Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 12
3 0 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R12 S p o R t ∙ F R É t t a B L a Ð I Ð sport Aron Einar Gunnarsson Aldur: 29 ára Staða: Miðjumaður Félag: Cardiff City Landsleikir: 77/2 17 HanDBoLtI Íslenska kvennalands- liðið í handbolta mætir því tékk- neska í kvöld í undankeppni EM 2018. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Íslensku stelpurnar halda svo til Danmerkur þar sem þær mæta heimakonum á laugardaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Ísland er á botni síns riðils og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í undankeppninni. Möguleikar eru fyrir hendi í leiknum í kvöld en það verður við ramman reip að draga gegn Danmörku sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppn- inni. „Í leiknum gegn Tékkum leggjum við áherslu á að stöðva seinni bylgjuna og hraðaupphlaupin hjá þeim. Við teljum okkur vera komn- ar lengra með vörnina en í fyrri leiknum gegn þeim,“ segir lands- liðsþjálfarinn Axel Stefánsson í sam- tali við Fréttablaðið. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi með sjö marka mun, 30-23. Axel segir að framfarirnar í varnarleiknum séu talsverðar síðan þá. „Við teljum okkur hafa vopn á móti þeirra sóknarleik. En við vitum að það er erfitt að stöðva þær þegar þær koma með skriðþungann á okkur. Það þurfum við að stöðva. Svo þurfum við að vera óhræddar að keyra á þær og skora mörk úr hraðaupphlaupum,“ segir Axel. Líkamlegir burðir hafa oft orðið íslenska liðinu að falli en Axel segir að það horfi til betri vegar í þeim efnum. „Þetta er að jafnast. Tékkarnir hafa ekki þessa hávöxnu og þungu leikmenn sem við mætum oft. En það verður erfitt að stöðva [Ivetu] Luzumová. Hún er mjög klók og notar hraðann sinn vel. Það verður lykilatriði að stöðva hana,“ segir Axel. Luzumová þessi leikur með þýska liðinu Thüringer og var næst- markahæst í Meistaradeild Evrópu í vetur. Aðspurður kveðst Axel nokkuð sáttur við markvörsluna hjá íslenska liðinu í undankeppni EM. „Hún hefur verið upp og ofan en yfirleitt góð,“ segir Axel. Hin tvítuga Hafdís Renötudóttir hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Íslands og sýnt góða takta. Hún söðlar um í sumar og gengur í raðir sænska úrvals- deildarliðsins Boden frá danska B- deildarliðinu SönderjyskE sem hún lék með í vetur. „Þetta er eitt lítið skref upp á við. Hún kemur í lið þar sem hún fær að spila mikið og fær mikla ábyrgð. Svo vitum við að það er mikil mark- varðahefð í Svíþjóð þannig að hún kemur inn í góðan skóla. Það verður spennandi að sjá hvað gerist því hún er óslípaður demantur með sína hæð og snerpu,“ segir Axel að endingu. ingvithor@frettabladid.is Teljum okkur komnar lengra með vörnina en í fyrri leiknum Ísland lýkur leik í undankeppni EM 2018 kvenna í handbolta í vikunni. Liðið mætir Tékklandi í kvöld og Danmörku á laugardaginn. Landsliðsþjálfarinn er ánægður með framfarirnar í varnarleik Íslands. Hann leggur áherslu á að stöðva hraðaupphlaup Tékka og hafa góðar gætur á miðjumanninum Ivetu Luzumová. Eyjakonan Ester Óskarsdóttir er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. FréttAbLAðið/Anton brink kr - breiðablik 0-2 0-1 Agla María Albertsdóttir (20.), 0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (84.). Grindavík - Selfoss 1-1 1-0 Ísabel Jasmín Almarsdóttir (61.), 1-1 Alexis Kiehl (85.). Hk/Víkingur - Stjarnan 0-1 0-1 Birna Jóhannsdóttir (37.). Efri Þór/KA 15 Breiðablik 15 Valur 9 Stjarnan 9 ÍBV 6 neðri Selfoss 4 Grindavík 4 KR 3 HK/Víkingur 3 FH 3 Nýjast Pepsi-deild kvenna HanDBoLtI „Mér líst vel á þessa leiki og vona innilega að við náum að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta heimaleik. Hópurinn er stór og það er mikil samkeppni,“ segir Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið. Karen verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tékklandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2018 í kvöld. Á laugardaginn mætir íslenska liðið svo því danska í Horsens. „Þetta eru ekki úrslitaleikir upp á þennan riðil að gera en gríðarlega mikilvægir fyrir framtíðina,“ segir Karen. Hún segir að íslenska liðið þyrsti í sigur í keppnisleik sem hefur ekki gerst alltof lengi. „Við vorum grátlega nálægt því gegn Slóveníu og það var mjög pirr- andi. Vonandi bætum við upp fyrir það núna með góðum leik,“ segir Karen en Ísland gerði 30-30 jafntefli við Slóveníu í Laugardalshöllinni 21. mars síðastliðinn. Íslendingar áttu alla möguleika á að vinna þann leik en náðu ekki að klára dæmið. Karen segir að íslenska liðið verði að halda áfram að taka framförum í varnarleiknum. „Við leggjum áherslu á vörnina, keyra til baka og koma í veg fyrir hraðaupphlaupin þeirra,“ segir Karen. „Við spilum vörn sem fá landslið gera og mótherjarnir eru því oft ekkert undirbúnir fyrir hana. Þarna komumst við í meiri „kon- takt“ og vinnum nokkra bolta sem léttir á sóknarleiknum. Þessi vörn hentar okkur mjög vel.“ Karen segir að íslenska liðið þyrfti að spila stöðugri sóknarleik en það hefur gert til þessa í undan- keppninni. Ísland skoraði 30 mörk í heimaleiknum gegn Slóveníu en í útileiknum gegn Slóvenum voru mörkin aðeins átján. Ísland hefur bara skorað 85 mörk í leikjunum fjórum í undankeppninni, eða rétt rúmlega 21 mark að meðaltali í leik. „Við þurfum að sýna meiri þolin- mæði, spila betur saman og forð- ast að fara í einstaklingsframtak sem við gerum stundum þegar illa gengur,“ segir Karen sem vantar aðeins nokkra leiki til að komast í 100 landsleikja klúbbinn sem telur aðeins sjö leikmenn. – iþs Vörn sem fá landslið spila Við leggjum áherslu á vörnina, að keyra til baka og koma í veg fyrir hraðaupphlaupin þeirra. Karen Knútsdóttir Tandri meistari með Skjern HanDBoLtI Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern urðu í gær danskir meistarar í handbolta eftir 26-27 sigur á Bjerringbro/Silkeborg. Þetta er í annað sinn í sögu félagsins sem Skjern verður meistari. Það gerðist einnig árið 1999 en þá lék Aron Kristjánsson með Skjern. Tandri komst ekki á blað í leikn- um í gær en hann leikur aðallega í vörninni hjá Skjern. Tandri gekk í raðir félagsins frá Ricoh í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Auk þess að verða danskir meist- arar náði Skjern góðum árangri í Meistaradeild Evrópu í vetur og komst alla leið í 8-liða úrslit keppn- innar. – iþs 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 1 -C E 8 4 1 F F 1 -C D 4 8 1 F F 1 -C C 0 C 1 F F 1 -C A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.