Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 8

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 8
8 „Við rekum fiskvinnslu án útgerðar í erfiðu rekstrarumhverfi. Sam- keppni um hráefnið er mikil og ójöfn, gengi krónunnar er sterkt og launahækkanir hafa verið margfaldar miðað við í nágrannaríkjum, séu þær reiknaðar yfir í evru. Ísfiskur hefur starfað í þessu and- snúna umhverfi í tæp 30 ár og einhvern veginn hefur tekist að halda þessu gangandi allan þann tíma, enda með gott fólk í vinnu og góðan viðskiptavin í Bandaríkjunum. Við ætlum að halda áfram að berjast og tækifærin til að bæta og efla reksturinn eru meiri uppi á Akranesi en hér í Kópavogi þar sem farið er að þrengja að okkur,“ segir Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks í Kópa- vogi sem nýlega keypti fiskvinnsluhús HB Granda á Akranesi. Stefnt að því að fjölga störfum Hjá Ísfiski starfa um 40 manns við bolfiskvinnslu og segir Al- bert útlit fyrir að bróðurpartur fólksins muni fylgja þeim upp á Akranes þegar starfsemin flyst þangað í byrjun næsta árs. „Þegar við tilkynntum um flutn- inginn voru starfsmenn fyrst mjög tvístígandi en eftir því sem gefist hefur tími til að hugsa málið fjölgar þeim sem vilja koma með okkur.“ Hann segir að vegna þess hve fólk þurfi að verja stórum hluta launa sinna í húsnæðiskostnað í Reykjavík sé orðið erfitt að halda starfsfólki í framleiðslu- störfum. Á Akranesi sé íbúða- verð hins vegar um 70% af því sem það er í Reykjavík og hús- næðiskostnaður því talsvert lægri. Þetta geri það fýsilegra að búa þar fyrir fólk sem þarf að koma sér þaki yfir höfuðið. Hann segir stefnt að því að fjölga starfsfólki og á Akranesi sé mikið af vönu og góðu fisk- vinnslufólki sem vonandi verði hægt að útvega verkefni. „Það spilar líka inn í ákvörðun okkar að á Akranesi verðum við með mun stærra húsnæði fyrir vinnsluna sem gefur okkur tækifæri til að auka verðmæta- sköpunina. Við hlökkum til að vinna með Skagamönnum að þessu verkefni og finnum fyrir miklum velvilja og vitum að það verður tekið vel á móti okk- ur.“ Albert segir að fyrirtækið verði rekið á sömu forsendum á Akranesi og í Kópavogi. Ísfiskur er með fullkomna fiskvinnslu- línu með vatnsskurðarvél frá Völku og með lausfrysti og get- ur því framleitt fjölbreytta neyt- endavöru. Fyrirtækið er fyrst og fremst í bolfiskvinnslu þar sem um það bil 40% framleiðslunn- ar er þorskur og 60% ýsa. Albert segir að í rýmra húsnæði geti fyrirtækið þjónað betur stærsta viðskiptavini sínum sem er kana díska fyrirtækið Highliner Foods sem keypti Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks ásamt konu sinni Jóhönnu Snorradóttur sem hann segir að sjái um hlutirnir séu í lagi. „Við hlökkum til að vinna með Skagamönnum að þessu verkefni og vitum að það verður tekið vel á móti okkur,“ segir Albert. Meiri tækifæri til að efla og bæta reksturinn á Akranesi Segir Albert Svavarsson framkvæmdastjóri Ísfisks sem hefur keypt fiskvinnsluhús HB Granda á Akranesi F isk v in n sla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.