Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 15.10.2017, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 15.10.2017, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 K E N N A R IN N .I S Friðarsúlan í Viðey er minnismerki um tónlistarmanninn John Lennon sem var í hinni frægu hljómsveit Bítlunum. Hann barðist fyrir friði á jörð ásamt konu sinni Yoko Ono. Þau sömdu mörg falleg lög um frið og Imagine var eitt þeirra. John Lennon fæddist 9. október 1940 en dó 8. desember 1980. Yoko Ono lét reisa Friðarsúluna árið 2007, en hún heitir Imagine Peace Tower á ensku. Árlega skín hún skært frá fæðingardegi Johns Lennons að dánardegi hans í desember. Getur þú látið ljóðlínur Friðarljóðsins byrja á þessum stöfum? Ekkert orð í íslensku byrjar á bókstafnum Ð en það má nota D í staðinn :-) Ó Ð J L R A Ð I R F FRIÐARLJÓÐ VÍS INDAVEFURINN Hvenær varð Evrópa til? Þessari spurningu er hæg t að svara á nokkra vegu. Ef vi ð lítum til jarðsögunnar má segja að Evrópa hafi myndast einhv ern tíma frá lokum trías-tímab ilsins, fyrir um 200 milljónum ár a, fram til krítar-tímabilsins, fyrir u m 65 milljónum ára. Hugmyndin um Evrópu og heiti álfunnar va rð þó vitanlega til miklu seinna. Talið er að orðið Evrópa h afi hugsanlega merkt „megin land“ hjá Forn-Grikkjum en elsta dæm- ið um notkun Evrópu sem álfu er hjá Hekataiosi frá Mílet os á 6. öld f.Kr. Forngríski sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnass os (f. um 484 f.Kr) skipti svo he iminum í þrjár heimsálfur, það er E vrópu, Asíu og Líbíu (Afríku). Þessi þrískipting heimsins var ríkjandi fram til loka 15. a ldar þegar könnun Norður- og S uður- -Ameríku hófst. Mörk Evrópu héldust þó le ngur. Í norðri, vestri og suðri voru mörk Evrópu nokkuð ljós þar se m álfan lá að hafi en málið vandað ist hins vegar þegar kom að a fmörk- un hennar í austri. Samkv æmt Heródótosi voru mörk Asíu og Evrópu mörkuð af ánni Do n í Úkraínu, sem þá var nefnd Tanais. Þessi mörk Evrópu í austri héldust fram til loka 17. aldar. Í upphafi 18. aldar vildi Pé tur mikli, þáverandi keisari Rú ss- lands, færa Rússland nær Evrópu og bað landfræðinginn Va ssili Tatichtchev að færa mörk Evrópu austar. Tatichtchev ákvað þá að miða mörk Evrópu í austri við Úralfjöllin í Rússlandi. Í dag eru flestir landfræðin gar sammála um að miða eys tri mörk Evrópu við línu sem dregin er um austurhlíðar Úralfjalla og á na Úral að Kaspíahafi. Svarið er af Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi Vísind avefsins. Drátthagi blýanturinn

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.