Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 12

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 12
12 Vilhjálmur Hallgrímsson og fyr- irtækið Fisheries Technologies ehf. hlutu nýlega fyrstu verð- laun í samkeppni um Framúr- stefnuhugmynd Sjávarútvegs- ráðstefnunnar 2017. Verðlaun- in voru veitt fyrir nýtt alhliða upplýsingakerfi fyrir fiskveiði- stjórnun sem byggir á áratuga fjárfestingu og reynslu Íslend- inga á þessu sviði. Með tilkomu kerfisins, sem kallast The Fis- heries Manager, munu aðrar þjóðir geta tileinkað sér þekk- ingu sem hefur orðið til á þessu sviði hérlendis fyrir aðeins brot af þeirri fjárfestingu sem hing- að til hefur þurft. Fisheries Technologies hefur þróað rammaumhverfið Fish- Tech Framework sem lýsir hvernig árangursrík fiskveiði- stjórnun virkar. Ramma- umhverfið lýsir innviðum fisk- veiðistjórnunar og inniheldur öll upplýsingakerfi sem þarf til slíks reksturs. Í því er einnig að finna helstu verkferla sem þörf er fyrir í vel útfærðri fiskveiði- stjórnun. „Við höfum verið í látlausri þróunarvinnu síðan við stofn- uðum fyrirtækið 2012. Við vild- um kanna hvort ekki væri hægt að taka þá miklu reynslu og fjárfestingu sem Íslendingar hafa lagt í fiskveiðikerfið og setja það þannig fram að aðrar þjóðir geti nýtt sér það líka. Það hefur okkur tekist og nú erum við komnir með kerfi sem hefur þá eiginleika sem iðnríkin nota í sinni fiskveiðistjórnun og síðan höfum við bætt við þáttum sem þróunarríkin nota,“ segir Vil- hjálmur. Fyrsta kynning á kerf- inu fer fram um þessar mundir og segir Vilhjálmur að viðræður standi yfir við einstök ríki og al- þjóðlegar stofnanir sem hafi sýnt þessu verkefni mikinn áhuga. Hugmyndin kviknar Að sögn Vilhjálms er Fisheries Technologies ehf. stofnað af fimm sérfræðingum sem allir hafa áratuga reynslu af vinnu við íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfið. Sjálfur er hann kerfis- fræðingur en segir að þótt þeir hafi mismunandi bakgrunn eigi þeir allir rætur að rekja til tölvu- deilda Fiskistofu og Hafrann- sóknastofnunar þar sem þeir sáu um þróun og rekstur ís- lenska upplýsingakerfisins í ára- tugi. Hann segir þá einnig hafa unnið sem ráðgjafa erlendis, þar á meðal í þróunarlöndum í Afríku og við Indlandshaf. „Þar voru menn að glíma við vandamál sem búið var að leysa hér heima fyrir löngu. Þá kvikn- aði sú hugmynd að nýta þekk- inguna og reynsluna sem Ís- lendingar búa yfir og gera úr henni útflutningsvöru.“ Vilhjálmur segir að þegar þróunarvinnan hófst hafi kerfið verið hugsað sem stjórnsýslu- lausn fyrir þjóðríki, ráðuneyti, hafrannsóknastofnanir, fiski- stofur og landhelgisgæslur. „Síðan horfðum við á þarfir ým- issa útgerða sem eru ekki ósvip- aðar, þótt þær séu á minni skala. Þessi lausn getur nýst þeim mjög vel líka, sem stækkar hóp hugsanlegra notenda mik- ið.“ Fyrsta alhliða fiskveiðistjórnunarkerfið Hann segir að víðast hvar hafi verið mikil vandræði í fiskveiði- stjórnuninni vegna þess að lausnir fyrir söfnun og úrvinnslu gagna um fiskveiðar hafi ekki legið á lausu fyrr en núna með tilkomu þeirra kerfis. Vilhjálmur segir að rafrænar afladagbækur hafi verið innleiddar fyrir stærsta hluta íslenska flotans og með mikilli úrvinnslugetu nútíma tölvukerfa sé hægt að kalla fram upplýsingar í raun- tíma sem áður hafi tekið langan tíma að vinna. Þetta opni nýja möguleika í allri stjórnun og eftirliti með veiðunum. „Rafrænar afladagbækur veita rauntímaupplýsingar um staðsetningu skipa og báta. Það sem er nýtt hjá okkur og sem ekki hefur áður verið hægt, er að flokka skip eftir þeim veið- um sem þau stunda, hvaða afli er um borð í hverju skipi, hvaða fisk það ætlar að veiða og hvaða kvóta það hefur. Þetta býður upp á ýmsa möguleika og það fer eftir reglum í hverju landi hve djúpt er farið í þetta.“ Vilhjálmur segir kerfið í stöð- ugri þróun og að það verði kynnt í nokkrum skrefum á næstu tveimur árum. „Þegar því lýkur verðum við komin með fyrsta alhliða stjórnkerfið sem vitað er um í heiminum sem er sérhæft fyrir fiskveiðistjórnun,“ segir Vilhjálmur Hallgrímsson hjá Fisheries Technologies. Vilhjálmur Hallgrímsson með Hafölduna, verðlaunagrip Sjávarútvegsráðstefnunnar 2017. F réttir Nýtt íslenskt fiskveiði- stjórnunar- kerfi verð- launað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.