Fréttablaðið - 30.05.2018, Síða 6

Fréttablaðið - 30.05.2018, Síða 6
Þjónustumiðstöð tónlistarfólks Heilsubótarganga, hvað er það? Heilsubótarganga er það að hreyfingin sé aðalatriðið með göngunni, ekki það að eiginlegur tilgangur sé með ferðinni. Annað er að njóta áhrifa líkamlegrar áreynslu við gönguna. Það er hverjum manni nauðsynlegt að hreyfa sig á hverjum degi, hver lágmarkshreyfingin er veit ég ekki. Ég er vanur að ganga 20 mínútur, eftir 20 mínútur finn ég til líkamlegrar vellíðunar af þreytunni. Raunar er ég 66 ára gamall og alveg þreklaus. Ég sleppi þrem dögum úr vegna rigningar, stundum hef ég gengið 30 mínútna gönguferð en eftir þá göngu- ferð verð ég örþreyttur. Það er minna en tveir mánuðir síðan ég byrjaði á því að ganga heilsubótargönguna, 20 metra vegalengd innanhúss og ég geng 15 mínútur fram og til baka innanhúss. Eftir að ég hef gengið 15 mínútur á sokk- unum innanhúss er ég jafn þreyttur og eftir 20 mínútna gönguferð úti. Æskileg hreyfing fyrir fullfrískan mann er ein klukkustund á dag. Björgvin Ómar Ólafsson, Frumskógar 6, 810 Hveragerði AUGLÝSING SAMFÉLAG Frjósemi kvenna á Íslandi hefur aldrei mælst minni en á síð­ asta ári. Frjósemin er hins vegar enn með því mesta sem þekkist í Evrópu. Prófessor í félagsfræði segir að það verði athyglisvert að sjá hvernig hagkerfi sem byggist á vexti muni takast á við þessar breytingar. 4.071 barn fæddist hér á landi í fyrra sem er fjölgun frá árinu 2016. Frjósemi var hins vegar 1,71 barn á ævi hverrar konu samanborið við 1,75 barn á ævi hverrar konu árið á undan. Sú tala hefur aldrei mælst lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið um tvö börn á ævi hverrar konu en áætlað er að um 2,1 barn á ævi hverrar konu þurfi til að viðhalda fólksfjölda. „Fæðingartíðni eins og hún er mæld sem lifandi fædd börn á ævi hverrar konu hefur verið sögulega lág á Íslandi frá árinu 1983 en á sama tíma hefur þessi tíðni verið há í evrópsku samhengi. Þannig hefði síðustu ár mátt glíma á sama tíma við spurninguna af hverju tíðnin var svona há í samanburði við flestöll önnur Evrópulönd og af hverju hún var svona lág í sögulegu íslensku ljósi,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt samhliða þróuninni. Um miðja síðustu öld og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en hefur nú hækkað upp í 27,8 ár. Það er þó enn undir meðaltali Evrópuríkja. „Lækkun fæðingartíðni frá 4,3 börnum árið 1960 í 2,1 barn árið 1983 hefur þegar haft mikil áhrif á aldurssamsetningu þjóðarinnar eins og birtist í mannfjöldapíra­ mída. Hlutfallsleg fjölgun eldri borgara síðustu ár, þróun sem er einnig fyrirsjáanleg næstu áratugi, er fyrst og fremst vegna lækkandi fæðingartíðni síðustu ára en mun minna vegna hækkandi meðalald­ urs við fæðingu eða lífslíka fólks,“ segir Stefán Hrafn. Stefán segir margar leiðir færar til að bera saman fjölda fæðinga á milli landa og yfir tíma. Sú sem hefur gefið besta raun er lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Sú mælir þó ekki aðeins líffræðilega getu til barneigna heldur einnig viljann til þess. Gallinn þar kemur fram þegar fólk ákveður að fresta barneignum. „Þegar fólk hættir að fresta barn­ eignum þá mun fæðingartíðnin hækka aftur. Þannig breyting hefur sést í mörgum Evrópulöndum að fæðingartíðnin er farin að hækka aftur eftir að hafa verið lág í ára­ tugi. Íslendingar eru í raun mörgum árum á eftir mörgum öðrum Evr­ ópulöndum að sjá þessar breyting­ ar,“ segir Stefán. Það muni hafa afleiðingar í menntakerfinu og síðar hafa áhrif á fjölda þeirra sem starfa á vinnu­ markaði. Hlutfallsleg aldursdreifing mun einnig breytast og mun hærra hlutfall eldri borgara verða áskorun fyrir stjórnvöld og hagkerfið í heild. „Það verður áhugavert að vita hvernig hagkerfi sem byggir á vexti mun takast á við þessar breytingar. Mannfækkun er samt ekki fyrirsjá­ anleg á næstu áratugum af ýmsum lýðfræðilegum ástæðum, meðal annars í ljósi búferlaflutninga. Næsta eðlilega spurning felst í því hvort og þá hversu vel Íslendingar eru í stakk búnir til að mæta þessum