Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 96
Ef foreldrar fylla upp í hverja einustu stund hjá barninu lærir það aldrei að gera það sjálft. Skypark trampólíngarðurinn var opnaður í ágúst í fyrra og er í Urðarhvarfi 14 í Kópa­ vogi. Örn Ægisson, eigandi Sky­ park, segir viðtökurnar hafa verið vonum framar. „Skypark er frábær staður fyrir fjölskylduskemmtun, það er nóg að mæta og byrja að hoppa. Þetta er ekki bara fyrir krakkana heldur líka foreldrana en þeir foreldrar sem eru feimnir við að byrja fá alltaf korter frítt í hopp með krökkunum.“ Hann segir Skypark vin­ sælan stað til að halda afmæli. „Við bjóðum upp á fimm herbergi til að halda afmælisveislur með mismunandi þemum, geim­ skipaherbergi, víkingaherbergi, hetjuherbergi, listaherbergi og „gym“­herbergi.“ Herbergin eru skreytt í samræmi við þemu og þar er hægt að bera fram veitingar handa gestum sem verða svangir og þyrstir af hoppi og skoppi. “ Eldri krakkar og unglingar eru líka hjartanlega velkomnir. „Við erum með leiðbeinanda í salnum á miðviku­ og föstudögum milli 7 og 9 á kvöldin sem leiðbeinir og aðstoðar við fimleikaæfingar eins og heljarstökk, lendingar, flikk og skrúfur svo eitthvað sé nefnt.“ Í bígerð er að bjóða upp á brennslutíma fyrir fullorðna næsta vetur. „Bráðlega verðum við með tíma fyrir fullorðna með ung­ börn,“ segir Örn. „Þar verður kennt hvernig á að bera sig að á tram­ pólíni með barn í fanginu og svo gerðar góðar brennsluæfingar.“ Skypark er opið frá tólf í hádeginu til tíu á kvöldin á virkum dögum og frá tíu á morgnana til tíu um helgar. Verið er að kanna hvort grundvöllur sé fyrir að opna fyrr á virkum dögum í sumar en allar upplýsingar um það og annað má finna á skypark.is. Hoppað á trampólíni á öllum aldri Skypark trampólíngarður Íslands í Urðarhvarfi í Kópavogi er staður fyrir alla fjölskylduna sem getur skemmt sér saman í hoppi og skoppi, haldið upp á afmæli og sitthvað fleira. Í Skypark er boðið upp á úrvalsaðstöðu til afmælishalds. Örn Ægisson er eigandi Skypark. MYNDir/StefáN Skypark er fullt af trampólínum svo allri geti skoppað að vild. Margir foreldrar vilja halda krökkunum sínum upp­teknum í sumarfríinu, bæði af því að þeir vilja að börnin nýti frítímann í eitthvað uppbyggi­ legt og vegna þess að þeir vilja ekki að börnin séu eftirlitslaus og í reiði­ leysi langtímum saman. En barna­ sálfræðingar og aðrir sérfræðingar í þroska barna benda á að það sé líka mikilvægt að leyfa börnum að leiðast og að hver einasta stund sé ekki skipulögð af einhverjum öðrum, því þá læra börnin ekki að hafa ofan af fyrir sér og fá ekki tíma til að uppgötva hvað það er sem þau hafa mestan áhuga á. finni eigin áhugamál „Þegar maður er fullorðinn þarf maður að finna sér hluti til að gera og fylla upp í frítíma sinn á ánægju­ legan hátt,“ segir Lyn Fry, barnasál­ fræðingur sem starfar í London og sérhæfir sig í menntun. „Ef foreldrar fylla upp í hverja einustu stund hjá barninu lærir það aldrei að gera það sjálft.