Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 4
UMBOÐSAÐILI FIAT - ÞVERHOLTI 6 - 270 MOSFELLSBÆR - S. 534 4433 - WWW.FIATPROFESSIONAL.IS WWW.ISBAND.IS - ISBAND@ISBAND.IS - OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 - LAUGARDAGA 12-16 FIAT TALENTO BUS TILBOÐSVERÐ TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI - TIL AFGREIÐSLU STRAX 6 MANNA 3.701.613 ÁN VSK. 4.590.000 MEÐ VSK. 9 MANNA 3.911.290 ÁN VSK. 4.850.000 MEÐ VSK. LISTAVERÐ MEÐ AUKAHLUTUM 5.850.000 MEÐ VSK. Búnaður: 125 hö. dísel, 6 gíra, beinskiptur, loftkæling frammi í og aftur í og stór afturhleri sem opnast upp. Premium pakki: 17” álfelgur, bakkmyndavél, bakkskynjarar, samlitir stuðarar og hraðastillir. 5 ára ábyrgð o.fl. kosningar „Úrslitin eru krafa um breytingar og það fer auðvitað svo- lítið eftir því hversu opnir þeir eru fyrir breytingum. Menn verða að lesa rétt úr niðurstöðum kosninga,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og félagsmaður í Viðreisn, spurður að því hvort hann sjái fyrir sér að Viðreisn semji um meirihlutasamstarf við Samfylking- una, Pírata og VG. Þrír síðastnefndu flokkarnir mynduðu meirihluta með Bjartri framtíð á síðasta kjör- tímabili. Viðreisn fékk 8,16 prósent atkvæða í kosningunum. Þorsteinn segir að með því að ná kjöri sem þriðji stærsti flokkurinn í borgar- stjórn sé flokkurinn að styrkja stöðu sína verulega. Samfylkingin tapaði hins vegar um sex pró- sentustigum, hlaut um 26 prósent atkvæða og er næststærsti flokkur- inn í borgarstjórn. VG tapaði 3,75 prósentum, fékk rétt tæp 4,6 pró- senta fylgi. Píratar bættu hins vegar við sig einu prósenti og eru með 7,73 prósent. Það er álit Þorsteins að í ljósi þessara úrslita eigi Viðreisn fullt erindi í meirihlutasamstarf. „Já, til þess bjóða menn sig fram og þegar menn fá svona góða kosningu þá eiga þeir fullt erindi í það,“ segir Þorsteinn. „Svo verður það bara að koma í ljós hvernig samningar milli flokka verða.“ Nýkjörnir borgarfulltrúar halda flestir spilunum mjög þétt að sér þessa dagana og láta fátt uppi um áform sín í meirihlutaviðræðum. Vitað er að Þórdís Lóa Þórhallsdótt- ir, oddviti Viðreisnar, hefur bæði átt samtöl við oddvita flokkanna sem Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félags- maður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helg- ina. Þeir vörðu drjúgum tíma í gær í að ræða við bakland sitt innan flokkanna en næstu skref eru óráðin. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal nýkjörin sveitarstjórn taka við störfum 15 dögum eftir kjördag. Þá skal starfs- aldursforsetinn boða til fyrsta fundar ekki síðar en 15 dögum eftir að sveitarstjórn tekur við störfum. Fréttablaðið/GVa voru í meirihluta og við Eyþór Arn- alds, oddvita Sjálfstæðismanna. Þá liggur jafnframt fyrir að í gær vörðu frambjóðendur drjúgum tíma í að ræða við bakland sitt í flokkunum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, odd- viti Pírata, segir að nærtækast væri að Viðreisn myndaði meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum og VG. „Ég held að þetta sé það raun- hæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ sagði Dóra Björt í sam- tali við fréttavefinn Vísi í gær. Viðreisn er í ákveðinni odda- stöðu. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þá stöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðar- legir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. „Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri.