Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 15.10.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 15.10.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Af hverju datt þér í hug að gefa út litabók? Pabbi kom með þessa hugmynd fyrir nokkrum mánuðum. Ég hef verið að gera merkimiða og kort við ýmis tilefni. Ég teikna alltaf útlínurnar fyrst þannig að myndirnar mínar verða til eins og í litabók. Ég hef gert mikið af afmælis- og jólakortum á síðustu árum. Mér finnst mjög gaman að teikna og lita. Og þið söfnuðuð sjálf fyrir útgáfu bókarinnar? Já, við söfnuðum á hópfjár- mögnunarsíðunni Karolina Fund. Það eru hátt í 100 manns búnir að leggja verkefninu lið. Söfnunin stóð yfir í rúman mánuð. Við erum búin að ná 100% markmiðinu og bókin alveg að verða klár í prentun. Fólk gat pantað ýmist eina bók eða fleiri. Svo var hægt að fá liti með og áritun frá höfundi. Einn keypti 100 bækur og þá tók söfnunin held- ur betur kipp. Svo eru margar frænkur, ömmur og afar og svoleiðis sem eru búin að kaupa eintak. Þannig að þú þarft að árita einhverjar bækur? Já, ég mun skrifa persónulega kveðju í þónokkrar bækur. Og hvernig er staðan á bókinni? Eru allar myndirnar tilbúnar? Já, flestar. Ég á eftir að teikna örfáar. Þetta verða allt í allt rúmlega 60 myndir í bókinni. Við gerum ráð fyrir að bókin verði tilbú- in úr prentun um næstu mánaðamót. Er ekkert erfitt að teikna bara myndirnar og mega ekki lita sjálf? Jú, stundum langar mig að lita líka. En þegar við erum búin að skanna myndirnar inn í tölvu þá auðvitað get ég litað. Ég teiknaði flestar mynd- irnar þegar ég var fimm ára en ég er nýorðin sex ára. Ég hef verið að teikna myndirnar í nokkrum törnum. Ég var veik um daginn og eftir hádegi þegar ég var orðin hress þá teiknaði ég alveg níu myndir. Ertu spennt að fá bókina úr prentun? Já, það verður alveg rosalega gaman. Ég sé hérna einhverjar prósentu- fígúrur, hvernig virka þær? Já, ég teiknaði 100 fígúrur á eitt blað og svo litaði ég jafnóð- um eftir því sem prósenturnar ruku upp á Karolina Fund. Ég á meira að segja eftir að lita nokkrar af því að þetta gerðist allt svo hratt. Hefur þú verið að teikna lengi? Ég er örugglega búin að teikna frá því ég man eftir mér. Núna er ég komin í myndlistarskóla Eva Jónína Daníelsdóttir er nýorðin 6 ára. Hún er að leggja lokahönd á Litlu litabókina sem gefin verður út um næstu mánaðamót. Henni finnst gaman að teikna myndir og ætlar að styðja gott málefni sem stendur henni nærri ef ágóði verður af útgáfunni. Myndir: Hanna Andrésdóttir „Við erum búin að ná 100% markmiðinu og bókin alveg a ð verða klár í prentun.“ ÍMYNDUNARAFLIÐ RÆÐUR FERÐINNI Teiknað og litað öllum stundum.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.