Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 24
Umræðan um aukið vinnuálag hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu og er vaxandi álag oft sett í samhengi við tæknibyltingu und- anfarinna ára. Margir eru stöðugt „á vakt“ með vinnuna í snjallsíma- num og mörkin milli vinnu- og einkalífs eru stöðugt óskýrari. Til að bregðast við þessum tæknibreytingum hafa Frakkar til að mynda sett bann við tölvu- póstssendingum utan vinnutíma hjá fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmenn. Nýlega fór einnig fram umræða í Danmörku um að setja svipað bann í vinnulöggjöfina. Þessi umræða er ekki að ástæðu- lausu því vinnustreita hefur verið nefnd sem eitt af helstu heilsu- farsvandamálum 21. aldarinnar. Niðurstöður rannsókna benda til að streita geti haft áhrif á þróun bæði andlegrar og líkamlegrar vanheilsu, t.d. kulnunar, sem getur valdið langvarandi fjarveru frá vinnumarkaði. Því er mikilvægt að vinnustaðir og stjórnendur séu meðvitaðir um vinnuálag og streituvaldandi þætti í starfsum- hverfinu. Er vinnuálag að aukast? Gallup á Íslandi hefur gert vinnu- staðagreiningar fyrir fyrirtæki og stofnanir í rúma tvo áratugi og býr yfir stórum gagnabanka um líðan starfsfólks, starfsumhverfi og stjórnun vinnustaða. Þó ekki sé hægt að álykta með fullri vissu um vinnumarkaðinn í heild út frá þessum gögnum eru þar vísbend- ingar um stöðuna meðal fólks á íslenskum vinnumarkaði. Einn af þeim þáttum sem Gallup metur er vinnuálag, en spurt er hvort það sé of mikið, hæfilegt eða of lítið. Þegar gögn þeirra 65.000 einstakl- inga sem svara þessari spurningu í gagnabankanum eru skoðuð síðast- liðinn áratug kemur í ljós að fólk upplifði marktækt meira vinnuálag árið 2017, þar sem 43% svöruðu að vinnuálag væri of mikið, saman- borið við 32% árið 2008. Hlutfall þeirra sem sögðu of mikið hækkaði í 37% árið 2009. Fleiri vísbendingar eru um vaxandi álag og afleiðingar þess. Samkvæmt könnunum sem Gall- up gerði fyrir Eflingu stéttarfélag hefur hlutfall þeirra sem sögðust hafa verið frá vinnu vegna eigin veikinda á síðustu þremur mánuð- um hækkað úr 26% árið 2010 í 50% árið 2017, en vinnutengt álag er ein orsök veikindafjarveru, þó fleiri þættir geti skýrt þessa aukningu. Kulnun (e. burnout) eða starfs- þrot er alvarlegt ástand sem ein- kennist af andlegri og líkamlegri örmögnun, neikvæðu viðhorfi til vinnunnar og minnkaðri starfsgetu. Auknar kröfur í vinnuumhverfinu í bland við skort á björgum geta leitt til kulnunar. Reglulega eru lagðar spurningar fyrir Viðhorfahóp Gallup um nokk- ur einkenni kulnunar. Viðhorfa- hópurinn er valinn með tilviljun- araðferð úr þjóðskrá og þess gætt að svarendur endurspegli íslensku þjóðina. Meðal annars er spurt um örmögnun (þreytu), áhuga- leysi á að mæta til vinnu, áhyggjur af vandamálum í vinnunni og neikvæð áhrif vinnu á frítíma og einkalíf. Það vekur athygli að upp- lifun á örmögnun var meiri árið 2017 samanborið við árið 2009, en fólk upplifði í auknum mæli í lok vinnudags að vera of þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut. Einn- ig dró úr vinnulöngun, en fleiri sögðust ekki langa í vinnuna næsta dag árið 2017 en 2009. Ekki gefa þó niðurstöður allra spurninga vísbendingar um aukin kulnunareinkenni. Þegar niður- stöður spurninga um tilfinninga- Áratugur breytinga: Er vinnan að drepa þig? Ársfundur Frjálsa líf-eyrissjóðsins verður haldinn í dag, miðviku-dag 