Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 30.05.2018, Blaðsíða 33
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 30. maí 2018 Tónlist Hvað? Emmsjé Gauti í Midgard Base Cam Hvenær? 20.00 Hvar? Midgard base camp, Hvolsvelli Gauti ferðast um landið ásamt plötusnúðnum Birni Val og Kela, trommaranum hárprúða. Á þrettán dögum spila þeir á þrettán stöðum víðsvegar um landið og með þeim í för verður tökuteymi sem festir ferðalagið á filmu. Hægt verður að fylgjast með Íslandstúrnum í þrettán þáttum sem sem birtast á emmsje.is Hvað? The Harvard Din & Tonics at Kex Hvenær? 21.00 Hvar? Kex Hostel, Skúlagötu Sönghópurinn Din & Tonics úr Har- vard-skóla er á heimstúr og fyrsta stoppið er á Íslandi. Miðvikudags- kvöldið 30. maí gefst gestum Kex tækifæri til að upplifa englaraddir strákanna úr þessum fræga skóla. Samhæfður söngur og dans, hvít bindi, grænir sokkar og mikill húmor – miðvikudagskvöld verða ekki mikið betri en þetta. Hvað? Lefty Hooks & The Right Thingz á Húrra Hvenær? 20.00 Hvar? Húrra, Tryggvagötu Ekki missa af þessum tónleikum – frítt inn. Hver vill ekki enda næst- síðasta dag mánaðarins á ókeypis tónleikum? Ég tala nú ekki um ótrú- lega frábærum ókeypis tónleikum. Hvað? Vortónleikar Gospelkórs Jóns Vídalíns Hvenær? 20.00 Hvar? Vídalínskirkja Í kvöld verður mikil gospelveisla í Vídalínskirkju í Garðabæ. Gospel- kór Jóns Vídalíns tekur gospellög í bland við þekkt dægurlög ásamt hljómsveit. Viðburðir Hvað? Þrælar tískunnar, erindi um hæga tísku Hvenær? 12.15 Hvar? Bókasafn Kópavogs Þrælar tískunnar nefnist erindi sem Katrín María Káradóttir, aðjúnkt í fatahönnun við LHÍ, flytur mið- vikudaginn 30. maí klukkan 12.15 í Bókasafni Kópavogs. Í erindi sínu fjallar hún um fatainnkaup en Katrín er frumkvöðull svokallaðrar hægrar tísku á Íslandi. Kaupir þú allt of mikið af fötum en átt samt aldrei neitt til að fara í? Hvernig veit maður hvað eru gæði? Ertu að leita að endingargóðum, vistvænum, samfélagsvænum, ofnæmispróf- uðum flíkum? Þessum spurningum og fleirum er lúta að fatainnkaupum til framtíðar mun Katrín leitast við að svara. Hvað? Sögubíllinn Æringi 10 ára Hvenær? 10.30 og 12.30 Hvar? Borgarbókasafnið Spönginni Sögubíllinn Æringi er 10 ára gamall í ár. Í Spönginni stendur nú yfir sýn- ing um Æringja en þar verða einnig sögur með Æru Æringjadóttur og Björk bókaveru í aðalhlutverkum sem 5. bekkur Melaskóla samdi. Einnig verða myndabækur um Sólu sögukonu sem börn í 1. og 2. bekk Ingunnarskóla hafa skreytt og skrifað, bæði á veggjum og í möppum. Í dag kemur 1. og 2. Emmsjé Gauti skellir sér á Hvolsvöll í dag til að spila nokkur lög fyrir gesti Midgard base camp. fréttablaðið/VilHElM Hildur björnsdóttir myndlistarkona sýnir ljósmyndir frá asíu á sýningunni fjölþing sem nú stendur yfir í Gerðubergi. bekkur í Ingunnarskóla og skoðar afraksturinn. Hvað? Svona eignast þú íbúð Hvenær? 17.30 Hvar? Íslandsbanki, Hagasmára Gagnlegur fræðslufundur um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu við kaup á húsnæði. Linda Lyngmo, vörustjóri húsnæðis- lána Íslandsbanka og Björn Berg fræðslustjóri ræða málin og svara spurningum gesta. Sýningar Hvað? Fjölþing Hvenær? 