Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 08.10.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 08.10.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Um hvað fjallar Loforð? Þættirnir fjalla um viðhorf barna til skilnaðar foreldra. Hvernig slíkt getur bitnað á þeim. Lof- orð er ný íslensk þáttaröð sem sýnd var á RÚV síðustu fjóra sunnudaga. Og hvert var þitt hlutverk? Ég lék Hönnu sem er dóttir hjóna sem ákváðu að skilja. Hanna er stóra systir Baldurs og taka þau systk- inin skilnaðnum mjög illa. Þau eru ósköp venjulegir krakkar í Reykjavík en líf þeirra tekur miklum breytingum þegar foreldrar þeirra ákveða að skilja. Þannig að það er mikill boð- skapur í þáttunum? Já, þetta eru mjög mikilvægir þætt- ir. Það eru margar fjölskyldur sem eru að ganga í gegnum svipaða reynslu. Það hafa komið til mín krakkar og sagt við mig að þetta hafi hjálpað þeim að opna á um- ræðuna á heimilinu. Þannig að það er gott ef þetta er til góðs og ég held að þetta geti hjálpað mörgum. Er eitthvað líkt með þér og Hönnu? Ætli við getum ekki báðar verið skapmiklar. Var ekkert skrýtið að sjá sjálfa sig á skjánum? Jú, það var óþægilegt fyrst en vandist ágætlega. Við fengum að sjá fyrstu tvo þættina í Bíó Paradís með fjölskyldunni og þeim sem tóku þátt í verkefninu. Og hvernig hafa viðbrögðin verið? Mjög góð. Í skólanum eru yngri krakkarnir sérstaklega hrifnir. Ég hef fengið mikil viðbrögð frá þeim. Það var líka ein stelpa sem stoppaði mig í IKEA um daginn og fékk að taka mynd af okkur saman. Varstu ekkert stressuð fyrir framan allar þessar kvikmyndavélar? Nei, alls ekki neitt. Mér fannst þetta allt voða skemmtilegt. Upptökur fóru fram í febrúar og mars víðsvegar um borgina. Og tók langan tíma að taka upp? Það fóru 12 klukkutímar á dag í tökur. Þetta tók rúmar tvær vikur. Ég fékk frí í skólanum á með- an en vann það upp síðar. Hvað fannst þér erfiðast við tökurnar? Það var þegar ég braut spegilinn þá þurfti ég að öskra svo mikið að ég varð raddlaus. Það tók smá tíma á eftir að jafna sig. Við vorum með sex spegla til að brjóta og við brutum fjóra. Er eitthvað verið að spá í framhald af þáttunum? Já, ég held það sé allt útlit fyrir það. Um hvað gæti það verið? Eitthvað í svipuðum dúr. Mögulega um stjúp- fjölskyldur. GOTT EF ÞÆTTIRNIR GETA HJÁLPAÐ FÓLKI Andrea Birna Guðmunds- dóttir, 14 ára, leikur Hönnu í sjónvarpsþáttunum Lof- orð sem sýndir voru á RÚV. Áhrifamiklir þættir um skilnað foreldra séðan með augum ungra barna þeirra og þær af- leiðingar sem hann hefur í för með sér. Andrea Birna hefur áður komið fram á sviði og segir okkur frá þeim verkefn- um sem hún hefur tekið þátt í. Myndir: Golli „Þetta eru mjög mik - ilvægir þætti r. Það eru margar f jölskyldur sem eru að g anga í gegnum svip aða reynslu.“ Svipmyndir úr þáttaröðunum.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.