30. maí, kl. 17.15. Þar verður meðal ann- ars kosið um tvo stjórnarmenn og hef ég ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins. Það er gott fyrir Frjálsa lífeyrissjóðinn að sjóð- félagar skuli hafi áhuga á sjóðnum. Sem verandi stjórnarmaður verð ég að andmæla einum frambjóðanda þegar hann, í grein sem birtist í Markaðnum 23. maí síðastliðinn, talar um „Ófrjálsa lífeyrissjóðinn“ í fyrirsögn og segir hann „rígbund- inn“ í „báða skó“. Nafn Frjálsa lífeyrissjóðsins vísar til valfrelsis sjóðfélaga. Allir sjóð- félagar sem greiða í Frjálsa lífeyris- sjóðinn hafa valið það sjálfir, hafa atkvæðisrétt á ársfundi sjóðsins og geta hvenær sem er valið að greiða annað og flytja séreign sína í annan sjóð. Þessi veruleiki veitir bæði stjórn og rekstraraðila mikið aðhald. Í ljósi þessa hefur verið sér- lega ánægjulegt að sjá fjölda þeirra sem kjósa að greiða í sjóðinn fara vaxandi með hverju ári. Samhliða hefur sjóðurinn vaxið hlutfallslega meira en lífeyriskerfið undanfarin ár og er nú orðinn fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins. Sjóðfélagar standa nú frammi fyrir tillögum stjórnar á ársfundi um breytta stjórnskipan og ráðstöf- unum sem eiga að tryggja sjálfstæði sjóðsins bæði í reynd og ásýnd út á við. Tillaga Halldórs Friðriks Þor- steinssonar, eins frambjóðanda á ársfundi, um að nafn Arion banka sem rekstraraðila verði ekki lengur í samþykktum sjóðsins er góðra gjalda verð. Að vissu marki er ég sammála þeirri tillögu. Nafn rekstraraðila sjóðsins hefur verið í samþykktum frá stofnun og er hugsað til að tryggja að ársfundur, og þar með sjóðfélagar sjálfir, komi að ákvörðunum um að breyta um rekstraraðila eða rekstrarfyrir- komulag. Ég tel að það sé meginat- riðið, að sjóðfélagar ráði þessu en ekki eingöngu stjórnin eins og tillaga Halldórs leiðir af sér. Því tel ég að bæta þurfi við tillöguna til að tryggja aðkomu sjóðfélaga að svona mikilsháttar ákvörðun. Þegar um svo mikilvæga ákvörðun er að ræða eins og hvert rekstrar- fyrirkomulag sjóðsins eigi að verða þarf að vera skýrt að sjóðfélagar eigi þar aðkomu og síðasta orðið. Sjóðurinn var stofnaður af fjár- málafyrirtæki og hefur á fjögurra áratuga starfsævi sinni ætíð útvist- að rekstri og eignastýringu til fjár- málafyrirtækja og aldrei verið með eigin starfsmann. Það er mikilvægt að hafa í huga að sjóðurinn er sjálf- stæð eining óháð því hvort eða hvern hann semur við um rekstur. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er ekki ríg- bundnari núverandi rekstraraðila en svo að hann á viðskipti með einstök verðbréf við aðra miðlanir en Arion banka og var hlutdeild þeirra í slíkum viðskiptum um 70% á árinu 2017. Þá hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn einnig fjárfest í fjölmörgum sjóðum og verkefnum með rekstrarfélögum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem ekki tengjast Arion banka. Að lokum vil ég hvetja sjóðfélaga til að fjölmenna á ársfundinn og nýta atkvæðisrétt sinn. Frjálsi stendur fyrir valfrelsi Hallur Hallsson mannauðs rannsóknir og ráðgjöf Gallup Signý Lind Heimisdóttir sérfræðingur á greiningarsviði Gallup Vala Jónsdóttir mannauðs rannsóknir og ráðgjöf Gallup. Anna S. Halldórsdóttir höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Frjálsa lífeyris- sjóðnum Þegar um svo mikil væga ákvörð- un er að ræða eins og hvert rekstrarfyrirkomulag sjóðsins eigi að verða þarf að vera