Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 106
segir Soffía, „sumar konurnar voru í ballett þegar þær voru ungar, enn aðrar bjuggu úti á landi og áttu þess ekki kost að komast í dansskóla. Það var til dæmis ein kona sem dró fram dansskóna aftur eftir 57 ára hlé, en hún hafði verið í ballett í Þjóðleik- húsinu sem ung stúlka.“ Það fer ekkert á milli mála að ball- erínurnar taka æfingarnar alvarlega, þær vippa fótunum fimlega upp á stöngina og sveigja sig og beygja eftir kúnstarinnar reglum, líkt og þær hafi aldrei gert annað en að dansa ballett. Þær svífa hnarreistar um dansgólfið, og gefa yngri konum ekkert eftir í hreyfingu. Frábær heilaleikfimi En hvers vegna ættu eldri konur að læra ballett, hvað hefur dansinn umfram aðra hreyfingu? „Ballettinn bætir stöðu líkamans, við vinnum mikið með miðjuna, styrkjum bakið og stóru vöðvana sem er svo mikilvægt að þjálfa á þessum aldri. Það er svo yndislegt að sjá muninn á konunum frá því að þær byrja og þegar námskeiðinu lýkur. Þær bera sig miklu betur, eru beinar í baki eru með betra jafnvægi á göngu, eru eins og drottningar.“ Margir hræðast það að læra eitt- hvað nýtt og telja sig ekki geta lært flókin spor og samsetn- ingar, setja aldurinn fyrir sig. Að læra eitthvað nýtt er ein kröftugasta forvörnin í baráttunni við elliglöp og því er aldur engin afsökun. „Jú, það er rétt, við örvum heilann í hvert sinn sem við lærum eitthvað nýtt og aldurinn er engin afsökun og það hef ég margsinnis séð gerast í tímum hjá mér. Þær voru eitthvað að malda í móinn um daginn þegar við vorum að æfa nýja samsetningu – „það tekur okkur tvö ár að læra þetta“ – en aldeilis ekki, við endurtókum sporin aftur og aftur og þetta var komið eftir tvo tíma.“ Tignarlegar í svörtu Í huga flestra er hin hefðbundna ballerína klædd í táskó, þröngar sokka- buxur og í pilsi. Silfursvanirnir eru engin undan- tekning en þær eru allar svart- klæddar, í pilsi og í viðeigandi skó- fatnaði. Er búningaskylda? „Nei, alls ekkert slíkt, fatnaðurinn þarf fyrst og fremst að vera þægilegur og ekki hefta hreyfigetuna. Flestar eru núna í hefðbundnum æfingafatnaði, legg- ings og ballettpilsi og allar í svörtu, en voru kannski í marglitum íþrótta- fatnaði þegar þær byrjuðu. Sem mér þykir hæfa ballettinum betur.“ Silfursvanirnir eru á sjötugs- og áttræðisaldri og hafa mismikinn grunn í dansi. Sú elsta í hópnum er fædd 1943 og hafði til þessa aldrei verið í ballett. En hvernig kom það til að Soffía fór að kenna þessum aldurshópi? „Þetta byrjaði sem til- raunaverkefni, ég fékk mömmu og nokkrar vinkonur hennar til að vera með í byrjun og svo vatt þetta upp á sig. Silfursvanirnir eru svo sannarlega komnir til að vera. Síðasta námskeið- inu þessa önnina var að ljúka en við tökum upp þráðinn að nýju í haust.“ Silfur- Svanurinn fanney er að læra ballett í fyrSta Skipti. Fanney Anna er fædd 1943. ballettinn bætir Stöðu líkamanS, við vinnum mikið með miðj- una, Styrkjum bakið og Stóru vöðvana Sem er Svo mikilvægt að þjálfa á þeSSum aldri. Silfursvanirnir hennar Soffíu Marteinsdóttur í æfingasal Ballettskóla Eddu Scheving, f.v. Kristín Magnúsdóttir, Bengta Þorláksdóttir, Kristín Sigrún Halldórsdóttir, Soffía Marteinsdóttir danskennari, Ásdís Egilsdóttir, Guðrún Fjóla Gränz, Kolbrún Högnadóttir, Fanney Anna Reinhardsdóttir og Harpa Harðardóttir. FRéTTABlAðið/EyÞóR Dansarnir klæðast hefðbundnum ballettfatnaði sem sæmir þeim vel. 2 6 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R54 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E 9 -F 2 7 C 1 F E 9 -F 1 4 0 1 F E 9 -F 0 0 4 1 F E 9 -E E C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.