Fréttablaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 6
www.reebokfitness.is TILBOÐIÐ GILDIR DAGANA 18. MAÍ - 8. JÚNÍ „Ég held að niðurstaðan sé að segja okkur það að Akureyringar séu til- tölulega sáttir við meirihlutann og þess vegna sé eðlilegt að vinna áfram saman,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingar- innar á Akureyri. Allir þrír flokkarnir sem mynd- uðu meirihluta á síðasta kjörtíma- bili, það er L-listinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn, fengu tvo menn kjörna hver af ellefu mönnum í bæjarstjórninni. Það þýðir að meirihlutinn heldur velli og er það í fyrsta sinn sem það gerist á Akur- eyri. Fulltrúar flokkanna þriggja hitt- ust í gær til að fara yfir málin og er Hilda Jana bjartsýn á stöðuna. Fundað verður áfram í dag. „Ef maður skoðar stefnu flokk- Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar hélt velli í fyrsta sinn Aðeins tveimur atkvæðum mun- aði á því að Ragnar Sigurðsson, þriðji maður Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, kæmist inn í bæjar- stjórn. Það hefði þá verið á kostnað fjórða manns Fjarðalistans, sem vann sigur í kosningunum á laugar- daginn. Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft að ná þriðja manninum inn til að halda velli. Meirihluti Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins féll því á tveimur atkvæðum. – sa Aðeins tveimur atkvæðum frá meirihluta Seyðisfjarðarlistinn hlaut hreinan meirihluta á Seyðisfirði í sveitar- stjórnarkosningunum á laugardag og verður að telja það nokkur tíðindi. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur, sem fóru með meirihluta í bænum, hafa stýrt bæjarfélaginu síðustu áratugina. Hildur Þórisdóttir, oddviti Seyðis- fjarðarlistans, segir þennan árangur hafa verið framar vonum. „Ég var bjartsýn fyrir þessar kosningar en þetta er nú meira en ég bjóst við. Við erum ofboðslega þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Hildur. Hún segir það hafa verið á stefnu- skránni að auglýsa eftir bæjarstjóra og framboðið hviki ekki frá því lof- orði. „Við sögðumst ætla að ráða bæjarstjóra og auglýsa eftir slíkum. Við ætlum að standa við það loforð.“ Seyðisfjarðarlistinn fékk 53 prósent atkvæða og fjóra menn í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur kom næstur með um 31 prósent og tvo bæjarfulltrúa. Framsókn fékk 16 prósent atkvæða og einn mann. – sa Breytt staða á Seyðisfirði Eyjalistinn ætlar í dag að ræða bæði við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey. Hársbreidd munaði að Sjálfstæðis- menn fengju fjóra menn kjörna á laugardaginn og héldu þannig meirihluta. Hann fór þó að lokum til Heimaeyjarframboðsins og Eyja- listinn tapaði líka einum manni. Jóhann Pétursson, formaður yfir- kjörstjórnar í Vestmannaeyjum, sagði við fréttastofu RÚV að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði þurft sex atkvæði til að ná fjórða manninum inn og halda þannig hreinum meiri- hluta. Þess vegna hefði verið ákveðið að telja aftur. Íris Róbertsdóttir, oddviti Heima- eyjarframboðsins, er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og eiga margir sem að framboðinu stóðu rætur að rekja þangað. Stofnað var til framboðsins eftir að ákveðið var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til prófkjörs í Vest- mannaeyjum til að stilla upp á lista. Þá hefur Íris sagt við Fréttablaðið að hún vilji auka beint lýðræði. Meðal annars eigi íbúar í Vestmannaeyjum að fá að koma betur að þeirri ákvörð- un hvort bærinn taki yfir rekstur Herjólfs. Íris var að funda með stuðnings- fólki listans þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. „Eins og úrslitin gefa til kynna þá erum við búin að óska eftir því að hitta Eyjalistann. Það verða fyrstu skrefin,“ sagði Íris Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sín- um. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokk- inn og Fyrir Heimaey. Sjálfstæðismenn hafa haft hreinan meirihluta í Vestmannaeyjum síðustu tólf árin. n Sjálfstæðisfl. n L-listinn n Framsókn n Samfylkingin n Miðflokkurinn n VG 3 2 2 2 1 1 ✿ Kosningar 26. maí Hilda Jana Gísladóttir. anna frá því í kosningunum þá get ég ekki séð á neinu að það ættu að vera einhver stór mál sem myndu stoppa. Ég sé ekki hvar það ætti að vera,“ segir Hilda Jana. Það liggur þó fyrir að meirihlut- inn þarf að ráða sér nýjan bæjar- stjóra, því Eiríkur Björn Björgvins- son, sem var ráðinn bæjarstjóri eftir síðustu kosningar, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta í starfi sínu. „Við höfum talað um að við vild- um auglýsa starfið,“ segir Hilda Jana um næsta bæjarstjóra, en bætir jafn- framt við að engar ákvarðanir hafi verið teknar um málið. – jhh Sjálfstæðismenn hafa stýrt í Vestmannaeyjum í tólf ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR um komandi meirihlutaviðræður flokkanna. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyja- listans, segir framboðið ætla að ræða við báða aðila í dag og meta stöðuna eftir það. Hann bendir þó á að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi verið með hreinan meirihluta í tólf ár. „Kosningarnar eru ákveðinn dómur á þann meiri- hluta. Við fáum líka okkar skell og missum mann og töpum einhverjum atkvæðum, þó þau séu ekki mörg. Ég held að Heimaeyjarframboðið sé svolítið með byrinn í seglin og kosningarnar gefa það til kynna að fólk vill breytingar,“ segir hann. Bæjarstjórinn í Eyjum, Elliði Vignisson, segir að ef niðurstaðan verði sú að hann gangi frá borði, þá sé hann sáttur. „Ég er búinn að vera bæjarstjóri í tólf ár og það er ágætt á starfsferilskrána að hafa tekið við einu verst setta sveitarfélaginu og skilað af sér einu því best setta.“ jonhakon@frettabladid.is ✿ Kosningar 26. maí K O S N I N G A R 2 6 . M A Í 2 0 1 8 K O S N I N G A R 2 0 1 4 3 3 1 2 5 n Eyjalistinn n Sjálfstæðisflokkurinn n Fyrir Heimaey Eins og úrslitin gefa til kynna þá erum við búin að óska eftir því að hitta Eyjalist- ann. Íris Róbertsdóttir, oddviti Fyrir Heimaey Fulltrúar flokkanna þriggja í meirihlutanum hittust í gær og eru sammála um að halda samtalinu áfram. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 2 8 . M A Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E C -2 7 D 4 1 F E C -2 6 9 8 1 F E C -2 5 5 C 1 F E C -2 4 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.