Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 4
Gerir sláttinn auðveldari Cub Cadet sláttutraktorarnir eru afar vandaðir og vel útbúnir sláttutraktorar sem mæta þörfum og kröfum vandlátra garðeiganda og annarra sláttumanna. Cub Cadet sláttutraktorarnir eru öflugir og afkastamiklir og auðveldir í notkun. Vandaðir garðtraktorar ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Kosningar Viðræður um meiri- hluta eru víða að komast á góðan skrið. Í Mosfellsbæ hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og VG ákveðið að hefja viðræður um endurnýjun meirihlutasamstarfs. Flokkarnir voru áður í meirihluta með samtals sex af níu fulltrúum en eru nú með fimm af níu, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði einum manni. „Það er ekki gott að segja hversu langan tíma þær munu taka. En við reynum að flýta því eftir föngum,“ segir Bjarki Bjarnason, oddviti VG í Mosfellsbæ. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og BF/Viðreisnar í Kópavogi höfðu sagt við Fréttablaðið að ef nægjanlegt fylgi fengist í kosningunum til þess að halda meirihlutasamstarfinu áfram væri eðlilegt að kanna þann möguleika. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er oddvita fram- boðsins, Ármanni Kr. Ólafssyni, þar vandi á höndum því ekki er eining á meðal bæjarfulltrúanna um hvort Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti BF/Viðreisnar, sé álitlegasti sam- starfsaðilinn. Hvorki Ármann né Theodóra svöruðu símtölum Frétta- blaðsins í gær. Staðan í Hafnarfirði breyttist verulega í kosningunum enda bauð Björt framtíð, sem var í meirihluta- samstarfi með Sjálfstæðisflokknum, ekki fram lista. Sjálfstæðisflokkur- inn er með fimm kjörna bæjar- fulltrúa af ellefu. „Það er ekkert að frétta,“ segir Rósa. Nú fari tíminn í að kynnast fólki úr öðrum fram- boðum óformlega. Meirihlutaviðræðum í Árborg miðar vel að sögn Helga Sigurðar Haraldssonar, oddvita Framsóknar og óháðra. Framsókn ræðir meiri- hlutasamstarf við Samfylkinguna, Miðflokkinn og Áfram Árborg eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn um helgina. „Við erum bara að tala um það sem menn lögðu áherslur á fyrir kosn- ingar. Slípa það til þannig að menn séu sammála um það næstu fjögur árin,“ segir Helgi Sigurður. Hann segir að ef ekkert óvænt komi upp á sé hægt að vænta þess að nýr meiri- hluti líti dagsins ljós fyrir helgi. Á Ísafirði var hreinn meirihluti Í-listans felldur. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn horfi helst til samstarfs við Framsóknarflokkinn en útiloki þó ekki samstarf við Í-listann. Hann túlkar niðurstöður kosninga þann- ig að kjósendur hafi verið að hafna stjórn Ísafjarðarlistans. Daníel segir að brýnustu verkefnin séu að standa vörð um hagsmuni bæjarins gagn- vart ríkinu og öðrum í brýnum verkefnum. „Í öðru lagi held ég að fólk vilji meiri stefnufestu. Það hefur verið slegið úr og í með ýmis verk- efni hérna í bænum,“ segir Daníel og nefnir þar verkefni eins og byggingu sundlaugar og fjölnota íþróttahúss, sem Í-listinn hafi lengi verið á móti en hafi síðan allt í einu verið orðinn hlynntur. „Í þriðja lagi að ná góðri sam- stöðu í bæjarstjórn. Fólk er orðið þreytt á karpi,“ segir Daníel og tekur jafnframt fram að stefnuskrár framboðanna hafi ekki verið ólíkar. „Þetta er meira svona blæbrigða- munur.