Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 2
Veður Suðlæg átt 3-13 m/s í dag, hvassast NV-til. Skýjað og smásúld S- og V-lands fram eftir degi með hita 8 til 13 stig, en bjartviðri NA-til og hiti 15 til 22 stig. sjá síðu 16 Garðsláttuvélar sem slá á þínum gönguhraða Gerir sláttinn auðveldari ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Dáleiðandi grjótkörfur við Miklubraut sTjÓRNMáL Fríðir stjórnmálamenn fá fleiri atkvæði en aðrir. Þetta er niðurstaða könnunar sænska þjóð­ hagsfræðingsins Niclas Berggren við rannsóknarsetur atvinnulífsins í Stokkhólmi. Aðrar kannanir hafa sýnt fram á samband milli andlits­ fríðleika og hærri launa, fleiri vina og vægari refsinga. Yfir tíu þúsund einstaklingar frá Svíþjóð, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Ástralíu voru látnir virða fyrir sér andlitsmyndir af fjölda finnskra stjórnmálamanna án þess að vita hverjir þeir voru og meta hversu aðlaðandi þeir voru. Því fleiri fegurð­ arpunkta sem stjórnmálamennirnir fengu þeim mun fleiri atkvæði höfðu þeir einnig fengið meðal kjósenda. Nær enginn munur var á mati þátt­ takenda í hinum ýmsu löndum. Þátttakendur voru látnir skoða myndir af finnskum stjórnmála­ mönnum þar sem persónukjör er í Finnlandi, bæði í þingkosningum og sveitarstjórnarkosningum. Þar með var auðveldara fyrir rannsakendur að bera saman svör þátttakenda við fjölda atkvæða sem stjórnmála­ mennirnir höfðu fengið. Samkvæmt mati þátttakenda í könnuninni eru hægri menn almennt laglegri en aðrir. Berggren bendir á að laglegt fólk sé frekar hægrisinnað en aðrir. Því gangi betur á vinnumarkaðinum. Þeir sem þéni vel deili síður með öðrum. Könnunin leiddi í ljós meiri tengsl milli andlitsfegurðar og hægri póli­ tíkur í sveitarstjórnarkosningum en þingkosningum. Útskýring Berg­ grens er sú að kjósendur séu ekki jafn vel upplýstir um stefnu frambjóð­ enda í sveitarstjórnarkosningum. Þá sé tilhneigingin til að kjósa eftir útliti frambjóðenda meiri. Greint er frá könnuninni á vefnum forskning. se. – ibs Andlitsfríðir fá fleiri atkvæði uMfeRð Meðlimir Facebook­hóps­ ins Vesturbærinn eru ósáttir við aksturslag pitsusendla Domino’s. „Dominos sendlar eru að mínu mati mesta hættan sem við búum við hér í Vesturbænum,“ skrifar Björn Þór Jóhannsson sem hóf umræðuna. „Oft ég hef, bæði sem gangandi vegfarandi og akandi, lent í hér um bil í slysi þar sem gáleysi sendlanna er algjört!“ Margir taka síðan þátt í umræð­ unni. Einn segir ástandið hafa lagast. „En inn á milli sér maður þetta því miður viðgangast enn þá.“ Annar segir pitsusendlana ítrekað hafa ekið á móti umferð á Víðimel. „Sendi inn ábendingu og hef ekki séð þetta síðan.“ Flestir segja sögur af hraðakstri. „Þeir keyra svo hratt að mér stendur hreint ekki á sama með mína tvo þriggja og fjögurra ára,“ skrifar einn. „Ég hef oftar en einu sinni lent í því að einn slíkur hafi nærri því flatt mig út,“ upplýsir annar. En einn rifjar upp þegar hann stoppaði fyrir ketti á Hjarðarhaga. „Þá snarhentist fram úr mér á móti umferð Dominosbíll­ inn sem hafði verið fyrir aftan mig og nærri flatti út köttinn.