Fréttablaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.05.2018, Blaðsíða 14
WWW.GÁP.IS GÁP | FAXAFEN 7 | 108 REYKJAVÍK | 520-0200 LÆGÐ YFIR LANDINU? KROSS REIÐHJÓL Á LÆGÐARVERÐI! 20-45% AFSLÁTTUR 2 8 . M A Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT GOLF Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék frá- bært golf um helgina sem skilaði honum 7. sæti á móti í Áskorenda- mótaröð Evrópu í golfi í Tékklandi um helgina. Lék Birgir Leifur alla fjóra hring- ina undir pari en hann lauk leik á mótinu á þrettán höggum undir pari. Fékk hann aðeins einn skolla á lokahringnum á níundu braut vall- arins en hann var duglegur að sækja fugla. Fékk hann samtals sjö fugla á deginum sem skilaði honum í hús á sex höggum undir pari á lokadegi mótsins. Var það besti hringur hans á mótinu en hann lék alla fjóra dag- ana undir pari. Fékk hann samtals tuttugu fugla á mótinu og sjö skolla en Minkyu Kim frá Suður-Kóreu stóð uppi sem sigurvegari á tuttugu höggum undir pari. Fyrir sjöunda sætið fékk Birgir Leifur tæplega 5.200 evrur, eða um 640 þúsund íslenskar krónur. Annar íslenskur kylfing- ur tók þátt, Axel Bóas- son úr GK, e n A xe l komst ekki í gegnum n i ð u r - skurðinn. – kpt Frábær hringur hjá Birgi Leifi KÖRFUBOLTI Paul Hallgrimsson rekur skiptinemasamtökin Global Horizons sem hafa komið yfir 8.000 unglingum í menntaskóla í Banda- ríkjunum. Hann var staddur hér á landi um helgina þar sem hann hitti tilvonandi skiptinema. Hann kom fyrst hingað til lands 1965. Paul, reffilegur karl á 73. aldursári, hefur sterk tengsl við Ísland. Afi hans sigldi frá Akureyri til Seattle 1882. Þar kynntist hann ömmu Pauls sem var frá Ísafirði. Paul, sem er sonur tónlistarmanns, er frá Seattle-svæðinu og býr þar í dag. Hann bjó lengi í Þýskalandi þar sem hann starfaði sem körfu- boltaþjálfari. Síðustu 40 árin hefur hann hjálpað ungum og efnilegum krökkum að komast að í banda- rískum menntaskólum. Margir Íslendingar hafa farið vest- ur um haf á vegum Global Horizons, þ. á m. körfuboltamennirnir Hlynur Bæringsson, Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson. Faðir þess síðastnefnda, Sigurður Hjörleifsson, hefur starfað með Paul í um 20 ár. „Við erum ekki með marga krakka. Við viljum frekar gæði en magn,“ sagði Paul í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur minnkað við sig undan- farin ár en þegar mest lét hjálpaði hann 500 krökkum á ári að komast að í bandarískum menntaskólum. Aðstoðaði landsliðsþjálfara Þýskalands Sá þekktasti sem Paul hefur komið að vestanhafs er Þjóðverjinn Detlef Schrempf sem átti langan og far- sælan feril í NBA-deildinni og var einn af fyrstu Evrópubúunum sem slógu í gegn þar. Paul kom Schrempf að í Centralia-menntaskólanum í Washington, hjá gamla þjálfaranum sínum Ron Brown, sem stýrði körfu- boltaliði skólans í 56 ár. Annar þekktur körfuboltamaður sem Paul kom til Bandaríkjanna er Henrik Rödl, þjálfari þýska karla- landsliðsins í körfubolta. Hann var í menntaskóla í Norður-Karólínu, lék undir stjórn Deans Smith í Norður- Karólínuháskólanum og átti svo flottan feril með ALBA Berlin og þýska landsliðinu. „Við erum ekki bara með körfu- boltakrakka. Við erum með söngvara, tónlistarfólk, fótbolta- og hestakrakka. Við leitum að krökkum sem hafa ástríðu fyrir áhugamáli sínu og finnum þeim skóla og fjölskyldu við hæfi,“ sagði Paul um starfsemi Global Horizons. Hann hefur hrifist af hugarfari þeirra íslensku krakka sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina. „Íslensku krakkarnir eru frá- bærir. Það er lítið vesen á þeim. Stundum taka unglingar vondar ákvarðanir en á heildina litið hefur þetta gengið vel. Við veljum skiptinema eftir tilfinninga- greind. Ég hef sagt nei við úrvals nemendum sem eru hrokafullir og með litla aðlögunarhæfni.“ ingvithor@frettabladid.is Íslensku unglingarnir hafa reynst mér vel í gegnum tíðina Paul Hallgrimsson hefur undanfarna fjóra áratugi hjálpað efnilegum krökkum að komast í menntaskóla í Bandaríkjunum. Meðal þeirra eru íslenskir landsliðsmenn í körfubolta og einn af fyrstu Evrópubúunum sem sló í gegn í NBA. Hann hefur hrifist af viðhorfi íslenskra krakka og metnaði þeirra til að bæta sig. Rúrik Gíslason Aldur: 30 ára Staða: Kantmaður Félag: Sandhausen Landsleikir: 45/3 19 Við erum ekki með marga krakka. Við viljum frekar gæði en magn. Paul Hallgrimsson Paul, sem á íslenskar rætur og rekur ættir sínar til Vestur-Íslendinga, ásamt Sigurði Hjörleifssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E C -0 A 3 4 1 F E C -0 8 F 8 1 F E C -0 7 B C 1 F E C -0 6 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.