Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 32
Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Hvar eru allir? Stýrðu betur með forðastýringalausnum frá Trackwell fleemon_05_2018.indd 1 25/05/2018 16:09 Ágúst Jakob Ólafsson hefur komið víða við á löngum starfsferli sínum með nokkrum verktakafyrirtækjum en í dag starfar hann hjá ÍAV við uppsetningu upptakastoðvirkja snjóflóða á Ísafirði. Hann er fæddur á Patreksfirði árið 1962 og er því nærri heimahögunum á ný eftir margra ára dvöl við fjölbreytt störf víða um land. „Ég kann vel við mig á Ísafirði eins og á öllum þeim stöðum sem ég hef verið á enda er alls staðar gott fólk. Hér starfa ég við uppsetningu upptakastoðvirkja snjóflóða en þá setjum við upp stálvirki í fjallinu sjálfu sem eiga að halda snjónum kyrrum þannig að snjóflóð fari ekki af stað.“ Hann segir aðstæður oft erfiðar þar sem unnið er uppi í miðjum klettum og vinnan mest unnin í höndunum. „Á þessu stigi koma eiginleg tæki og vinnuvélar lítið við sögu en við erum með bora sem eru sérstaklega gerðir fyrir svona verk- efni. Þessa bora þarf meira og minna að bera á milli staða en þeir eru þá teknir í sundur og færðir til. Í upp- hafi verks er öllum búnaði og efnum flogið upp með þyrlu og komið fyrir seinna í verkinu. Þegar undirstöður hafa verið boraðar inn er stoðvirkj- unum sjálfum flogið upp og þau sett á sinn stað með aðstoð þyrlu.“ Einstök upplifun Eins og fyrr segir hefur Ágúst komið víða við á löngum starfsferli en hann starfaði m.a. við námuvinnslu og rannsóknir á Grænlandi. „Í lok árs 2009 tók ég þátt í verkefni sem sneri að enduropnun gull- námu á Suður-Grænlandi sem var mjög lærdómsríkt og spennandi. Þar gerðum við hvelfingar inni í fjallinu til að setja upp gullvinnslu en fram að þeim tíma hafði allt efni verið flutt til vinnslu á Nýfundna- landi og Spáni. Einnig vorum við í námavinnslu þar sem notuð voru sérhæfð tæki sem voru öll mjög lág, samanpökkuð, húslaus og einungis með öryggisgrind yfir stjórnand- anum. Þetta er mjög sérstök vinna en svona námuvinna átti ekki mjög vel við mig.“ Þremur árum síðar tók Ágúst þátt í rannsóknarvinnu á Norður- Grænlandi en þar var verið að leita að jarðefnum, aðallega járni. „Þar voru notaðir kjarnaborar sem eru mjög sérhæfðir, frekar litlir en geta þó borað niður á allt að 3-400 metra dýpi. Öll tæki voru flutt með þyrlum milli borstaða og einnig mannskap- urinn daglega því borstaðir voru mjög dreifðir um svæðið, jafnvel í margra kílómetra fjarlægð frá bæki- stöðvum okkar. Það var einstakt að fá tækifæri til að upplifa þetta.“ Margt hefur breyst Hann segir aðbúnað fyrir stjórn- endur vinnuvélar hafa breyst mjög mikið á þeim tíma sem hann hefur starfað í bransanum. „Þegar ég byrja um 1980 eru margar gamlar vinnu- vélar í notkun. Það var alltaf kalt og rakt inni í tækjunum frá hausti fram á vor og síðan alltof heitt á sumrin. Glussakerfi voru ekki eins og í dag, stjórnstengur voru þungar og mikill hávaði fylgdi vélunum. Yfirleitt lyktaði maður eins og glussatunna og ég var iðulega skít- ugur upp yfir haus af olíu og ryki. Í dag eru þetta góð og þétt hús sem svipar til þess að setjast í góðan bíl. Tækninni hefur líka fleygt fram með tilkomu GPS-kerfa og tækin eru miklu afkastameiri og nákvæmari þannig að verkefnin verða betur unnin.“ Lærdómsríkur starfsferill Á starfsferli sínum hefur Ágúst Jakob Ólafsson komið víða við, m.a. starfað hátt uppi í fjöllum á Vestfjörðum og stundað rannsóknir og námugröft við erfiðar aðstæður á Grænlandi. Aðstæður eru oft mjög erfiðar þar sem unnið er uppi í miðjum klettum fyrir ofan Ísafjörð. Útsýnið er svakalega fallegt úr hlíð- unum fyrir ofan Siglufjörð. 18 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . M A Í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RVINNuVéLAR oG VöRuBÍLAR 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E F -0 7 8 4 1 F E F -0 6 4 8 1 F E F -0 5 0 C 1 F E F -0 3 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.