Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 25
Þetta er Plokkarinn, með greini,“ segir Friðrik Ingi um Glutton suguna frá Aflvélum og vísar þar til tískubylgjunnar sem gengið hefur yfir höfuðborgar- svæðið og felst í því að íbúar tína upp rusl á gönguferðum sínum, en það hefur verið kallað að plokka. Glutton sugan er hugsuð fyrir sveitarfélög, flugvelli, stærri mannvirki og iðnað og hefur þegar sannað gildi sitt hér á landi en bæði Reykjavíkurborg og Hafnar- fjörður notast við Glutton sugur. Friðrik Ingi segir að Glutton sugan sé miðborgartæki númer eitt en það gagnist ekki síður á bæjar- hátíðum eða útihátíðum. „Þetta er lausn á þeim vandamálum sem eru til staðar í kringum fólk, í miðbæj- um og annars staðar, og segja má að Glutton sugan komi í staðinn fyrir manninn með kústinn og fötuna. Vélin eltir þann sem notar hana, það þarf ekkert að toga, og viðkomandi getur verið innan um fólk því það er enginn hávaði sem fylgir henni né mengun. Ruslið fer í venjulega 240 lítra tunnu og hægt er að hafa stóran svartan ruslapoka í tunnunni. Svo dugar rafhleðslan allan daginn.“ Aflvélar hafa slíka tröllatrú á Glutton sugunni að fyrirtækið kýs að selja það ekki eftir myndum heldur óskar eftir því að halda sýnikennslu. „Við viljum endilega fá beiðni frá sveitarfélögum eða fyrirtækjum og förum hvert á land sem er og höldum sýnikennslu. Þetta er tæki sem ætti að vera til hjá öllum sveitarfélögum.“ Í því sambandi nefnir Friðrik Ingi að með Glutton sugunni sé hægt að halda hreinu á bæjar- hátíðum og útihátíðum. „Málið er það, að á meðan svæðunum er haldið við og hreinum þá er minna hent af rusli og þeim mun minna að þrífa upp. Þannig að þetta verður til þess að gestir eru snyrtilegri.“ Illgresið í burtu Nú fer illgresið að vaxa í stéttum og köntum. Aflvélar selja tæki til að fjarlægja illgresið frá Michaelis sem er sjálfstætt tæki með drifi á hjólum eða sem bursti á vinnu- vélar og síðan WeedGo sem hægt er að setja á venjuleg sláttuorf sem eru yfir 2,5 hestöfl. Þessi tæki rífa upp illgresið á áhrifaríkan og umhverfisvænan hátt. Engin efni eru notuð við eyðinguna, einungis vírburstar. Miðborgartæki númer eitt Friðrik Ingi hjá Aflvélum með Glutton suguna. MYNDIR/STEFÁN WeedGo sem hægt er að setja á venjuleg sláttuorf. Þetta er framtíðin,“ segir Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri Aflvéla, um Holder Muvo fjölnota vinnuvélina sem nýverið var afhent Grindavíkurbæ. „Sveitarfélög í Evrópu eru að skipta úr hefðbundnum dráttarvélum yfir í þessar fjölnota vinnuvélar því það eru svo miklu fleiri möguleikar í notkun og afköstin eru meiri.“ Holder fjölnotavélin er sér- pöntuð eftir þörfum og óskum kaupenda en í grunninn hönnuð með sveitarfélög í huga. Tækið sem Grindavíkurbær keypti er með sóp fyrir gangstéttir og götur, vöru- bílapalli en svo er reiknað með að bæta við sláttuvél með safnkassa og annarri með armi, snjótönn og saltdreifara. „Þetta er tæki sem er ákaflega lipurt og getur unnið svo gott sem hvar sem er og Grinda- víkurbær á eftir að nota tækið allt árið.“ Möguleikar á aukahlutum eru margir þar sem stór vökvadæla er í tækinu. Hægt er m.a. að bæta við illgresiseyði með gufu, illgresis- burstum, mannkörfu í krana til að gera við ljósastaura og setja upp jólaskreytingar o.s.frv. Friðrik Ingi segir að Holder „Muvo“ sé tiltölulega ný vara hjá Holder og tækið sé því sem næst fullkomið fyrir sveitarfélög. „Það er þægilegt að sitja í þeim, beygjur á öllum hjólum og svo er hann sjálfskiptur (vökvadrif ). Hann er með drif á öllum hjólum og nær gripi við allar aðstæður. Þá tekur ekki nema tíu til tuttugu mínútur að skipta alfarið úr einni notkun í yfir aðra, og aðeins þarf einn mann til að skipta úr sumartæki í vetrar- tæki.“ Íslendingar sjá Holder fjölnotatæki í sumar Segja má að Grindavík sé í fararbroddi íslenskra sveitar- félaga þegar kemur að kaupum á Holder Muvo en evrópskar borgir hafa margar hverjar séð gagnsemi þess að halda úti heilum flota af tækjunum. „Til dæmis var verið að afgreiða 180 Holder tæki til Moskvu nýlega þannig að borgin verður með flota upp á rúmlega 500 Holdera,“ segir Friðrik Ingi. Að því sögðu má leiða líkur að því að Íslendingar sem halda út til Moskvu til að fylgjast með íslenska landsliðinu etja kappi við það arg- entínska á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í næsta mánuði muni eflaust einnig sjá rússneska borgar- starfsmenn Moskvu við vinnu á Holder. „Öll sveitarfélög ættu að eiga svona tæki og helst fleiri en eitt,“ segir Friðrik Ingi. Tæki fyrir öll sveitarfélög Aflvélar ehf. bjóða meðal annars upp á Holder fjölnota vinnuvélar sem er þýsk gæðavara og hefur verið framleidd í meira en hundrað ár. Tækin henta fyrir ýmsa vinnu sem fram fer í bæjarfélögum. Sigmar Árnason, forstöðumaður áhaldahússins í Grindavík, og Markus Kiegerl frá Holder við af- hendingu nýja og öfluga tækisins. Grindavík hefur tekið þessa fjölnota vinnuvél í gagnið. Tækið er öflugt þótt smátt sé. Hentar einnig í slátt. Tæki til að fjarlægja illgresi frá Michaelis sem er sjálfstætt tæki með drifi á hjólum eða sem bursti. Tækið hentar vel í snjómokstur. Skipt um ljósaperu með hentugu tæki. KYNNINGARBLAÐ 11 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 9 . m A í 2 0 1 8 VINNUVéLAR oG VöRUBÍLAR 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E F -0 7 8 4 1 F E F -0 6 4 8 1 F E F -0 5 0 C 1 F E F -0 3 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.