Póstblaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 14

Póstblaðið - 01.07.1920, Blaðsíða 14
XII. Vorutollur. Samkvæmt lögum um vörutoll ber að greiða i ríkissjóð 60 aura af hverjum póstböggli, sem kemur til landsins, og mega póstmenn eigi afhenda viðtakanda nokkurn böggul útlendan fyr en þessir 60 aurar eru greiddir, nema viðtakandi sanni að böggullinn hafi að innihaldi að eins prentaðar bækur og blöð, því að þeir bögglar eru undanþegnir þessu gjaldi. Þessa 60 aura skal greiða með því að líma frímerki á sendinguna fyrir upphæðinni, og skal póstmaður ónýta frímerkin með stimpli. Póstbögglar, sem eru endursendir til útlanda, eru og undanþegnir þessu gjaldi. XIII. Svarmerki. Pósthúsin eru skyld að innleysa gildandi alþjóða svarmerki er útgefin eru af erlendum póststjórnum, og jafngildir hvert svarmerki 20 aurum í frímerkjum. Peninga er ekki hægt að heimta af pósthúsum gegn svarmerkjum. XIV. Aukaburðargjöld!: Þegar verðbrjef eða böggulsendingar, sem eigi hafa farið úr vörsl- um póststjórnarinnar, verða sendar aftur frá þeim stað, sem þær áttu að fara til, eða þeim verður komið lengri veg hjer á fandi, skal borga auka- burðargjald fyrir þann flutning 5 aura fyrir hvert 100 kr., ef peningar eru sendir eða verðmætir munir, og fyrir böggulsendingar hálfan burðareyrir eins og hann er ákveðinn í V. 1. a.—c. Viðvíkjandi bögglum endursendum til útlanda, sjá töfluna C. XV. Borgun á burðargjaldinu. Burðargjald (og ábyrgðargjald) skal borga fyrirfram undir: 1. Ábyrgðarbrjef. 2. Peningabrjef og verðbrjef. 3. Böggla. 4. Póstávisanir. 5. Póstkröfur. 6. Móttökukvittanir og fyrirspurnir. 7. Krossbandssendingar og blöð og tímarit, sem fiutt eru samkv. IX. lið hjer að framan. 8. Sendingar til konungs og konungsættingja. 9. Sendingar til stjórnarvaida og sveitar- eða bæjarstjórna, að undanskild- um almennum brjefasendingum, som eru frá öðrum, en þesskonar mönn- um, þegar þær að eins eru umbeðnar eða krafðar skýrslur eða umsagnir, og sendandi hefir með eigin handai undirskrift vottað það á sendingunni. 10. Spjaldbrjef og brjef, sem eru opin, eða utan á þau er ritað svo, að mót- takandi getur ályktað af því, hvað þau hafa inni að halda. Einstakir menn, sem senda eitthvað með pósti, eru skyldir til að borga eftir á ógoldna póstpeninga fyrir sendingar, sem eigi eru leystar inn af þeim, sem við á að taka, ef þess verður krafist af póststjórninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Póstblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstblaðið
https://timarit.is/publication/1288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.