skýrt að sjóðfélagar eigi þar aðkomu og síðasta orðið. Það vekur athygli að upplifun á örmögn- un var meiri árið 2017 samanborið við árið 2009, en fólk upplifði í auknum mæli í lok vinnudags að vera of þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut. legt álag eru skoðaðar voru færri árið 2017 sem höfðu áhyggjur af því að í vinnunni kæmu upp vandamál sem ekki væru auðleyst samanborið við árið 2009. Einnig voru færri árið 2017 sem áttu erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þannig að það hefði neikvæð áhrif á frítíma en árið 2009. Þetta er í takt við tölur úr gagnabanka Gallup þar sem jafnvægi milli vinnu og einka- lífs er marktækt betra árið 2017 en það var árið 2009. Í ljósi þess að Ísland var í miðju efnahagshruni árið 2009 kemur ekki á óvart að fólk hafði meiri áhyggjur af vanda- málum í vinnunni og hafi átt erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þá en í efnahagsuppsveiflunni árið 2017, enda reru margir vinnustaðir lífróður á þessum tíma. Álag, tækni og stjórnun Í könnunum Gallup má sjá vís- bendingar um vaxandi vinnuálag, fjölgun veikindadaga og sumpart vaxandi einkenni kulnunar. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að aukið áreiti vegna snjallsímavæðingar kunni að vera ein af orsökunum fyrir þessari þróun. Á móti kemur að í tækninýjungunum geta einn- ig falist tækifæri fyrir starfsfólk til að stýra vinnutíma sínum betur og ná bættu jafnvægi vinnu og einka- lífs, eins og einnig virðist raunin. Þá gleymist oft að snjallsímavæðingin er ekki nema áratugar gömul og að snjallsímaeign óx úr 21% árið 2011 í 86% árið 2017. Á þessum stutta tíma hefur tæknin nú þegar breytt starfsumhverfi okkar, viðskiptaum- hverfinu og okkar daglega lífi og eru enn meiri og hraðari breytingar fram undan. Þessa nýju tækni erum við enn að læra að nýta og umgang- ast. Því er mikilvægt að gleyma því ekki að við eigum að nýta tæknina, en tæknin á ekki að stýra okkur. Stjórnendur eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að draga úr streitu starfsfólks og auka helgun á vinnustaðnum. Með því að styðja starfsfólk, gefa því tækifæri til að læra nýja hluti og veita því endur- gjöf á frammistöðu, efla stjórn- endur mikilvægar bjargir sem draga úr líkum á streitu af völdum lang- varandi vinnuálags. Enn fremur skiptir miklu máli að stjórnendur skoði vel með hvaða hætti tæknin nýtist starfsfólki og hjálpar því að ná árangri, bæði heima og í vinnu, og með hvaða hætti tæknin veldur fólki álagi og streitu. Það er áskorun fyrir stjórnendur og vinnustaði að efla þá þætti sem styðja við starfsfólk, greina og meta álag og áreiti sem starfsfólk verður fyrir og sporna við streitu sem hefur slæmar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og vinnustaðinn ef ekkert er að gert. Með þeim hætti sköpum við eftir- sóknarverðan vinnustað. ✿ Nokkur einkenni kulnunar 40% 30% 20% 10% Erfitt að hætta að hugsa um vinnu Áhyggjur af að geta ekki leyst vandamál í vinnu Langar ekki í vinnuna næsta dag Of þreytt(ur) til að gera nokkurn skapaðan hlut eftir vinnudag n 2009 n 2017 Skýring: Myndin sýnir hlutfall þeirra sem svöruðu frekar oft og mjög oft. 3 0 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R8 markaðurinn 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F F 1 -F 6 0 4 1 F F 1 -F 4 C 8 1 F F 1 -F 3 8 C 1 F F 1 -F 2 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.