Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 16
SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS FRAMTÍÐARLAUSN Í BÓKHALDINU FJÁRHAGUR VIÐSKIPTAVINIR LÁ NA DR OT TN AR VERKBÓKHALD BIRGÐIR LA UN AB ÓK HA LD ÞÍN STAFRÆNA FRAMTÍÐ Skuldir Brims við Lands-bankann nema orðið yfir 20 prósentum af eiginfjár-grunni bankans eftir að bankinn fjármagnaði 22 milljarða króna kaup sjávarútvegs- félagsins á ríflega þriðjungshlut í HB Granda. Bankinn er ekki reiðubúinn til þess að lána Brimi fyrir kaupum á stærri hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins, enda gæti þá áhætta hans gagnvart sjávarútvegsfélaginu fljótt farið yfir 25 prósenta leyfi- lega hámarkið sem kveðið er á um í reglum Fjármálaeftirlitsins. Þá er það ekki talið til þess fallið að auðvelda Brimi að fjármagna kaupin, að sögn kunnugra, að virði tæplega þriðjungshlutar félagsins í Vinnslustöðinni í Vestmanna- eyjum er metið nærri tvöfalt meira í bókum Brims en í nýlegu verðmati sem gert var á Vinnslustöðinni. Bankaráð Landsbankans sam- þykkti að bankinn veitti Brimi, einum af sínum stærstu viðskipta- vinum, lán til þess að fjármagna kaup félagsins á 34 prósenta hlut Vogunar og Fiskveiðahlutafélagsins Venusar í HB Granda. Lánið var veitt gegn ströngum skilyrðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, og þurfti útgerðarfélagið að ganga langt í að veðsetja eignir sínar. Skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum er samtals yfir 45 milljarðar króna, eða sem nemur meira en 20 prósentum af 225 milljarða króna eiginfjárgrunni bankans, sem gerir sjávarútvegs- félagið að einum stærsta skuldara bankans. Samkvæmt reglum Fjár- málaeftirlitsins um stórar áhættu- skuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Stærstu hluthafar HB Granda, svo sem Lífeyrissjóður versl- unarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Gildi, hyggjast hafna yfir- tökutilboði Brims en ákveði ýmsir minni hluthafar, til dæmis einkafjárfestar eða verðbréfasjóðir, að taka tilboðinu og selja sinn hlut þarf Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og annar eigenda Brims, að leita annað en til Lands- bankans eftir fjármögnun. Til greina kemur af hálfu Guðmundar, að sögn viðmælenda Markaðarins sem þekkja vel til stöðu mála, að fá fjárfesta, meðal annars sem eru fyrir í hluthafahópi HB Granda, til þess að taka þátt í kaup- unum með sér eða að Brim selji annaðhvort þriðjungshlut sinn í Vinnslustöðinni eða útgerðar- félagið Ögurvík sem það eignaðist sumarið 2016. Þá eru ákveðin vandkvæði á því að erlendir bankar geti hjálpað til við fjármögnunina vegna takmark- ana í lögum á erlendu eignarhaldi í íslenskum sjávarútvegi. Frestur til þess að svara yfirtöku- tilboði Brims, sem hljóðar upp á 34,3 krónur á hlut, rennur út 29. júní næstkomandi. Þá fyrst kemur í ljós hve stóran hlut Brim þarf að kaupa til viðbótar. Ef hluthafar sem fara með 10 prósenta hlut í HB Granda, svo dæmi sé tekið, ákveða að ganga að tilboði Brims þyrfti félagið að reiða fram hátt í 7 millj- arða króna til viðbótar. Ólíklegt er hins vegar er talið að svo stór hópur hluthafa muni samþykkja yfirtöku- tilboðið. Metinn á yfirverði Umræddur þriðjungshlutur Brims í Vinnslustöðinni er metinn á yfir- verði í bókum sjávarútvegsfélags- ins miðað við verðmat sem gert var á Vinnslustöðinni fyrir skemmstu. Er sú staðreynd ekki talin gera Brim auðveldara um vik að fjármagna kaupin. Hluturinn var metinn á um 11,5 milljarða króna – og allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar þar með metið á um 35 milljarða króna – í lok árs 2016 í ársreikningi Brims en að sögn kunnugra sýnir nýlegt verðmat að virði Vinnslu- stöðvarinnar sé næstum helmingi lægra eða um 18 milljarðar og upp- l a u s n a r v i r ð i ð 33 milljarðar. Samanburður við upplausnar- v i r ð i H B Granda, þar sem miðað er við Q-hlut- fallið 0,65, leiðir jafnframt í ljós að virði Vinnslustöðvarinnar liggur í kringum 20 milljarða króna. Í ljósi þessa mikla munar á ann- ars vegar virði Vinnslustöðvarinnar í bókum Brims, sem byggist á gengi í nokkurra ára gömlum viðskiptum með hlut í félaginu, og hins vegar virði Vinnslustöðvarinnar sam- kvæmt sjóðstreymismati þykir ólíklegt að Brim hafi átt þess kost að veðsetja þriðjungshlut sinn að öllu leyti í samræmi við bókfært virði hans í efnahagsreikningi félagsins. Að mati viðmælenda Markaðar- ins er sennilegt að Guðmundur, sem var kjörinn stjórnarformaður HB Granda á aðalfundi félagsins í byrjun mánaðarins, kjósi fremur, ef þess gerist þörf, að selja Ögurvík en