Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 24
Aðferðin gengur út á að tengja vörubílana við víra sem eru strengdir fyrir ofan veginn og gefa bílunum kraft þannig. Það er ennþá áskorun að gefa rafmagnsvörubílum nægilegt afl til að þeir þoli langferða­ lög, en Volkswagen, í samstarfi við Siemens, ætlar að prófa nýja aðferð til að knýja rafmagnsvörubíla með vírum á þjóðvegum Þýskalands á næsta og þarnæsta ári. Aðferðin gengur út á að tengja vörubílana við víra sem eru strengdir fyrir ofan veginn og gefa bílunum kraft þannig, líkt og er gert við rafknúnar lestir víða um heim. Volkswagen leggur til tvo tvinn­ bíla frá vörubílaframleiðandanum Scania, sem er í eigu Volkswagen, og Siemens byggir rafkerfið sem þarf til að bílarnir geti dregið orku frá vírunum. Prófanirnar fara fram á hluta af þremur þjóðvegum í Þýskalandi. Verkefnið fer af stað snemma á næsta ári, það stendur yfir til ársins 2020 og verður styrkt af þýsku ríkisstjórninni. Rannsóknarhópur frá Volks­ wagen hefur yfirumsjón með verkefninu og hann mun rannsaka hvernig það sem hann hefur lært varðandi rafmagnsvæðingu fólks­ bíla gagnast við að rafmagnsvæða vörubíla. Ef vörubílarnir geta dregið raf­ magn frá vírum yfir veginum þurfa þeir ekki að hafa stórar rafhlöður, en það verður dýrt að byggja grunn­ inn fyrir slíkt kerfi með því að leggja víra yfir stóran hluta þjóðvega. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi tækni er prófuð. Fyrir tveimur árum settu Siemens og Scania víra yfir hluta af vegi í Svíþjóð til að prófa þessa sömu tækni. Nú er verið að gera tilraunir í Svíþjóð með rafmagnsvörubíla sem draga afl frá teini sem er byggður inn í veginn og leiðir rafmagn í gegnum sig. Markmiðið með þessu verkefni er að minnka mengandi útblástur sem fylgir vöruflutningabílum. Claes Erixon, yfirmaður í deild rannsókna og þróunar hjá Scania, segir að Scania líti á rafmagnsvegi sem tækni sem lofi góðu fyrir sjálf­ bæra vöruflutninga og að rafmagns­ Ný aðferð við að knýja rafmagnsvörubíla prófuð Volkswagen og Siemens eru að vinna saman að þróun vörubíla sem eru knúnir áfram af raf- magnsvírum sem liggja fyrir ofan vegina. Vörubílarnir verða prófaðir í Þýskalandi á næstu árum. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Hér sést vörubíll keyra á prufu- braut í Þýska- landi þar sem rafmagnsvírar voru settir upp. NORDICPHOTOS/ GETTY Á þessari mynd sést betur hvernig vörubíllinn er tengdur við rafmagnsvíra- kerfið sem Siemens er að þróa. NORDICPHOTOS/GETTY TROJAN RAFGEYMAR Endingargóðir, úthaldsmiklir og traustir. Um langt skeið hafa notendur um allan heim treyst á Trojan til að skila framúrskarandi afli, en afkastageta Trojan hefur verið aukin enn frekar með nýjustu tækni. fyrir vinnulyftur, gólfþvottavélar og fleiri smærri vélar HREIN ORKA Í ALLRA ÞÁGU Sölu- og þjónustuver 515 1100 – pontun@olis.is væðing farartækja sé að þróast hratt og verði mikilvægur hluti af skiptunum frá notkun jarðefnaelds­ neytis. Scania er að vinna í ýmsum verk­ efnum sem miða að því að flýta fyrir þróun rafmagnsvæðingar umferð­ arinnar og telur að besta leiðin til að það gangi sem hraðast sé að vera í samstarfi við bæði einkageirann og yfirvöld á sama tíma. Rafdrifnir vörubílar sem draga kraft utan frá eru samt enn langt frá því að fara í framleiðslu fyrir almenning. Fyrstu rafmagns­ vörubílarnir eiga eftir að fara hefðbundnari leið og nota stóra rafhlöðupakka til að knýja bílana langar leiðir. Hin ýmsu fyrirtæki eru að þróa slíka vörubíla, bæði hefð­ bundin bílafyrirtæki eins og Volvo sem og ný og framsækin fyrirtæki eins og Tesla. 10 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . m A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RvINNuvéLAR OG vöRuBíLAR 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E F -1 6 5 4 1 F E F -1 5 1 8 1 F E F -1 3 D C 1 F E F -1 2 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.