Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 26
Ekki örvænta – stærstu útflutningsfyrirtæki lands-ins voru ekki að tilkynna um flutning úr landi. Enda hefur íslenskt efnahagslíf að sumu leyti sjaldan staðið betur, skuldsetning lítil, atvinnuleysi lítið og undirstöður samfélagsins traustar. Vandamál Íslands þessa dagana eru þar að auki sum hver lúxusvandamál, eins og hvað eigi að gera við lífeyriskerfi sem syndir í seðlum, að stærsta atvinnugreinin er ekki lengur veldisvaxandi og að það sé frekar skortur á starfsfólki en störfum. Hinar alltof oft séðu blikur sjást þó á lofti þessa dagana (eða kannski alltof oft umtöluðu?). Ein af þeim blikum er að flutningur starfsemi fyrirtækja úr landi virðist vera ógn við hagkerfið. Í nýrri samkeppnis- hæfniúttekt IMD viðskiptaháskól- ans eru stjórnendur spurðir hvort flutningur framleiðslu, rannsókna og þróunar auk þjónustu sé bein- línis ógn við hagkerfið. Í gegnum tíðina hefur Ísland yfirleitt komið ágætlega út í þeim samanburði og á árunum fyrir hrun, þegar krónan var hvað sterkust, þótti flutningur framangreindrar starfsemi lítil ógn. Síðustu misseri hefur kveðið við annan tón – innan við 10 lönd af 63 í úttekt IMD koma verr út en Ísland, sem aldrei hefur komið jafn illa út og nú. Ógn við lífskjör almennings Út frá þessu er hægt að álykta að minnsta kosti með tvennum hætti. Annars vegar að samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja sé í hættu. Hins vegar að hér sé óþarfa svartsýnisraus í stjórnendum sem óttast þróunina í breyttu hag- kerfi. Samkeppnishæfni Íslands fer vissulega dvínandi og í áðurnefndri úttekt IMD viðskiptaháskólans fellur Ísland um fjögur sæti niður í 24. sæti. Þar að auki eykst bilið milli Íslands og hinna Norðurlandanna, sem öll eru ofar á listanum. Við sjáum líka að álit stjórnenda á þáttum samkeppnishæfninnar hefur almennt séð lítið batnað frá 2010, þrátt fyrir gjörbreytta og betri stöðu hagkerfisins. Það virðist því sem sannleikurinn sé, eins og svo oft í lífinu, einhvers staðar á milli. Þar af leiðandi þurfum við að taka því alvarlega að samkeppnis- hæfni fari dvínandi og að stjórn- endur meti hættuna af flutningi fyrirtækja meiri en áður. Eru þeir að horfa út frá sínum eigin hagsmun- um? Örugglega að einhverju leyti. Það breytir ekki því að hagsmunir fyrirtækja fara saman við hagsæld Íslands í heild. Hagsmunir okkar allra eru að Ísland sé samkeppnis- hæft fyrir ýmsa atvinnustarfsemi og fjölbreytt fyrirtæki. Ekki bara vegna beinharðra peninga heldur þekkist varla að ríki búi við hæstu félagsleg- ar framfarir og góð almenn lífsgæði á sama tíma og samkeppnishæfni er léleg. Fylgni þýðir ekki það sama og orsakasamhengi en vísbending- arnar um að samkeppnishæfni bæti lífskjör að öðru óbreyttu eru þó yfirgnæfandi. Tilraunastarfsemi til að storka því er mesta áhættuatriði sem hægt er að framkvæma gagn- vart lífskjörum Íslendinga. Sígandi lukka er best Framangreint bendir eindregið til þess að sækja þarf fram og bæta samkeppnishæfni landsins. Kjarn- inn í því er að byggja upp hugvits- drifinn útflutning til framtíðar og breikka þannig stoðir verðmæta- sköpunar. Aðgengi að fjármagni skiptir þar máli og kemur fram sem veikleiki í fjölda þátta samkeppnis- hæfni, til dæmis aðgengi fyrirtækja að áhættufjármagni, sem er for- senda nýsköpunar. Mannauður er enn mikilvægari og leita þarf leiða til að laða að þá erlendu sérfræði- þekkingu sem íslenskan örvinnu- markað skortir. Við þurfum líka að verja árangur yfirstandandi áratugar – þá stað- reynd að tímakaup í framleiðslu- iðnaði er það fimmta hæsta í úttekt IMD og atvinnuleysi það fimmta minnsta. Til þess þarf að stíga nokkuð varlega til jarðar á næstu misserum. Góð vinkona sagði við mig um daginn: „Rúna, ég er orðin svo leið á öllum þessum full- yrðingum um að konur séu þetta eða hitt og karlar eitthvað annað.“ Svo bætti hún við: „Hvenær ætlum við að fara að hætta að fullyrða að allir séu eins, bara af því að þeir eru af sama kyni?