Fréttablaðið - 30.05.2018, Page 8

Fréttablaðið - 30.05.2018, Page 8
Ungverjaland Ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefur lagt fyrir þingið frumvarp sem á að gera refsivert að hjálpa flóttamönnum að sækja um hæli. Ef frumvarpið verður samþykkt yrði til að mynda ólöglegt að prenta upplýsingabækl- inga fyrir flóttamenn, gefa þeim mat eða sjá þeim fyrir lögfræðiaðstoð. Samkvæmt ungverska dagblað- inu Magyar Hirlap mun refsingin við brotum á löggjöfinni verða allt frá nokkurra daga fangelsisvist að ársfangelsi. Frumvarpið er enn einn þáttur- inn í andstöðu Orbans við stefnu Evrópusambandsins í málefnum flóttafólks. Ungverjar hafa stillt sér upp með Pólverjum, Tékkum og Sló- vökum gegn meirihluta ESB. Atkvæðagreiðsla verður um löggjöfina í næstu viku en Fidesz, flokkur Orbans, er með tvö af hverjum þremur þingsætum. Þykir því öruggt að frumvarpið verði sam- þykkt. – þea Stjórn Orbans vill banna aðstoð við flóttafólk Viktor Orban, forsætisráðherra Ung- verjalands. Fréttablaðið/EPa norðUr-Kórea Bandaríkjamenn átt- uðu sig á að ekki væri hægt að reiða sig á hernaðarmátt og þvingunaraðgerðir til þess að ná fram kjarnorkuafvopnun í Norður-Kóreu. Þetta skrifar Ri Hak Nam í leiðara norðurkóreska ríkis- dagblaðsins Rodong Sinmun. Blaðið er málgagn einræðisstjórnar Kim Jong-un. Sagði Ri það rangt, eins og Bandaríkjaforseti hefur haldið fram, að Norður-Kórea hafi beðið um leið- togafundinn sem til stóð að fram færi í Singapúr þann 12. júní. Bandaríkja- menn hafi sjálfir beðið um hann. Ri gagnrýndi bandarísku miðlana Fox News, CBS og CNN fyrir að fá til sín bandaríska embættismenn sem héldu því fram að Bandaríkin myndu veita Norður-Kóreu þróunaraðstoð ef ríkið sýndi fram á kjarnorkuafvopnun. „Þetta er kjaftæði frá þessum vanhæfu fjölmiðlum á spena valdhafans.“ „Alþjóðasamfélagið veit að þær miklu breytingar í samskiptum ríkjanna voru Norður-Kóreu að þakka. Við höfum aldrei búist við þróunarað- stoð á móti. Bandarískir miðlar ættu að hætta að bulla,“ hélt Ri fram. Þrátt fyrir deilutón í leiðara mál- gagnsins halda Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn áfram að vinna að því að koma á leiðtogafundinum í Singapúr sem Trump aflýsti. Suður- kóreski miðillinn Chosun Ilbo greindi frá að sendinefndir ríkjanna hefðu hist í landamærabænum Panmunjom um helgina. Enn væri langt í land. „Bandaríkin eru á því að ekki sé hægt að tryggja öryggi einræðisstjórn- arinnar eða létta á þvingunum fyrr en algerri kjarnorkuafvopnun hefur verið náð fram,“ sagði í frétt Chosun Ilbo. Kyodo News greindi hins vegar frá því að yfirvöld í Pjongjang væru ekki tilbúin að senda tuttugu kjarnorku- sprengjur úr landi til að sýna að ríkið sé tilbúið að afvopnast varanlega, líkt og miðillinn segir Bandaríkin fara fram á. Ljóst er að nokkur vilji er fyrir því að viðræðurnar fari fram. Kim sendi einn helsta ráðgjafa sinn, hershöfðingjann Kim Yong-chol, til Bandaríkjanna til viðræðna við Bandaríkjastjórn. Trump sagði á Twitter að hann hefði sett saman „stórkostlegt lið“ til að ræða við Norður-Kóreu. Heimsókn hershöfð- ingjans bæri þess merki að Norður- Kórea væri að bregðast rétt við bréfinu sem Trump sendi fyrir helgi þar sem hann tilkynnti Kim að viðræðunum væri aflýst. thorgnyr@frettabladid.is Málgagn Kim í hart við CNN og Fox News Ríkisdagblað Norður-Kóreu er í beinni þversögn við Trump. Heldur því fram að bandarískir miðlar bulli um viðræðuferlið. Sendinefndir ríkjanna funduðu í Panmunjom um helgina. Ráðgjafi Kim ræðir við Bandaríkjamenn í New York. Belgía Byssumaður skaut tvær lög- reglukonur og einn vegfaranda til bana í belgísku borginni Liège í gær. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust í árásinni. Samkvæmt lög- reglu er ekki enn vitað hvað vakti fyrir manninum en málið er rann- sakað sem hryðjuverk. Þá sögðu heimildarmenn belgískra miðla úr röðum lögreglunnar að maðurinn hefði hrópað „Guð er mestur“ á arabísku. Belgíska fréttastöðin RTBF greindi frá því að árásarmanninum hefði verið sleppt tímabundið úr fangelsi á mánudag. Hann afplán- aði refsingu fyrir fíkniefnabrot og mögulegt væri að hann hefði gengið til liðs við öfgahreyfingar í fangelsi. Charles Michel, forsætisráð- herra Belgíu, sagðist í gær fylgjast náið með rannsókn málsins. Vott- aði hann fjölskyldum fórnarlamba samúð sína. – þea Byssumaður skaut þrjá til bana og særði tvo í Belgíu Samkvæmt lögreglu er ekki enn vitað hvað vakti fyrir manninum. Kim Yong-chol hershöfðingi kom til bandaríkjanna í gær. NOrdicPhOtOs/aFP Don't enlarge the this template. The size of this template can be reduced. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM NISSAN MICRA NISSAN MICRA VERÐ FRÁ: 2.190.000 KR. HUGVITSSAMLEG NEYÐARHEMLUN ELDSNEYTISNOTKUN FRÁ: DÍSIL 3,2 L/100 KM.* BENSÍN 4,4 L/100 KM.* AKGREINAVIÐVÖRUN OG LEIÐRÉTTING E N N E M M / S ÍA / N M 8 6 5 2 6 N is s a n M ic ra 5 x 2 0 a lm e n n f e b *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. B íll á m yn d N is sa n M ic ra T ek na . V er ð 2 .6 9 0 .0 0 0 k r. 3 0 . m a í 2 0 1 8 m I ð v I K U d a g U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 1 -E 7 3 4 1 F F 1 -E 5 F 8 1 F F 1 -E 4 B C 1 F F 1 -E 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.