“ jonhakon@frettabladid.is Vilja mynda nýjan meirihluta fyrir helgi Viðræður um meirihlutamyndun fara misjafnlega vel af stað. Oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg segir möguleika á að klára myndun þriggja flokka meirihluta fyrir helgi. Skiptar skoðanir eru á meðal Sjálfstæðismanna á samstarfi við BF/Viðreisn í Kópavogi. Um allt land er verið að mynda nýja meirihluta. Ferlið er misjafnlega flókið eftir sveitarfélögum. Fréttablaðið/Ernir Á döfinni Ný sýn hlaut hreinan meiri- hluta í Vesturbyggð og tekur við stjórnartaumunum af Sjálfstæð- isflokknum. Þannig er ljóst að nýr bæjarstjóri mun taka við af Ásthildi Sturludóttur. Iða Marsibil Sæmundsdóttir, oddviti Nýrrar sýnar, segir að starf bæjarstjórans verði auglýst. Eyjalistinn í Vestmannaeyjum hitti bæði fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey, í gær. Eyjalistinn er í ákveðinni oddastöðu þar sem hin framboðin fengu þrjá menn kjörna hvort en Eyjalistinn einn mann. Fulltrúar L-listans, Framsóknar- flokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri eru þegar byrjaðir að funda um nýjan meirihluta. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Sam- fylkingarinnar, segir að flokkarnir finni samhljóm sín á milli. Í Garðabæ náði Sjálfstæðis- flokkurinn hreinum meirihluta og bætti við sig einum manni þrátt fyrir að hafa fengið sameinað framboð Garðabæjarlistans á móti sér. Gunnar Einarsson verður áfram bæjarstjóri. Í Borgarbyggð hafa Samfylking, VG og Sjálfstæðismenn hand- salað samkomulag um að ráðast í meirihlutaviðræður. Sjálfstæðis- menn fengu tvo fulltrúa í kosn- ingunum, VG tvo og Samfylking einn, en Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa. Samfylking og Framsókn stefna á meirihluta á Akranesi. Óskað verður eftir því að Sævar Freyr Þráinsson verði áfram bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð voru í meiri- hlutasamstarfi fyrir kosningar, en meirihlutinn féll. neytendur „Við erum ekkert að fara að hætta í þessari baráttu. Við erum í þessu af fullri alvöru,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmda- stjóri Atlantsolíu. Verð á eldsneytis- lítranum hefur hækkað um sex krónur frá mánaðamótum þegar félagið hóf verðstríð við Costco og boðaði lægsta eldsneytisverð á Íslandi á stöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Eldsneytisverð hefur almennt hækkað tölvuvert á undan- förnum vikum hjá öllum félögum og Guðrún Ragna segir þar heimsmark- aðsverði á olíu helst um að kenna. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að Atlantsolía ætlaði að veita nágrönnum sínum í Costco sam- keppni með lægra verði á stöð sinni í Kaplakrika þann 1. maí. Þá keyrði félagið lítraverðið á bensíni úr 211,9 krónum niður í 189,9 krónur, eða um 22 krónur, og annað eins á dísillítranum. Síðan þá hefur hin síbreytilegi og óútreikn- anlegi olíumarkaður úti í hinum stóra heimi sett strik í reikninginn. Lítraverðið á bensíni er nú komið í 195,9 krónur og hefur því hækkað um sex krónur líkt og dísillítrinn, sem í gær var kominn í 188,9 krón- ur. Í gær, líkt og í upphafi mánaðar, munar nú einni krónu á eldsneytis- lítranum hjá Atlantsolíu og Costco, þar sem Costco hefur betur. Atl- antsolía hefur hins vegar bent á að stöðin í Kaplakrika er öllum opin og ekki krafist aðildarkorts eða gjalda líkt og hjá Costco. Þrátt fyrir að Atlantsolía hafi ákveðið að taka slaginn við Costco í Kaplakrika virðast önnur olíu- félög hafa setið á sér. Atlantsolía í Kaplakrika og Costco í Kauptúni bjóða enn langlægsta lítraverðið á eldsneyti, svo munar allt að 20-30 krónum á lítranum miðað við algengt verð á öðrum stöðvum. – smj Engin uppgjöf í verðstríði þrátt fyrir sex króna hækkun Guðrún ragna Garðarsdóttir, framkvæmda- stjóri atlants- olíu. Við erum bara að tala um það sem menn lögðu áherslur á fyrir kosningar. Slípa það til þannig að menn séu sam- mála um það næstu fjögur árin. Helgi Sigurður Haraldsson, odd- viti Framsóknar og óháðra 2 9 . m a í 2 0 1 8 Þ r i Ð J u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a Ð i Ð 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E E -E 9 E 4 1 F E E -E 8 A 8 1 F E E -E 7 6 C 1 F E E -E 6 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.