“ Lyn Fry er ekki sú eina sem hefur bent á þetta og kosti þess að leiðast. Rannsóknir hafa sýnt að það örvi sköpunargáfuna að leiðast og dr. Teresa Belton, sem hefur rann­ sakað tengslin milli þess að leiðast og ímyndunarafls, segir að það að leiðast sé nauðsynlegt til að þróa „innri örvun“, sem bæti sköpunar­ gáfu. Árið 1993 benti sálfræðingurinn Adam Phillips á að það geti gagnast þroska barna að þola það að leiðast. Hann segir að þegar manni leiðist gefist tími til að íhuga lífið, í stað þess að flýta sér í gegnum það. Hann sagði meira að segja að það væri kúgun frá fullorðnum að ætlast til að börn hefðu áhuga á hinu og þessu, í stað þess að leyfa þeim að finna út hvað þeim finnst áhugavert sjálf. Gott að gera lista yfir það sem barnið vill Fry leggur til að í byrjun sumar­ frísins setjist foreldrar niður með börnum sem eru fjögurra ára og eldri og saman geri þau lista yfir allt sem börnin gætu haft gaman af að gera í fríinu. Þetta geta verið einfaldir hlutir, eins og að spila á spil, lesa bók eða fara út að hjóla. En þetta geta líka verið flóknari verkefni, eins og að elda fínan mat, setja upp leikrit eða æfa sig í ein­ hverju áhugamáli. Ef barnið kemur svo til foreldra sinna yfir sumarið og kvartar yfir að sér leiðist, þá er hægt að vísa því á listann og þá verður það að finna sér eitthvað að gera sjálft. Að sjálfsögðu eru góðar líkur á að börnin endi með að slæpast og leiðast, en það er líka mikilvægt að leyfa því að gerast og rétta þeim til dæmis ekki bara spjaldtölvu umsvifalaust. Þá læra þau aldrei að hafa ofan af fyrir sér án tölvunnar og geta orðið háð henni. Þurfa að þola leiðindi Sama kenning var lögð fram í bókinni „Að höndla hamingju“, eftir Bertrand Russell, sem kom út árið 1930. Þar er heill kafli um mögulega gagnsemi þess að leiðast. Russell hélt því fram að ímyndunarafl og hæfni til að þola það að leiðast sé eitthvað sem við þurfum að læra sem börn. Hann skrifaði: „Barn þroskast best þegar það, ein og ung planta, er látið afskiptalaust í sama jarðvegi. Of mikil ferðalög og of fjölbreyttar upplifanir eru ekki hollar fyrir ung­ menni og valda því að þegar þau vaxa úr grasi geta þau ekki þolað frjósama einhæfni.“ Þannig að þótt það sé að sjálf­ sögðu frábært að börnin læri ýmsa gagnlega hluti og fái alls kyns nýjar upplifanir er líka mikilvægt að leyfa börnum að eiga nægan dauðan tíma, svo þau geti lært að þola það að leiðast, að finna sér verkefni og hafa ofan af fyrir sér. Nú þegar internetið og tölvur eru alls staðar er þetta kannski mikil­ vægara en nokkru sinni áður, því við viljum ekki að börn þoli ekki að láta sér leiðast, séu háð afþreyingu og netinu og haldi ekki athygli nema í örfáar sekúndur í einu ef hlutirnir eru ekki umsvifalaust grípandi. Það hefur ekki góðar afleiðingar. Öllum hollt að láta sér leiðast Sérfræðingar í þroska barna segja að það sé mikilvægt að gefa börnum tíma til að leiðast, því það örvi sköpunargáfuna og kenni þeim að hafa ofan af fyrir sjálfum sér og uppgötva eigin áhugamál. Ýmsir sérfræðingar halda því fram að það sé hollt fyrir börn að þeim leiðist stundum. MYNDir/NOrDiCPHOtOS/GettY Börn þurfa að fá dauðan tíma til að uppgötva eigin áhugamál. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is 6 KYNNiNGArBLAÐ 2 6 . M A Í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RSuMAr & BÖrN 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E A -8 6 9 C 1 F E A -8 5 6 0 1 F E A -8 4 2 4 1 F E A -8 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.