póstblaðið nr. 1 1915 og nr. 4 og s 1912. Eyðublöð undir skýrslur þessar verða póstafgreiðslumenn að panta i tækan tíma handa sér og bréfhirðingum í umdæmi þeirra, ef eigi eru nægar birgðir fyrirliggjandi. 9. • Þegar fyrirspurnir eru sendar um útlenda óskilaböggla, eyðublað nr. 76, skal henni fylgja til undirskriftar sendanda eyðublað nr. A. undir yfirlýsing, samskonar og sendendur hér á landi verða að láta fylgja bögglum, sem eiga að fara til útlanda, svo að hægt sé að endursenda bögglana. 10. Hver póststaður á leið póstbílanna verður að senda póstsendingar beint til þess viðkomustaðar á leið bilanna, sem á að taka við sendingunum, þvf að bílarnir mega ekkert tefjast á póststöðunum og verður pósturinn að vera altilbúinn, þegar þeir koma. Póstmeistarinn í Reykjavik. Sigurður Briem.

x

Póstblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstblaðið
https://timarit.is/publication/1288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.