10.00 Hvar? Borgarbókasafnið Gerðubergi Hvernig upplifum við menningu sem er okkur fjarlæg og framandi? Hvernig getum við stuðlað að gagnkvæmri virðingu og skilningi á milli ólíkra menningarheima? Hildur Björnsdóttir myndlistar- kona hefur á undanförnum árum ferðast víða um Asíu og kynnst Aðalfundur BYGGINGASAMVINNUFÉLAGS SAMTAKA ALDRAÐRA bsvf verður haldinn þann 7. júní 2018 kl. 14:00 í safnaðarheimili Grensás- sóknar, Háaleitisbraut 66, Reykjavík. Samtök aldraðra Síðumúla 29 • 108 Reykjavík • S: 552 6410 • samtokaldradra@heimsnet.is Á aðalfundi skal leggja fram ársreikning og skýrslu skoðunar- manns/manna ásamt skýrslu stjórnar um hag félagsins: Dagkrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Staðfesting ársreiknings. 3. Kjör stjórnar og skoðunarmanna. 4. Þóknun stjórnarmanna og skoðunarmanna fyrir næsta ár. 5. Breytingar á samþykktum. 6. Ákvörðun félagsgjalda fyrir næsta ár. 7. Kynning á fyrirhuguðum íbúðum í Austurhlíð á Kennaraskóla- reit (60 íbúðir ásamt bílgeymslu). Arkitekt mun mæta til að kynna teikningar á nýjum íbúðum. 8. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund samkvæmt lögum og félagssamþykktum. Breytingartillögur á samþykktum félagsins liggja frammi á skrif- stofu félagsins, Síðumúla 29, Reykjavík. Skrifstofan verður opin næstu daga frá kl. 13 til 16. Einnig verða kynnt loforð borgarinnar um nýjar lóðir fyrir samtökin í Bryggjuhverfi og í Úlfarsárdal. Félagsmenn eru hvat tir t il að mæta á aðalfundinn. Stjórnin FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VERÖLD HVÍLDAR – BETRA BAK LEGGUR GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HEILSUDÝNUM FRÁ SERTA STÆRSTA DÝNUFRAMLEIÐANDA Í HEIMI E I T T L Í F – N J Ó T U M Þ E S S A F S L ÁT T U R 25% S E R TA-D A G A R Opera S E R TA O P E R A H E I L S U DÝ N U R Ó T R Ú L E G T V E R Ð � Sjö laga heilsu- og hægindalag tryggir réttan stuðning við mjóbak. � Vandað fimmsvæða skipt poka gorma kerfi. Minni hreyfing, betri aðlögun. � Slitsterkt og mjúkt bómullar áklæði sem andar vel. � Steyptar kantstyrkingar. Aukahlutir á mynd: botn, fætur og höfuðgafl. 63.750 KR. TILBOÐSVERÐ FULLT VERÐ: 85.000 KR. 25% A F S L ÁT TU R Opera heilsudýna, 120 x 200 cm. fjölbreyttri menningu, trúar- brögðum og lífsháttum í Tíbet, Víetnam, Kambódíu, Nepal, Ind- landi og Taí landi. Hún safnar í sarpinn með því að taka ljós- myndir, skrifa og skissa í dagbók- ina sína. Á sýningunni Fjölþing er að finna listræna úrvinnslu á þeirri nýju sýn og þekkingu sem Hildur hefur öðlast með því að komast í kynni við fólk á öllum aldri, búa á meðal þess og heim- sækja staði sem margir bera merki um mannlega þjáningu og sögulega atburði. Sýningin vekur upp margar spurningar og býður áhorfandanum í heimspekilegt ferðalag á framandi slóðir. Hvað? Fólk á flótta. Don’t look back, just carry on, luggage Hvenær? 13.00 Hvar? Safnahúsi Vestmannaeyja Opnun sýningar grunnskólanema í Vestmannaeyjum, Rúmeníu, Svíþjóð og Póllandi sem allir eru þátttakendur í Erasmus+ verkefni Evrópusambandsins, sem er ætlað að berjast gegn útlendingahatri og kynþáttafordómum. Á þessari sýningu í Einarsstofu Safnahúss leitast nemendur við að sýna hvað þeir myndu taka með sér í einum litlum bakpoka ef þeir þyrftu að flýja land sitt eða heimkynni án fyrirvara. Sýningin er í samstarfi við Sagnheima og styrkt af SASS. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17m i ð V i K U D A g U R 3 0 . m A í 2 0 1 8 3 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F 1 -E 7 3 4 1 F F 1 -E 5 F 8 1 F F 1 -E 4 B C 1 F F 1 -E 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.