“ Einn bendir á að hægt sé að koma boðum til Domino’s. „Veit fyrir víst að þeir taka þessi mál mjög alvar­ lega,“ segir sá og undir það tekur Egill Þorsteinsson, starfsmaður Domino’s. „Og að sjálfsögðu vinnum við statt og stöðugt í því að reyna að koma í veg fyrir glæfraakstur. Við verðum að treysta okkar starfsfólki en auðvitað getum við ekki fylgst með öllum bílunum okkar sem eru á götunum í einu og öllu,“ segir Egill. Þá undirstrikar Egill að fyrirmæli til bílstjóranna séu þau að virða umferðarreglur og hraðatakmark­ anir. „Okkar mottó hefur verið að koma því til okkar starfsmanna að við flýtum okkur inn og út úr bílunum en ekki meðan við erum inni í þeim – en auðvitað eru svartir sauðir í öllu fé,“ segir hann. Ef gripið er aftur niður í Face­ book­umræðuna má sjá að fólk hefur áhyggjur af börnum. Til dæmis kona sem var að ganga yfir Framnesveg með son sinn. „Ég rétt næ að stoppa en þá þaut Dominos­ bíll fram hjá okkur og bílstjórinn var að horfa á símann sinn. Hann tók ekki einu sinni eftir því að hann var næstum því búinn að keyra yfir okkur,“ skrifar móðir. „Maður bíður með öndina í háls­ inum að heyra að þeir hafi keyrt yfir barn,“ segir annar. „Var einmitt með dóttur mína í æfingaakstri í fyrrakvöld og sá ástæðu til að ræða við hana sérstaklega um hættuna af Dominos sendlum í umferðinni,“ segir enn annar, í öðru innleggi. gar@frettabladid.is Vesturbæingar þreyttir á ofsaakstri með pitsur „Ég hef oftar en einu sinni lent í því að einn slíkur hafi nærri því flatt mig út,“ segir meðlimur í Facebook-hópi Vesturbæinga sem eru ósáttir við hraðakstur sendla frá Domino’s. Fulltrúi Domino’s segir sendla eiga að virða umferðarreglur. „Það er sko kominn tími til að stoppa þetta áhættuatriði,“ segir í Facebook- hópnum Vesturbærinn um aksturslag Domino’s-bíla. Fréttablaðið/EyÞór Dominos sendlar eru að mínu mati mesta hættan sem við búum við hér í Vesturbænum. Björn Þór Jóhannsson Hægri menn eru almennt laglegri en aðrir samkvæmt könnuninni. fRÉTTABLAðIð Heppinn lesandi sem skráir sig á póstlista Fréttablaðsins fyrir 12. júní hlýtur veglega gjöf frá Heimilistækjum. Tilefnið er auð­ vitað HM 2018 en í vinning eru hvorki meira né minna en tvö sjón­ varpstæki, að verðmæti 260 þúsund krónur. Hægt er að skrá sig á póst­ listann með því að slá inn slóð­ ina frettabladid. is/nyskraning. Vinningshafinn verður kynntur á Facebook­síðu Fréttablaðsins. – khn Nýskráðir fara í HM-pottinn Þær skapa ansi dáleiðandi víravirki, körfurnar í grjótkörfuveggjunum, áður en þær eru loks fylltar af grjóti. Körfurnar verða svo hluti af hljóðmön sem nú rís á milli Miklubrautar og Rauðagerðis. Í framkvæmdunum sem aftur eru komnar af stað eftir hálfgerðan vetrardvala verður einnig unnið að sérstakri akrein fyrir strætó á Miklubraut og hjóla- og göngustígum á svæðinu. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki í júlí. Fréttablaðið/StEFán 3 0 . M A í 2 0 1 8 M I ð V I K u D A G u R2 f R É T T I R ∙ f R É T T A B L A ð I ð 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 1 -C 4 A 4 1 F F 1 -C 3 6 8 1 F F 1 -C 2 2 C 1 F F 1 -C 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.