“ Undirrituð er þessa dagana að gera rannsóknarvinnu fyrir bókina: The Stories of Boxes, the Good, the Bad and the Ugly, þar sem við skoðum boxin sem við erum annaðhvort að setja aðra eða okkur sjálf inn í, upp- runa þessara boxa, tilgang þeirra og gæði. Ég er vinkonu minni hjartan- lega sammála, það að setja allar konur eða alla karla inn í eitthvert fyrirfram gefið box hreinlega virkar ekki. En, við mannfólkið gerum þetta endalaust, og langoftast ómeðvitað. Afleiðingin af þessum ómeð- vituðu viðbrögðum er því miður sundrung, einmanaleiki, ótti, kvíði, leiði og jafnvel þunglyndi. Við sjáum afleiðingarnar þegar boxin opnast, samanber #MeToo og #Karlmennsk- an. Því meira sem ég skoða þessi sjálf- virku viðbrögð okkar mannfólksins að setja aðra (og um leið sjálfan sig) inn í einhver ósýnileg box, því betur hef ég áttað mig á því hversu miklu við getum breytt með því að vakna til meðvitundar um okkar eigin við- brögð og dómhörku. Tökum dæmi: Í leiðtogafræðum nútímans er talað um að „gamli Excel-gæinn“ (eitt boxið) sé ekki lengur það sem þarf, og í staðinn sé kominn leiðtoginn sem er mjúkur, hlustar, hefur hlut- tekningu, kann að hrífa fólk með sér og svo framvegis (annað box). Þegar ég heyrði þessa lýsingu fyrst var ég, í hreinskilni sagt, bara sammála þessari skoðun (sjálfvirk viðbrögð mín í femínistaboxinu). Þegar ég hins vegar stoppaði og skoðaði betur viðbrögð mín og hvað ég væri í raun að gera með þessari fullyrðingu, sá ég að ég var að setja nýja leiðtoga í eitt box (voða gott box), og „Excel-gæjann“ (einhverra hluta vegna í karlkyni) í annað box. Með þessum boxum var ég í raun að henda út um gluggann öllum þeim verðmætum og hæfileikum sem býr í öllu því fólki sem er fljúgandi fært í Excel. Hvaða bilun er það? Ef fólk með Excel-kunnáttu væri matur, værum við að tala um matarsóun. Í þessu til- felli erum við að tala um enn alvarlegra mál – mannauðssóun. Við sem sam- félag, þurfum bæði fólk með Excel- kunnáttu og mjúka leiðtogann til að verkefni morgundagsins gangi upp. Að vera meðvitaður um eigin hugsanir og viðbrögð er lykillinn að breytingum til batnaðar. Án með- vitundar heldur þú áfram að dæma fólk og það oft út frá einhverri gamalli venju sem að öllum líkindum er ekki lengur að þjóna neinum jákvæðum til- gangi. Án meðvitundar um hverju þú getur breytt verður einfaldlega engin breyting. Pólitísk óvissa hrellir ítalska fjárfestaSkotsilfur Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands Rúna Magnúsdóttir stjórnendaþjálfi og FKA-félags- kona Ítölsk ríkisskuldabréf féllu skarpt í verði í byrjun vikunnar eftir að Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, neitaði að samþykkja fjármálaráðherraefni Fimmstjörnu- hreyfingarinnar og Norðurbandalagsins. Hefur ávöxtunarkrafan á ítölsk tveggja ára bréf sem dæmi ekki verið hærri síðan árið 2013. Ítölsk hlutabréf lækkuðu í verði. Fjárfestar sjá fram á langvarandi pólitíska óvissu en gert er ráð fyrir að boðað verði til þingkosninga næsta haust eða á næsta ári. NoRdicphotoS/Getty Góða, slæma og ljóta boxið Aldrei meiri hætta á flutningi fyrirtækja úr landi Þrýstir á Arion Orðið á götunni er að Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Datacell og Sunshine Press Productions, sem hafa krafið Valitor um milljarða í skaðabætur, fari mikinn þessa dagana og reyni að valda sem mestum usla í aðdraganda hlutafjár- útboðs Arion banka, móðurfélags Vali- tors. Að sögn kunnugra vill lögmaður- inn þannig nýta tækifærið, ef svo má segja, til þess að þrýsta á bankann um að ná samkomulagi við sig. Vissulega þykir mörgum innan bankans fregnir af málaferlum fyrirtækjanna gegn Valitor óþægilegar í aðdraganda út- boðsins. Afar ósennilegt er þó talið að bankinn láti undan þrýstingnum. Hugsjónir og hagsmunir Tímaritið Frjáls verslun gefur á föstudag út sitt árlega tekjublað þar sem birtar verða upplýsingar um tekjur þúsundir Íslendinga, unnar úr álagningarskrám ríkisskattstjóra. Margir héldu að útgáfu blaðsins yrði hætt eftir að Myllusetur, sem rekur Viðskiptablaðið, keypti Frjálsa verslun í fyrra. Þekkt er að pétur Árni Jónsson, stærsti eigandi Myllu- seturs, hefur hingað til haft lítið dálæti á fréttum fjölmiðla upp úr álagningar- skránum og það sama má segja um leiðarahöfunda Viðskiptablaðsins í gegnum árin. Ekki eru mörg ár síðan blaðið sagði skipulagið „ógeðfellt“ og ýta undir „illmælgi og tortryggni í garð náungans“. Hvar eru hugsjónirnar nú? Uppfyllir skilyrðin Íbúðalánasjóður hefur á síðustu dögum sent þeim leigu- félögum sem eru með leiguíbúðalán frá sjóðnum bréf þar sem ÍLS áréttar að það sé hlutverk sitt að ganga úr skugga um að skilyrði lánanna séu uppfyllt. Eitt skilyrðið er að félög sem taka umrædd lán mega ekki vera rekin í hagnaðarskyni. Leigu- félagið Heimavellir, sem Guðbrandur Sigurðsson stýrir, skuldaði um síðustu áramót um 8 milljarða í slík lán. Í fyrra skilaði félagið 2,7 milljarða hagnaði en ef matsbreyting fjárfestingareigna er undanskilin, sem nam um 3,8 milljörðum, var um 1.100 milljóna tap af leigurekstrinum. Það má því segja að Heimavellir uppfylli í þeim skilningi vel skilyrði lánanna. 3 0 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R10 markaðurinn 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F F 1 -F 1 1 4 1 F F 1 -E F D 8 1 F F 1 -E E 9 C 1 F F 1 -E D 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.