Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 15.10.2017, Page 5

Barnablaðið - 15.10.2017, Page 5
hérna í Mosó. Ég byrjaði þar í haust. Við erum í litafræði og höfum verið að vinna með laufblöðin núna í haust. Svo höfum við verið að læra að blanda saman litum. Og færðu einhverja hjálp við að búa til bókina? Já, pabbi raðar þeim upp í tölvu og hefur verið að hjálpa mér. Mamma hefur líka stund- um komið með hugmyndir að fígúrum til að teikna. Hvernig myndir eru þetta sem eru í bókinni? Ljón, drekafluga, vélmenni, geimskip og mikið af furðuverum. Ég nota bara ímyndunaraflið. Og hvernig færðu allar þessar hugmyndir? Ég fæ hugmyndirnar oftast þegar ég er að fara að sofa. Þannig að ég þarf að muna þær þegar ég vakna. Ég set þetta nefnilega í sérstakt geymslubox í hausnum á mér. Hvar verður hægt að kaupa bókina? Örugglega í fullt af bókabúðum. En alveg pottþétt á www.litlalitabokin.is. Hvað heita mamma þín og pabbi? Daníel Snorri Jónsson og Hulda Dagmar Reynisdóttir. Ég á eina litla systur sem er í leikskólanum núna. Hún er eins árs og heitir Eydís Björk. Og þú ætlar að styrkja einhvern með bókinni. Er það rétt? Já, við ætlum að gefa Barnaspítala Hringsins fullt af bókum, allavega 100 stykki. Svo ef það verður ein- hver ágóði af bókinni þá ætlum við að setja þann pening í styrktarsjóð gigtveikra barna. Af hverju þessi málefni? Þetta stendur svo nálægt mér. Ég hef oft verið á barnaspítalanum en ég er með gigt. Ég þarf að fá sprautu í lærið einu sinni í viku. Hvernig hefur gigtin áhrif á þig? Ég er svolítið stíf í hálsinum. Fyrst var ég alltaf með hausverk alveg efst í hausnum en það er eiginlega alveg hætt núna. Ég er alltaf í sjúkraþjálfun og fæ meðöl til að halda gigtinni niðri. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Sund og íþróttir er mjög skemmtilegt. Og líka heimilis- fræði og smíði. Ég kom með brauðbollur heim í dag sem eru rosalega góðar. Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst myndlist skemmtilegust. Ég hef aðeins verið að æfa taekwondo og byrja kannski aftur eftir áramót. Mér finnst líka mjög skemmtilegt að leika við vini mína. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekkert farin að spá í það. Eva Jónína er nýorðin 6 ára. „Fyrst var ég alltaf með hausverk alveg efst í hausnum en það er eiginlega alveg hætt núna. Ég er alltaf í sjúkra- þjálfun og fæ meðöl til að halda gigtinni niðri. “

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.