Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 22.10.2017, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 22.10.2017, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 K E N N A R IN N .I S Bangsadagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim þann 27. október á afmælisdegi Theodore Roosevelt. Hann var 26. forseti Bandaríkjanna árin 1901-1909. Forsetinn var eitt sinn í veiðiferð og neitaði að skjóta lítinn bangsahún sem var bundinn við tré. Leikfangaframleiðendur voru svo hrifnir af sögunni að þeir fóru að framleiða leikfangabangsa og selja. Forsetinn var kallaður Teddy og þaðan er enska heitið Teddy Bear komið. Bangsasagan mín BANGSADAGUR VÍS INDAVEFURINN Hvers vegna fær maður hiksta? Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun s em stöðvast síðan jafn snöggl ega við það að bilið á milli raddba ndanna lokast, en það veldur einm itt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta e r sú að fólk kann sér ekki mag amál, hvort heldur í mat eða dry kk. Þegar fólk borðar eða dre kkur of mikið þenst maginn út og þrýstir á þindina. Ekki er vitað hvort hiksti g egnir einhverju lífeðlisfræðilegu hlut- verki. Sumir hafa getið sé r þess til að hiksti hafi eitthvað m eð líf fóstursins í vatni að gera e n haldi svo áfram sem hvimleiður kvilli hjá fullorðnum. Ástæðan f yrir þessu er sú að hiksti er m jög al- gengur hjá fóstrum og nýf æddum börnum. Lágt hlutfall af koltvíildi í b lóði gerir hiksta verri, og með því að halda niðri í sér andanum á mað- ur að geta læknað hiksta, en þá hækkar einmitt hlutfall ko ltvíildis í blóðinu. Hiksti hefur einn ig verið læknaður með því að láta fólk anda að sér koltvíildi. Til eru ýmis önnur ráð við hiksta, til dæmis að drekka ísvatn eða kyngja þrisvar án þess að anda á milli, sem truflar hikstan n með því að örva kokið, eð a toga í vísifingurna, gleypa mint u eða að manni sé gert bilt við. Í neyð hefur verið gripið til lyfja. E n sú staðreynd að til eru fjölmö rg og ólík húsráð við hiksta ben dir til þess að ekki sé til nein ha ldbær lækning við þessum kvilla . Yfirleitt varir hiksti aðeins stutta stund, en á því eru þó und antekn- ingar. Maður að nafni Cha rles Osborne, sem bjó í Iowa í Banda- ríkjunum, fékk hiksta árið 1922 og hikstaði síðan látlaust í meira en 60 ár. Hann átti erfitt m eð svefn, þjáðist af blóðnösu m og uppsölum, en var samt tví giftur og átti 8 börn. Svarið er af Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi Vísind avefsins. Drátthagi blýanturinn

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.