Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 22.10.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 22.10.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Um hvað fjallar myndin Sumarbörn? Kristjana: Hún fjallar um systkinin Eydísi og Kára sem eru send á barnaheimili út í sveit vegna heimiliserfiðleika heima fyrir. Margrét: Barnaheimilið heitir Arnartangi. Stefán: Þau eru send þangað yfir sumarið af því að mamma þeirra og pabbi eru mikið að rífast. Foreldrarnir eru að skilja. Margrét: Þau leika systkinin en ég leik Kötu, sem er stelpa sem á veika mömmu sem getur ekki séð um hana. Hún er elst á barnaheimilinu og sker sig dálítið úr. Stefán: Myndin byrjar þannig að við erum send með rútu á barnaheimilið. Kristjana: Svo eru alveg þó nokkrar senur þar sem litli bróðir minn er að væla í mér. Stefán: Við flýjum svo einn daginn. Það er alveg ömurlegt að vera þarna. Flótti er eina leiðin heim. Við klifruðum út um gluggann. Kristjana: Við fáum hest hjá einhverjum drauga- strák og stingum af. Fóstran og smiðurinn reyna að elta okkur en ná okkur ekki. Stefán: Við náum að koma okkur heim til mömmu okkar og það má segja að allt verði gott aftur. Margrét: Svo er auðvitað margt sem gerist á milli. Fólk verður bara að koma og sjá myndina. Á Arnartanga eru tveir hópar af börnum. Annars vegar sumarbörn og hins vegar vetrarbörn sem eru allan ársins hring á barnaheim- ilinu. Er eitthvað líkt með ykkur og karakterunum sem þið leikið? Stefán: Kannski suðið. Kristjana:Ætli ég hafi ekki verið líkari Eydísi þegar ég var yngri. Margrét: Nei, ég held ekki. Kata talar ekki mikið og er mjög róleg. Og hvernig fannst ykkur að sjá myndina loksins á stóra tjaldinu? Kristjana: Ég var mjög ánægð með útkomuna. Margrét: Nú skilur maður miklu betur söguþráðinn og allt í kring- um myndina. Hafið þið fengið góð viðbrögð? Stefán: Fjórir vinir mínir hafa séð myndina. Kristjana:Ætli það sé ekki hálfur árgangurinn búinn að sjá þetta. Öllum finnst þetta mjög flott. Margrét: Það er planið að fara með öllum vin- konum mínum í bíó á næstunni. Var ekkert skrýtið að bíða í fjögur ár eftir að myndin yrði sýnd? Stefán: Jú, ég var eiginlega búinn að gleyma þessu. Margrét: Ég hugsaði ekkert mikið um þetta. En það var gaman að frétta af því fyrir stuttu að myndin væri að fara í sýningu. Hafið þið leikið eitthvað áður? Kristjana: Ég lék einu sinni í áramótaskaupinu. Svo hef ég líka leikið í stuttmynd. Margrét: Nei, ég hef ekkert verið að leika en ég væri alveg til í að gera meira af því. Stefán: Já, ég hef leikið nokkrum sinnum. Ég hef leik- ið í einum enskum þætti sem heitir Black Mirror. Svo hef ég Stefán Örn, Margrét Birta og Kristjana Thors léku öll í myndinni Sumarbörn sem frumsýnd var í síðustu viku. Myndin var tekin upp fyrir fjórum árum og biðin því verið löng. Myndin er séð með augum 6 ára stúlku með mikið ímynd- unarafl. Barnablaðið hitti krakkana og spjallaði við þá um myndina og muninn á krökkum í dag og fyrir hálfri öld. Myndir: Kristinn Magnússon „Það var gaman að frétta af þ ví fyrir stuttu a ð myndin væri að fara í sýn- ingu.“ ÞEGAR FLÓTTI ER EINA LEIÐIN HEIM STEFÁN ÖRN MARGRÉT BIRTA KRISTJANA THORS

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.