breytingum með því að auka við fjölda innflytjenda,“ segir Stefán. joli@frettabladid.is Krefjandi verkefni bíða með minni frjósemi Frjósemi kvenna hér á landi hefur aldrei mælst minni en í fyrra. Þó að fæddum börnum hafi fjölgað frá 2016 hefur frjósemi íslenskra kvenna dalað og eignast þær nú 1,71 barn yfir ævina. Prófessor segir ærin verkefni blasa við að óbreyttu. Rúmlega fjögur þúsund börn fæddust á Íslandi á síðasta ári. Frjósemi fer á sama tíma minnkandi. NoRdicphotos/Getty uMhverFiSMáL The Atlantic Salmon Federation (ASF) og Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF, North Atlantic Salmon Fund) hafa náð samningum við sjómenn á Græn­ landi og í Færeyjum. Samkvæmt tilkynningu mun þessi samningar „forða þúsundum fullorðinna Atlantshafslaxa frá úthafsveiðum í net og þannig auka líkurnar á að þeir nái að snúa aftur til hrygningar á æskustöðvum sínum“. Nýi grænlenski laxverndar­ samningurinn sé til tólf ára. Skrifað hafi verið undir samninginn eftir liðlega heils árs viðræður. Til að bæta grænlenskum sjómönnum tekjutap munu ASF og NASF styrkja aðra atvinnuþróun, rannsóknir og menntun frumkvöðla sem beita sér fyrir verndun vistkerfa hafsins. Veiðimenn á Grænlandi munu þó geta veitt allt að tuttugu tonnum af laxi á ári til eigin neyslu og sölu í heimabyggð. „Með því að tryggja þessa samninga nú hefst nýtt tímabil laxaverndar í Norður­Atlantshafi og á alþjóðavísu, sem sýnir að við erum staðráðin í að endurreisa þessa villtu laxa stofna í sitt sögu­ lega hámark,“ er haft eftir Friðleifi E. Guðmundssyni, formanni NASF á Íslandi. „Áhrifamesta leiðin til að tryggja að sem flestir hrygningarlaxar nái að snúa aftur til ánna sinna í Norð­ ur­Ameríku og Evrópu er að draga verulega úr úthafsveiðum á villtum Atlantshafslaxi á hans helstu fæðu­ slóð,“ er haft eftir forseta ASF, Bill Taylor. – gar Fagna tólf ára samningi við Grænlendinga stefán hrafn Jónsson Besta leiðin til að bjarga villta lax- inum í Norður-Atlantshafi er að hætta að drepa hann. Chad Pike, formaður NASF í Bandaríkjunum AtvinnuMáL Hátt í 700 börn yngri en þrettán ára voru í launuðu starfi á síðasta ári samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofunnar er varða stöðu barna á Íslandi. Samkvæmt reglu­ gerð um vinnu barna og unglinga þarf að fá leyfi frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur vegna vinnu barna yngri en 13 ára. Þrátt fyrir að fjöldi starfandi barna sé svona mikill er varla hægt að tala um að Vinnueftirlitinu berist fyrir­ spurnir um slík leyfi. „Ef þetta eru raunveruleg störf sem börnin eru að vinna þá ætti sam­ kvæmt þessu að sækja um leyfi. Það koma ekki fyrirspurnir nema kannski ein til tvær á ári til Vinnueftirlitsins,“ segir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur ekki virkt eftirlit með þessu en skoðar einstök mál. „Við fáum stundum vísbend­ ingar úr fréttum fjölmiðla og frá fólki um að börn séu í óeðlilegum aðstæðum, þá förum við og skoðum það nánar,“ segir Svava. „Í fyrsta lagi fagna ég þessu sam­ starfi við Hagstofuna og því að þessar tölur liggi fyrir. Nú þarf að rýna þær betur sérstaklega með til­ liti til athugasemda barnaverndar­ nefndar Sameinuðu þjóðanna um vinnu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, um tölurnar. Hún telur börn vinna of mikið með skóla og segir það geta bitnað á tóm­ stundum þeirra, námi og hvíld. Hjá Hagstofunni fengust þær upp­ lýsingar að þar á bæ sé möguleiki á að skoða þetta eftir atvinnugreinum og það verði gert. „Okkar tilgáta er sú að þetta séu aðallega börn sem eru að taka þátt í auglýsingum og setja upp leikrit og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og reiknum með að birta síðar meir,“ segir Anton Örn Karls­ son hjá Hagstofunni. – gþs Sækja þarf um leyfi fyrir vinnandi börn salvör Nordal, umboðsmaður barna 3 0 . M A í 2 0 1 8 M i Ð v i K u D A G u r6 F r É t t i r ∙ F r É t t A B L A Ð i Ð 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 1 -E C 2 4 1 F F 1 -E A E 8 1 F F 1 -E 9 A C 1 F F 1 -E 8 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.