Fréttablaðið - 30.05.2018, Page 18

Fréttablaðið - 30.05.2018, Page 18
Við munum leggja fram aukið fjármagn í byggingu hótels-ins,“ segir Richard L. Friedman, for-stjóri og aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélags- ins Carpenter & Company, sem vinnur að því að reisa fimm stjörnu Edition hótel við hlið Hörpu. Um er að ræða fyrsta fimm stjörnu hótel landsins og hefur það farið níu pró- sent fram úr áætlun í krónum talið. „Við höfum ekki formlega gengið frá fjármögnuninni en við höfum náð samkomulagi innan hluthafa- hópsins,“ segir Eggert Dagbjartsson, fjárfestir í verkefninu, en hann fer fyrir bandaríska fjárfestingarfélag- inu Equity Resource Investments. „Enginn í verkefninu er auralaus. Við verðum hins vegar að gaum- gæfa fjárhagshliðina og taka skyn- samlegar ákvarðanir en ég tel að verkefnið standi fjárhagslega betur en þegar við fórum af stað með það. Það mun kosta meira og verða meira virði. Verð á hótelherbergjum í Reykjavík hefur hækkað meira en sem nemur kostnaði á tímabilinu,“ segir Friedman. Eggert bendir á að frá árinu 2015 eða 2016 hafi verð á hótelherbergjum í borginni hækkað um 50-100 prósent. Bill Gates og arabískur fursti Í samtali við Markaðinn bendir Friedman á að á meðal fjárfesta séu Bill Gates, stofnandi Microsoft, og arabískur fursti. „Hann er vinur minn,“ segir Friedman um furstann. Spurður hve mikið verkefnið muni fara fram úr kostnaðaráætlun segir Friedman að það hafi ekki enn verið samið við alla sem að verkinu koma. Eggert segir að árið 2016 þegar kostnaðaráætlunin hafi verið gerð hafi hún hljóðað upp á 16 milljarða króna en sé nú 17,5 millj- arðar króna. Meira en 500 milljónir af hækkuninni séu vegna hækkunar byggingarvísitölu. Það er þriðjungur hækkunarinnar. Jafnframt hafi verið ákveðið að leggja meira í suma þætti verkefnisins. Vilja fjárfesta meira í verkinu Freidman segir að arkitektar og verkfræðingar hér á landi hafi aldr- ei áður fengist við að reisa fimm stjörnu hótel. „Það hefur verið lær- dómskúrfa. Við erum komnir yfir þennan hjall. Þetta verður frábært verkefni.“ Hann bætir við að eftir því sem Flannery, framkvæmda- stjóri Edition, og starfsmenn hans kynnast verkefninu betur komi þeir auga á frekari tækifæri „og því erum við að fjárfesta meira í því af því að við viljum það“. Friedman segir að kostnaðar- hækkanir muni „alls ekki“ leiða til þess hótelið verði annað en fimm stjörnur. „Viðskiptavinir Edition hótelsins krefjast fimm stjörnu hótels sem og stjórnendur hótelsins. Við erum auk þess skuldbundnir ríkinu, borginni og fleirum um að reisa fimm stjörnu hótel. Ef eitt- hvað er, verður það fimm og hálf stjarna,“ bætir hann við en skýtur því jafnframt að, til að fyrirbyggja misskilning, að sú stjörnugjöf sé ekki til. Stjörnugjöfin verði aldrei meiri en fimm. Hótelið er orðið verðmætara en áður var talið Richard L. Friedman, aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, segir að hluthafar hafi ákveðið að leggja frekara fjármagn í byggingu fimm stjörnu hótels við Hörpu. Hótelið, sem verður rekið af Edition, hefur farið um 9 prósent fram úr kostnaðaráætlun mælt í krónum en rúmlega 40 prósent mælt í dollurum. Daniel Flannery, framkvæmadstjóri Edition hótela, Richard L. Friedman, forstjóri fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, og Eggert Dagbjartsson, fjárfestir í verkefninu. FRéttaBLaðið/siGtRyGGuR aRi Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Ég bað starfsmann á skrifstofunni um að greina hótelverkefnið og hann ráðlagði mér að sleppa því. Hann sagði: Þarna er engin samkeppni. Ég rak hann í kjölfarið. Richard L. Friedman Eggert hóf störf hjá fjárfestingar- félaginu Equity Resource Invest- ments LLC eftir að hann tók hlé frá námi í Harvard, þar sem hann nam austurasísk fræði. „Ég byrjaði sem sérfræðingur í greiningum og 30 árum síðar starfa ég enn þar.“ Nema hvað nú er hann með- eigandi og stýrir félaginu ásamt samstarfsfélaga. Spurður út í námsvalið segist hann hafa á þeim tíma haft áhuga á að fara til Japans í viðskiptaerindum. Hann segir að fjárfestingar- félagið, sem sérhæfir sig í flóknum fasteignaviðskiptum, stýri eignum fyrir um einn milljarð dollara. Eggert segist ekki hafa fjárfest mikið á Íslandi. „Við eigum íbúðir hér á landi því við njótum þess að heimsækja landið en þetta er langstærsta fjárfesting mín hér á landi.“ Hann var á meðal stærstu hluthafa svefnrannsóknarfyrir- tækisins Flögu um skeið. „Það var einskær heppni,“ svarar hann aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið að fjárfesta ríkulega hér á landi nú. Eins og fram hefur komið var hann beðinn um að líta á verkefnið. „Leyfðu mér að svara þessari spurningu,“ segir Friedman. „Ég hef þekkt Eggert lengi. Hann elskar Ísland! Við tveir rekum lítil fyrirtæki. Við erum ekki með lang- tímaplan. Eitt leiðir einfaldlega af öðru.“ Stýrir eins milljarðs dollara fasteignasafni Eggert Dagbjartsson 3 0 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R6 markaðurinn 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 1 -F 1 1 4 1 F F 1 -E F D 8 1 F F 1 -E E 9 C 1 F F 1 -E D 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.