“ Búast má við því að fyrir helgi verði komin mynd á það hvaða flokkar hefja meirihlutaviðræður. jonhakon@frettabladid.is Menn verða að lesa rétt úr niðurstöðum kosninga. Þorsteinn Pálsson, félagsmaður í Viðreisn og fyrr- verandi forsætis- ráðherra aLÞingi Þingmenn stjórnarand- stöðunnar gagnrýndu harðlega vinnubrögð ríkisstjórnarinnar á þingfundi í gær. Að þessu sinni var það seint framkomið frumvarp til persónuverndarlaga sem var skot- spónninn. Frumvarpið var lagt fram á þing- inu í fyrradag en með því er stefnt að innleiðingu á persónuverndar- reglugerð Evrópuþingsins og -ráðs- ins. Reglugerðin tók gildi í flestum öðrum Evrópuríkjum þann 25. maí síðastliðinn. Þar sem frumvarpið var lagt fram eftir 1. apríl þurfti að leita samþykk- is þingsins til að taka það á dagskrá. Við afgreiðslu á afbrigðunum tóku stjórnarandstæðingar til máls. „Hæstvirtum ráðherra getur ekki verið alvara með að ætla þinginu viku til að ljúka jafn viðamiklu máli og hér er um að ræða. Það er í raun með ólíkindum að eftir að það var ítrekað kallað eftir því að þetta mál kæmi fram tímanlega sé verið að mæla fyrir því viku fyrir þinglok,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þing- maður Viðreisnar. „Nú gífuryrðin sem eru hér alltaf sett fram varðandi vinnulag eiga auðvitað ekki við nokkur rök að styðjast,“ sagði Sigríður Á. Ander- sen dómsmálaráðherra. Þá benti Birgir Ármannsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, á að frumvarpið hefði verið í umsagnarferli í Samráðsgátt ríkis- stjórnarinnar og hægt hefði verið að koma athugasemdum að þar. Þorsteinn benti þá á að fyrst málið hefði legið nær tilbúið í Samráðsgáttinni hefði verið hægt að mæla mun fyrr fyrir því. Þing- mönnum væri ætluð vika til að kynna sér málið frá grunni, kalla eftir athugasemdum og vinna úr málinu í nefnd. „Ég hef aldrei séð jafnmikla fádæma vanvirðingu fyrir þinginu og í þessu máli,“ sagði hann. – jóe Furða sig á seint framkomnu persónuverndarfrumvarpi kosningar Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði hefur í dag formlegar viðræður við Fram- sókn og óháða um myndun meiri- hluta í bænum. „Við erum búin að hitta fulltrúa allra flokka frá því að niðurstöður lágu fyrir,“ segir Rósa Guðbjarts- dóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, og bætir því við að þau hjá flokknum hafi einnig fundað stíft frá kosning- um. „Við komumst að þeirri niður- stöðu að við vildum láta á þetta reyna.“ Rósa telur flokkana tvo standa nálægt hvor öðrum málefnalega og að einstaklingarnir á listanum séu líklegir til að ná saman. Hún er því bjartsýn fyrir komandi viðræður flokkanna. – gþs Viðræður hafnar í Hafnarfirði kJaraMÁL „Ég myndi ljúga ef ég myndi ekki segja að ég gæti verið sáttari,“ segir Katrín Sif Sigurgeirs- dóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Í gær náðu samninga- nefndir ríkis og ljósmæðra sam- komulagi um nýjan kjarasamning. Það ferli tók níu mánuði. „Það er táknrænt,“ segir Katrín Sif. Samningurinn verður nú kynntur ljósmæðrum. „Við stefnum á að halda félagsfund á fimmtudaginn og kynna þetta fyrir okkar félagskon- um og að því loknu hefst atkvæða- greiðsla.“ Fjölmargar ljósmæður hafa sagt starfi sínu lausu í harðri kjarabar- áttu. Ein uppsögn tekur gildi núna um mánaðamótin en 19 um þar- næstu mánaðamót. – la Ljósmæður náðu samkomulagi Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Persónuverndarreglu- gerð Evrópusambandsins (GDPR) tók gildi í Evrópu 25. maí síðast- liðinn. 3 0 . M a í 2 0 1 8 M i Ð V i k U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a Ð i Ð 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 1 -D 8 6 4 1 F F 1 -D 7 2 8 1 F F 1 -D 5 E C 1 F F 1 -D 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.