þriðjungshlutinn í Vinnslustöðinni til þess að forðast að þurfa að inn- leysa bókfært tap vegna hlutarins í síðarnefnda félaginu. Einnig er talið að auðveldara sé fyrir Guðmund að selja útgerðarfélag, sem á frysti- togara og aflaheimildir, heldur en hlutabréf. Meiri áhugi sé á félaginu. Mikið skuldsett Greint var frá því í Morgunblaðinu fyrr í mánuðinum að Brim hefði selt frystitogarann Brimnes RE til Rússlands. Um leið hefði fjöru- tíu manna áhöfn misst vinnuna. Kaupverðið var sagt trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Mark- aðarins reyndist það ekki vera svo hátt að það muni hjálpa félaginu, svo miklu nemi, við að fjármagna kaupin í HB Granda. Skuldir samstæðu Brims, að frá- dreginni tekjuskattsskuldbindingu, námu tæpum 31 milljarði króna í lok árs 2016 en þar af voru skuldir við lánastofnanir, fyrst og fremst Landsbankann, viðskiptabanka Brims um árabil, um 27 milljarðar. Sama ár var EBITDA – rekstrarhagn- aður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – um 1,7 milljarðar og voru skuldirnar því um átjánföld EBITDA. Eignir félagsins, sem samanstanda einkum af aflaheimildum upp á 25,5 milljarða, námu ríflega 59 millj- örðum í árslok 2016 og var eigið fé þess tæplega 23 milljarðar á sama tíma. Brim tapaði alls 100,4 milljónum króna árið 2016. Þar koma meðal annars til neikvæð afkoma græn- lenska sjávarútvegsfélagsins Arctic Prime Fisheries, sem Brim á fjórð- ungshlut í, en hlutdeild íslenska félagsins í afkomunni var neikvæð um 105 milljónir. Lán til Brims nálgast lögboðið hámark Skuldbinding útgerðarfélagsins Brims gagnvart Landsbankanum nálgast 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Ákveði minni hluthafar HB Granda að taka yfirtökutilboðinu þarf Brim að leita annað eftir fjármögnun. Til greina kemur að selja þriðjungshlut í Vinnslustöð- inni eða félagið Ögurvík. Hlutur Brims í Vinnslustöðinni er metinn á talsverðu yfirverði í bókum félagsins miðað við nýlegt virðismat. Til greina kemur af hálfu Brims að selja annaðhvort þriðjungshlut sinn í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum eða félagið Ögurvík sem það eignaðist sumarið 2016. FréTTaBlaðið/Eyþór Tilboð sem barst í 5,9 prósenta hlut Skútustaðahrepps í Jarðböð- unum við Mývatn og sveitarstjórnin ákvað að ganga að í vor reyndist 27 prósentum hærra en verðmat sem sveitarstjórnin hafði látið gera á hlutnum og 57 prósentum hærra en verðmat sem stjórn baðstaðar- ins lét vinna. Sveitarstjórnin lýsti á fundi sínum fyrr í mánuðinum yfir ánægju sinni með það hversu vel tókst til með söluferlið. Sveitarfélagið seldi hlutinn fyrir alls 263,7 milljónir króna. Stjórn Jarðbaðanna féll frá forkaupsrétti sínum en þrír stærstu hluthafar bað- staðarins, fjárfestingarfélagið Tæki- færi, Íslenskar heilsulindir, sem er dótturfélag Bláa lónsins, og Lands- virkjun, nýttu sér forkaupsrétt og gengu inn í tilboðið. Sveitarfélaginu barst fyrst óform- leg fyrirspurn um eignarhlutinn í Jarðböðunum á vordögum 2015. Var þá lýst yfir vilja til þess að kaupa hlutinn fyrir um 50 til 70 milljónir en þeirri málaleitan var hins vegar hafnað. Í kjölfarið lét stjórn Jarð- baðanna KPMG vinna verðmat á hlutnum en það hljóðaði upp á 168 milljónir króna. Sveitarstjórnin fékk í framhaldinu Íslandsbanka til þess að meta hlutinn og var niðurstaða þess mats, sem lá fyrir í maí 2017, 207 milljónir. Síðasta haust var ákveðið að aug- lýsa hlutinn opinberlega til sölu, með það að markmiði að hámarka söluandvirðið, og var samið við Íslandsbanka um að sjá um sölu- ferlið. Tvö skuldbindandi tilboð bárust í allan hlut sveitarfélagsins og tvö tilboð í minni hlut. Sam- þykkti sveitarstjórnin að ganga að tæplega 264 milljóna tilboði hæst- bjóðanda. Að frádregnum fjármagnstekju- skatti og söluþóknun reyndist hreinn söluhagnaður Skútustaða- hrepps vera um 195 milljónir. Á fundi sveitarstjórnar fyrr í mánuð- inum var samþykkt að ráðstafa hagnaðinum til meðal annars nið- urgreiðslu skulda, gatnagerðar- og viðhaldsframkvæmda og undirbún- ings að byggingu sundlaugar. – kij Tilboðið 57 prósentum hærra en verðmat KPMG Jarðböðin voru metin á 4,5 milljarða í lok síðasta árs. FréTTaBlaðið/auðunn 31 milljarður króna voru skuldir Brims, að frádreginni tekjuskattsskuldbindingu, í lok árs 2016. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims 3 0 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R4 markaðurinn 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 1 -F 6 0 4 1 F F 1 -F 4 C 8 1 F F 1 -F 3 8 C 1 F F 1 -F 2 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.