Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 22
Gunnar Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Athyglisvert er þó eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðs- ins í dag, að ríflega 3.400 manns eru í framboði þetta árið. Það sam- svarar um 1% þjóðar- innar. Þegar ég var ellefu ára fór ég í fyrsta fjölskyldufríið með foreldrum mínum og bræðrum. Förinni var heitið til Majorka. Það var þó ekki aðeins sólin og sundlaugarbakkinn sem vöktu eftirvæntingu. Dögum saman gramsaði ég í fataskápum heimilisins í leit að rétta dressinu fyrir flugið. Fyrir valinu urðu bleikar smekkbuxur og blússa með herðapúðum. Tíminn hefur leikið stílinn grátt og fjarlægðinni ekki tekist að draga úr stærð herðapúðanna en mér fannst ég fáránlega flott þar sem ég sat í vélinni umkringd uppábúnum Íslendingum. Þegar ég var átján ára tók ég í fyrsta skipti þátt í kosn- ingum. Ég man ekki hvað ég kaus en ég man að ég valdi klæðnaðinn sem ég mætti í á kjörstað af kostgæfni: míní- pils og klumbuskór í anda Spice Girls – „yo, I’ll tell you what I want, what I really, really want.“ Í dag dressar sig enginn lengur upp til að stíga um borð í flugvél. Að sitja í þröngum sætum, með þrútna fætur og japla á langloku með skinku og osti sem á meira skylt við baðsvamp en mat er hversdagsleg athöfn sem kallar á joggingbuxur og strigaskó. Klæðir fólk sig enn þá upp fyrir kjörstað? Svör óskast í athugasemdum á Frettabladid.is. Trump er eins og mótorhjól Lýðræðið er í krísu – að minnsta kosti ef marka má nýj- ustu bókartitla. Bókum sem bera titla á borð við „How Democracy Ends“ og „How Democracies Die“ rignir yfir engilsaxneska lesendur. Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum sögunnar“. Fuku- yama taldi að hugmyndafræðilegri þróun mannkynsins hefði lokið við fall Sovétríkjanna er hið vestræna lýðræði bar sigur úr býtum. Á síðustu tuttugu og fimm árum flakkaði lýðræðið þó frá fullnaðarsigri að þverhníptri bjargbrún yfirvofandi endaloka. Hvað klikkaði? Þótt titlar nýjustu bóka stjórnmálafræðinga séu dóms- dagsspár er innihald þeirra ekki eintóm bölsýni. Í „How Democracy Ends“ eygir David Runciman, stjórnmála- fræðingur við Cambridge háskóla, von þrátt fyrir „and- styggð samtímans á lýðræðisstjórnmálum“. Runciman segir ekki komið að leikslokum heldur eigi lýðræðið aðeins í „miðaldrakrísu“ þar sem Donald Trump er „mótorhjólið“. Hvað sem endalokunum líður er ljóst að lýðræðið er þó hverfulla en Fukuyama taldi. Breski heimspekingur- inn og metsöluhöfundurinn John Gray sendi frá sér nýja bók á dögunum þar sem hann segir lýðræðið hvergi nærri hólpið. Í bókinni „Seven Types of Atheism“ gagn- rýnir Gray blinda trú á framþróun mannkyns og segir hugmyndir Vesturlanda um frjálslyndi – lýðræði, mann- réttindi og víðsýni – jafnast á við trúarbrögð. Gray segir að þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekk- ing og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, sið- ferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Gleðilegan kjördag Í dag ganga Íslendingar til sveitarstjórnarkosninga. Kosningaþátttaka hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 1994 var hún 86,6 prósent en í síðustu sveitar- stjórnarkosningum árið 2014 var hún komin niður í 66,5 prósent. Lýðræðið er kannski ekki á heljarþröm. En að því steðjar þó hætta. Lýðræðið er ekki fullkomið; það er stundum klunnalegt og vanmáttugt; kjósendur velja sér slappa leiðtoga; það er krambúlerað á að líta í miðaldra- krísunni sinni. Hættan liggur hins vegar annars staðar. Við virðumst farin að líta á lýðræði eins og flugsam- göngur: óafturkræft framfaraskref sem er orðið svo hversdagslegt að við nennum ekki lengur að punta okkur fyrir það. En tækniþekkingin sem tryggir flug- samgöngur hvílir á áþreifanlegri framþróun á sviði vísinda, þekkingu sem ekki glatast. Lýðræði er hins vegar samfélagssáttmáli sem þarf að viðhalda. Hvort sem fólk kýs að klæða sig upp eða ekki er óskandi að sem flestir mæti á kjörstað. Því lýðræðið er hvorki sjálfgefið né ófrá- víkjanlegt. Lýðræði í miðaldrakrísu Gengið er til sveitarstjórnarkosninga í dag. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær, spáir önnur að meirihlutinn í Reykjavík haldi, hin að hann falli.Í könnun Fréttablaðsins heldur meirihlutinn í Reykjavík. Samfylking fengi 32% og níu menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur yrði næststærstur með 26% og sjö menn. Gallup gerði könnun þessa sömu daga. Þar er meirihlutinn í borginni fallinn. Sjálfstæðisflokkur orðinn stærstur og næði inn átta mönnum, Samfylking sjö. Þrátt fyrir ofgnótt framboða og frambjóðenda virðist sem kjósendur líti svo á að þeir séu fyrst og fremst að kjósa milli þessara tveggja risa í reykvískri pólitík. Samfylkingin hefur háð nokkuð hnökralausa kosninga- baráttu. Dagur B. Eggertsson hefur verið í fararbroddi og lítið sést til annarra frambjóðenda. Uppleggið virðist hafa verið að leggja upp með einfaldar áherslur, fá hnitmiðuð mál og óskoraðan leiðtoga í fararbrodd. Þetta virðist hafa tekist vel, enda flokkurinn siglt lygnan sjó í baráttunni, sér- staklega í ljósi þess að vera flokkur sitjandi borgarstjóra og grunnstoðin í ríkjandi meirihluta. Sjálfstæðismönnum hefur hins vegar ekki lánast að sigla jafn lygnan sjó. Kosningamálin hafa kannski verið fleiri en skynsamlegt getur talist, og sést hefur mikið til frambjóð- enda jafnvel langt niður eftir listanum. Spyrja verður hvort ekki hefði verið skynsamlegra að einfalda boðskapinn, sérstaklega í ljósi þess að lítill áhugi hefur verið á kosning- unum og því erfiðara en ella að halda athygli kjósenda. Hvað aðra flokka í núverandi meirihluta varðar þá má velta því upp hvort þeim hafi tekist að skilja sig frá Sam- fylkingunni. Hvorki Píratar né Vinstri grænir hafa gagnrýnt Samfylkinguna eða borgarstjóra svo heitið getur. Viðreisn hefur sömuleiðis ekki náð að takast á loft. Hvað önnur framboð varðar, þá væri það að æra óstöð- ugan að telja þau öll upp. Athyglisvert er þó, eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, að það eru ríflega 3.400 manns í framboði. Það samsvarar um 1% þjóðar- innar, og er eins og 640 þúsund manns væru í framboði í Bretlandi, eða 3,25 milljónir manna færu fram í Banda- ríkjunum. Auðvitað er það gott að svo margir láti sig pólitík varða, en að sumu leyti gerir það vitrænni umræðu erfiðara fyrir. Fjölmiðlarnir, sem verða að gæta jafnræðis, hafa ein faldlega ekki pláss til að kynna öll framboð svo vel sé. Kannski er það ástæðan fyrir því að svo margir eru óákveðnir nú á loka- metrunum. Tæplega fimmti hver kjósandi er óákveðinn og ríflega annað eins vildi ekki svara eða ætlar að skila auðu, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og svipaðar tölur má greina í könnun Gallup. Fylgið virðist vera á flökti og margir ekki enn búnir að ákveða sig. Frammistaða frambjóðenda á lokametrunum getur því skipt miklu. Hvað sem öllum bollaleggingum líður ber að fagna tæki- færinu til að tjá skoðun okkar og mæta á kjörstað. Þrátt fyrir að talsverðrar kosningaþreytu kunni að gæta eftir síðustu ár má aldrei gleymast að kosningarétturinn er alls ekki sjálfsagður. Látum ekki vorhretið endalausa draga úr okkur kjark. Mætum og kjósum. Mætum og kjósum Þjónustumiðstöð tónlistarfólks 2 6 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R22 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 9 -F 2 7 C 1 F E 9 -F 1 4 0 1 F E 9 -F 0 0 4 1 F E 9 -E E C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.