Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 38
Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is Olíumiðstöðvar og ofnar í báta og sumarbústaði  555-8000 : velanaust.is Ég er alin upp í Suðursveit þar sem pabbi minn á ekki bílskúr heldur vélageymslu! Pabbi á líka ýtu eða breskan nalla IH BTD20 og sem dæmi um hvernig vélarnar tengjast mér þá var pabbi búinn að vinna á ýtu samfleytt í 2 sólarhringa áður en að ég fæddist, tvítugur að gera nýjan veg í Hvalnesskriður. Við tók nokkurra klukkutíma akstur í sjúkrabíl 21. desember til Reykja- víkur á fæðingardeildina. Þá fóru hjólin að rúlla ef svo má segja, það er að segja hjá mér,“ segir Hanna Jónsdóttir, vöruhönnuður og for- fallinn vélanörður. Hún er með vinnuvélaréttindi á súrálsbíl og lyftarapróf en var sest undir stýri í sveitinni löngu áður en hún náði grunnskólaaldri. „Fjögurra ára var mér komið fyrir í sæti á Zetor og hann settur í lága drifið. Þetta var mitt fyrsta djobb og Zetorinn besta barnapían á svæðinu,“ rifjar Hanna upp. „Þá var verið að græða tún á Steina- sandinum og foreldrar mínir gengu á eftir traktornum og hentu steinum upp á sturtuvagninn. Þau skutust inn í Zetorinn til mín öðru hvoru, í stærri beygjunum. Löngu seinna vann ég á súrálsbíl í tvö ár. En reyndar er orðið langt síðan ég tók í lyftarann,“ segir Hanna. Alls konar vélar höfði til hennar og hvar sem hún rekst á gamlan traktor eða gröfu á ferða- lögum smelli hún af sér mynd með vélinni. „Ég lærði á ferðalögum fjöl- skyldunnar um landið að horfa eftir dráttarvélum á bæjunum. Á sumum stöðum var þeim komið þannig fyrir að þær urðu viðkomustaður og gott myndefni. Ég horfi á þessar vélar með blik í augum og rifja upp hossinginn og vesenið á manni í gegnum tíðina í alls konar tækjum. Það stendur líka rosalega flottur krani við Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar áÞingeyri sem smíð- aður var í denn þegar ekki var hægt að landa upp úr togara. Græjan er enn þá nothæf. Þarf bara að stinga henni í samband. Svo hef ég mikið dálæti á pallbílum af gerðinni Toyota Hilux árgerð ‘92. Eftir hverju horfirðu á vélunum? Það er byggingin sjálf og þá leita ég eftir sem þynnstum brettum og sjáanlegum hjólabúnaði. Svo eru það litirnir. Það eiga líka margir svo góðar sögur af sinni fyrstu dráttarvél. Ég man enn þá daginn sem pabbi renndi í hlaðið á Massey Fergusoninum 390T. Það var móment. Ég hef verið 14 ára. Vélin var svo risastór fannst mér og splunkuný og ekki keyrð nema 400 km, eða úr Reykjavík. Fyrsta fjór- hjóladrifna vélin í sýslunni og heil 90 hestöfl! Ertu þá kannski meðlimur í Fergusonfélaginu? „Nei, hvar sækir maður um?“ En þrátt fyrir minninguna þegar glansandi Fergusoninn og fyrsta starfið á Zetornum á Hanna þó aðra uppáhaldsvélategund. „Ford – allan daginn. Það er hægt að keyra svo hart á honum og svo er hann með gæru í sætinu þessi sem ég er með í huga. Það gerir gæfumuninn. Ég skil fólk sem klappar traktornum sínum á húddið.“ Fjögurra ára undir stýri Hanna Jónsdóttir vöruhönnuður er forfallinn vinnuvélanörður. Hún ólst upp við alls kyns græjur í sveitinni og tekur af sér sjálfu hvar á landinu sem hún rekst á gamlan og litríkan traktor. Hanna Jónsdóttir tekur af sér sjálfu við vinnuvélar sem hún rekst á á ferðalögum. MYNDIR/HANNA JÓNSDÓTTIR Gamli kraninn á Þingeyri. Hanna segir hann virka ennþá, það þurfi bara að stinga honum í sam- band! Massey Fergu- son tengist æskuminn- ingum Hönnu úr Suðursveit. Hanna hefur sérstakt dálæti á Toyota Hilux ‘92 árgerð. 24 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . M A í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U RVINNuVéLAR oG VöRuBíLAR 2 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E F -0 2 9 4 1 F E F -0 1 5 8 1 F E F -0 0 1 C 1 F E E -F E E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.