Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 91
Magadans er kenndur á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Magadansarar landsins ljúka dansvetrinum á sunnudag með sýningu í Tjarnarbíói sem ber heitið 1001 nótt sem vísar í arabískan uppruna magadansins. Magadans er iðkaður í fjölda dans- stúdíóa á Íslandi yfir vetrartímann enda magadans einstaklega góð líkamsrækt sem bæði styrkir stoð- kerfið og eykur liðleika og þol auk þess að vera afskaplega skemmti- legur. Gróskan í magadansi er mikil og stílarnir og dansararnir fjölbreyttir. Danshóparnir á höfuð- borgarsvæðinu búa til frábæra sýningu sem snertir á flestu því sem er að gerast í magadansinum í dag svo það er óhætt að fullyrða að enginn þarf að láta sér leiðast í þessari dansveislu.  Auk magadansins verða geggjuð gestaatriði þar sem sýnt er m.a. salsa, burlesque, húlla og jallabina. Danssýningin 1001 nótt verður eins og áður sagði í Tjarnarbíói klukkan fjögur á morgun, sunnu- dag, og aðgangseyrir er 2.000 krónur. 1001 nótt í Tjarnarbíói Ekki er sama hvernig brauð er geymt. Hvernig er best að geyma brauð svo það endist sem best? Þótt ísskápur sé ávallt góður til að geyma mat þá á það ekki við um gerbakstur. Brauðið getur nefnilega orðið hart og þurrt í kæliskáp auk þess sem það tekur auðveldlega í sig bragð. Ekki skal heldur geyma brauð í plastinn- kaupapoka, þeir eru ekki hannaðir til geymslu matvæla. Reyndar henta fæstir plastpokar til geymslu á brauði þar sem það þarf loft auk þess sem skorpan linast. Nýtt súr- deigsbrauð er best geymt á eldhús- borðinu með því að vefja það inn í viskastykki. Ekki er heldur mælt með að brauðið sé niðurskorið ef ekki á að borða það strax. Brauð ætti að kaupa til daglegrar neyslu. Þegar geyma skal brauð er frystirinn bestur. Ef þú hefur keypt fryst brauð er ekki góð hugmynd að frysta það aftur. Sama Geymsla á brauði gildir um pylsu- og ham- borgarabrauð. Ef brauð er geymt í frysti skal setja það í loftþéttar umbúðir og láta það þiðna alveg áður en þess er neytt. John Bain, betur þekktur undir YouTube-nöfnunum Total-Biscuit og The Cynical Brit, lést á fimmtudag, 33 ára gamall. Bana- mein hans var krabbamein. Bain var með 2,2 milljónir áskrifenda á YouTube og fjallaði um tölvuleiki, en hann hætti að gagnrýna leiki í apríl, þegar krabbameinið dreifðist frá þörmum yfir í lifur. Hann greindist fyrst með krabba- mein árið 2014. Hann birti langan pistil á Reddit í byrjun maí þar sem hann sagði að hann ætti skammt eftir. Eiginkona hans tilkynnti um dauða hans á Twitter-síðu Bains og birti ljóð til minningar um eigin- mann sinn. Hún sagðist finna fyrir meiri yfirþyrmandi sorg en hún gæti mögulega lýst. Vinsældir Bains hófust árið 2010 og hann varð brátt þekktur og virtur í tölvuleikjaheiminum og hafði mikil áhrif. Bain var duglegur að hampa minna þekktum leikjum sem fengu litla markaðssetningu og gagnrýndi marga vinsæla tölvu- leikjaframleiðendur fyrir að leggja meiri áherslu á hagnað en vandaða leiki. Bains hefur verið minnst víða á samfélagsmiðlum og streymis síðan Twitch þakkaði honum sérstaklega fyrir framlag hans til tölvuleikja- iðnaðarins og sagði að sterkar skoðanir hans og kímnigáfa hefðu gert hann að einni mikilvægustu röddinni í tölvuleikjaheiminum. YouTube-stjarna er látin PO W EC O _6 80 98 1_ A 3_ G B -S C A N _P 11 *Fimm könnur í pottinum - DREGIÐ 1.JÚNÍ Þú gætir unnið STELTON HITAKÖNNU* ásamt uppáhalds te-inu þínu! Settu inn skemmtilega mynd á instagram með YOGI TEA og taggaðu #YOGITEANETTÓ Taktu þátt í SUMARLEIK YOGI og NETTÓ FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 2 6 . m a í 2 0 1 8 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E A -5 A 2 C 1 F E A -5 8 F 0 1 F E A -5 7 B 4 1 F E A -5 6 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.